Inntaka nemenda í framhaldsskóla Tryggvi Gíslason skrifar 21. september 2015 07:00 Lög um Menntamálastofnun voru samþykkt á Alþingi í sumar og hafa þegar tekið gildi og stofnunin þegar tekið til starfa. Þótt binda verði vonir við starf stofnunarinnar eru litlar líkur til að hún geti hjálparlaust ratað gegnum þann frumskóg og ótræði sem einkunnagjöf í grunnskólum og inntaka í framhaldsskóla er komin í.Stjórnsýslustofnun Stofnunin er stjórnsýslustofnun, eins og segir í lögum, og skal stuðla að auknum gæðum í skólastarfi. Forstjóri hefur til ráðuneytis sjö manna ráðgjafarnefnd sem ráðherra skipar til fjögurra ára. Forstjóri setur á fót fagráð helstu verksviða, skipuð sérfróðum aðilum, til ráðgjafar en ráðherra setur reglugerð um starf fagráða. Meginverkefni Menntamálastofnunar er að stuðla að umbótum í skólastarfi, safna upplýsingum og hafa eftirlit með - og meta árangur skólastarfs, veita upplýsingar og leiðbeiningar, sinna framkvæmd laga, reglugerða og annarra stjórnvaldsfyrirmæla og veita ráðherra ráðgjöf. Hér er því um að ræða aukna miðstýringu í skjóli skrifræðis.Hæfnismat Framhaldsskólar fá ekki að nýta sér niðurstöður samræmdra prófa grunnskóla við inntöku nemenda, en einkunnir gefnar í bókstöfum. Menntamálastofnun stefnir hins vegar að því að bjóða nýtt hæfnismat, sem framhaldsskólar geta notað við inntöku. Ekki hefur þó verið ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þeim verður stýrt af nýrri Menntamálastofnun.Ómyndugir framhaldsskólar – skólaþing Margt í stefnu Menntamálastofnunar – Menntamálaráðuneytis – vekur tortryggni. Huglægt hæfnismat verður í höndum Menntamálastofnunar og framhaldsskólar fá ekki að nota niðurstöður samræmdra prófa grunnskóla. Með þessu er verið að gera framhaldsskóla ómynduga og ósjálfstæða. Það er vond stefna. Til þess að rata gegnum frumskóg og ótræði, sem einkunnagjöf í grunnskólum og inntaka nemenda í framhaldsskóla er komin í, væri skynsamlegt að efna þegar til skólaþings þar sem fulltrúar kennara, nemenda og skólastjórnenda grunnskóla og framhaldsskóla ræða um færar leiðir í einkunnagjöf og inntöku í framhaldsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Lög um Menntamálastofnun voru samþykkt á Alþingi í sumar og hafa þegar tekið gildi og stofnunin þegar tekið til starfa. Þótt binda verði vonir við starf stofnunarinnar eru litlar líkur til að hún geti hjálparlaust ratað gegnum þann frumskóg og ótræði sem einkunnagjöf í grunnskólum og inntaka í framhaldsskóla er komin í.Stjórnsýslustofnun Stofnunin er stjórnsýslustofnun, eins og segir í lögum, og skal stuðla að auknum gæðum í skólastarfi. Forstjóri hefur til ráðuneytis sjö manna ráðgjafarnefnd sem ráðherra skipar til fjögurra ára. Forstjóri setur á fót fagráð helstu verksviða, skipuð sérfróðum aðilum, til ráðgjafar en ráðherra setur reglugerð um starf fagráða. Meginverkefni Menntamálastofnunar er að stuðla að umbótum í skólastarfi, safna upplýsingum og hafa eftirlit með - og meta árangur skólastarfs, veita upplýsingar og leiðbeiningar, sinna framkvæmd laga, reglugerða og annarra stjórnvaldsfyrirmæla og veita ráðherra ráðgjöf. Hér er því um að ræða aukna miðstýringu í skjóli skrifræðis.Hæfnismat Framhaldsskólar fá ekki að nýta sér niðurstöður samræmdra prófa grunnskóla við inntöku nemenda, en einkunnir gefnar í bókstöfum. Menntamálastofnun stefnir hins vegar að því að bjóða nýtt hæfnismat, sem framhaldsskólar geta notað við inntöku. Ekki hefur þó verið ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þeim verður stýrt af nýrri Menntamálastofnun.Ómyndugir framhaldsskólar – skólaþing Margt í stefnu Menntamálastofnunar – Menntamálaráðuneytis – vekur tortryggni. Huglægt hæfnismat verður í höndum Menntamálastofnunar og framhaldsskólar fá ekki að nota niðurstöður samræmdra prófa grunnskóla. Með þessu er verið að gera framhaldsskóla ómynduga og ósjálfstæða. Það er vond stefna. Til þess að rata gegnum frumskóg og ótræði, sem einkunnagjöf í grunnskólum og inntaka nemenda í framhaldsskóla er komin í, væri skynsamlegt að efna þegar til skólaþings þar sem fulltrúar kennara, nemenda og skólastjórnenda grunnskóla og framhaldsskóla ræða um færar leiðir í einkunnagjöf og inntöku í framhaldsskóla.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar