Vignir: Dvölin hjá Minden svo leiðinleg að þetta var spurning um að hætta í handbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2015 17:00 Vignir Svavarsson skorar á móti KIF Kolding í dönsku úrvalsdeildinni vísir/getty Vignir Svavarsson, línumaður og varnartröll íslenska landsliðsins í handbolta, söðlar um eftir tímabilið í dönsku úrvalsdeildinni næsta vor og skiptir um lið. Vignir gekk í raðir HC Midtjylland fyrir síðustu leiktíð og var einn besti línumaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Hann gekk í dag frá tveggja ára samningi við Team Tvis Holstebro og spilar með liðinu frá og með næsta vetri. „Ég er mjög sáttur með þetta. Ég er orðinn hundgamall sko og verð ekkert yngri,“ segir Vignir í viðtali í Akraborginni, en hann er 35 ára gamall. „Það er flott að fá tveggja ára samning hjá góðu liði í Danmörku og því eru bara spennandi tímar framundan.“Vignir skorar eitt af 249 landsliðsmörkum sínum gegn Danmörku. Hann hefur spilað 224 landsleiki.vísir/gettyRífur gleðina úr boltanum Vignir verður samherji Sigurbergs Sveinssonar og Egils Magnússonar á næsta tímabili, en risinn glaðbeitti hlakkar mikið til. „Mér líður enn þá eins og ég sé 25 ára. Ég hafði úr einhverju að velja sem kom mér á óvart. Ég er líka rosalega snemma í þessu. Ég er mjög ánægður því Tvis er spennandi og rótgróinn klúbbur í Danmörku,“ segir Vignir. Vignir kom til Danmerkur í fyrra frá Þýskalandi þar sem hann spilaði í sex ár með Lemgo, Hannover-Burgdorf og GWD Minden. „Það vilja allir prófa að spila í Þýskalandi. Þetta er sterkasta deildin og fullt á nánast hverjum einasta leik. Þetta er stærra og meira en í öðrum löndum,“ segir Vignir, en ekki er allt sem sýnist í stærstu og bestu deild heims. „Staðreyndin er engu að síður sú, og sýnir sig núna í hversu fáir eru að spila í Þýskalandi, að þetta rífur aðeins gleðina úr boltanum.“ „Tímabilið er langt og stundum er umhverfið mjög ómanneskjulegt. Það er pressa á mönnum og miklir peningar í húfi. Síðasti samningurinn minn hjá Minden var til dæmis ömurlegur tími.“Vignir slakar á í Katar í byrjun árs.vísir/eva björkHugsaði um að hætta Vignir vandar Minden ekki kveðjurnar. Þar, segir hann, var engin framþróun og furðulegir hlutir að gerast. „Ég var kominn í klúbb sem hafði farið upp og niður um deildir síðan ég fór að fylgjast með þessu. Þetta leit allt voðalega vel út en þegar á hólminn er komið var klúbburinn rekinn eins og hann var rekinn fyrir 20 árum. Það var enginn framför eða vilji til að taka skref fram á við,“ segir Vignir. „Maður þurfti að kaupa sína hlaupaskó sjálfur og liggur við að berjast fyrir að fá að borða fyrir leik. Þetta var undarlegt í ljósi þess að félagið á fullt af pening. “ „Svo var ráðinn þjálfari sem ég fílaði ekki og hann fílaði ekki mig. Því spilaði ég lítið og þá var þetta bara hund, hundleiðinlegt.“ Vigni leið svo illa hjá Minden að hann íhugaði að kalla þetta gott sem hefði verið áfall fyrir íslenska landsliðið. „Veran hjá Minden drap löngunina hjá mér að spila handbolta. Þetta var orðið spurning um að hætta þessu og pakka skónum niður í tösku og fara að gera eitthvað annað,“ segir Vignir. „Ég hefði átt að fara til Danmerkur strax í staðinn fyrir að fara til Minden. Hér er þetta allt öðruvísi og meiri gleði. Fyrir vikið verður allt miklu skemmtilegra,“ segir Vignir Svavarsson. Handbolti Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Vignir Svavarsson, línumaður og varnartröll íslenska landsliðsins í handbolta, söðlar um eftir tímabilið í dönsku úrvalsdeildinni næsta vor og skiptir um lið. Vignir gekk í raðir HC Midtjylland fyrir síðustu leiktíð og var einn besti línumaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fyrra. Hann gekk í dag frá tveggja ára samningi við Team Tvis Holstebro og spilar með liðinu frá og með næsta vetri. „Ég er mjög sáttur með þetta. Ég er orðinn hundgamall sko og verð ekkert yngri,“ segir Vignir í viðtali í Akraborginni, en hann er 35 ára gamall. „Það er flott að fá tveggja ára samning hjá góðu liði í Danmörku og því eru bara spennandi tímar framundan.“Vignir skorar eitt af 249 landsliðsmörkum sínum gegn Danmörku. Hann hefur spilað 224 landsleiki.vísir/gettyRífur gleðina úr boltanum Vignir verður samherji Sigurbergs Sveinssonar og Egils Magnússonar á næsta tímabili, en risinn glaðbeitti hlakkar mikið til. „Mér líður enn þá eins og ég sé 25 ára. Ég hafði úr einhverju að velja sem kom mér á óvart. Ég er líka rosalega snemma í þessu. Ég er mjög ánægður því Tvis er spennandi og rótgróinn klúbbur í Danmörku,“ segir Vignir. Vignir kom til Danmerkur í fyrra frá Þýskalandi þar sem hann spilaði í sex ár með Lemgo, Hannover-Burgdorf og GWD Minden. „Það vilja allir prófa að spila í Þýskalandi. Þetta er sterkasta deildin og fullt á nánast hverjum einasta leik. Þetta er stærra og meira en í öðrum löndum,“ segir Vignir, en ekki er allt sem sýnist í stærstu og bestu deild heims. „Staðreyndin er engu að síður sú, og sýnir sig núna í hversu fáir eru að spila í Þýskalandi, að þetta rífur aðeins gleðina úr boltanum.“ „Tímabilið er langt og stundum er umhverfið mjög ómanneskjulegt. Það er pressa á mönnum og miklir peningar í húfi. Síðasti samningurinn minn hjá Minden var til dæmis ömurlegur tími.“Vignir slakar á í Katar í byrjun árs.vísir/eva björkHugsaði um að hætta Vignir vandar Minden ekki kveðjurnar. Þar, segir hann, var engin framþróun og furðulegir hlutir að gerast. „Ég var kominn í klúbb sem hafði farið upp og niður um deildir síðan ég fór að fylgjast með þessu. Þetta leit allt voðalega vel út en þegar á hólminn er komið var klúbburinn rekinn eins og hann var rekinn fyrir 20 árum. Það var enginn framför eða vilji til að taka skref fram á við,“ segir Vignir. „Maður þurfti að kaupa sína hlaupaskó sjálfur og liggur við að berjast fyrir að fá að borða fyrir leik. Þetta var undarlegt í ljósi þess að félagið á fullt af pening. “ „Svo var ráðinn þjálfari sem ég fílaði ekki og hann fílaði ekki mig. Því spilaði ég lítið og þá var þetta bara hund, hundleiðinlegt.“ Vigni leið svo illa hjá Minden að hann íhugaði að kalla þetta gott sem hefði verið áfall fyrir íslenska landsliðið. „Veran hjá Minden drap löngunina hjá mér að spila handbolta. Þetta var orðið spurning um að hætta þessu og pakka skónum niður í tösku og fara að gera eitthvað annað,“ segir Vignir. „Ég hefði átt að fara til Danmerkur strax í staðinn fyrir að fara til Minden. Hér er þetta allt öðruvísi og meiri gleði. Fyrir vikið verður allt miklu skemmtilegra,“ segir Vignir Svavarsson.
Handbolti Mest lesið Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira