Bylting í dreifileiðum Sæunn Gísladóttir skrifar 11. september 2015 11:50 Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, telur þetta jákvæða þróun fyrir dreifingu. Vísir/Daníel Rúnarsson Með nýju útspili Apple verða myndlyklar fjarskiptafélaga sennilega óþarfir og fólk mun geta streymt íslenskum sjónvarpsstöðvum í gegnum forrit í Apple TV. Um er að ræða algjöra byltingu í dreifileiðum. Fram að þessu hafa einungis stórir samstarfsaðilar Apple, meðal annars Netflix og Hulu, getað komið efninu sínu á framfæri fyrir Apple TV eigendur. Nú var Apple hins vegar að tilkynna að nýtt Apple TV býður upp á það að geta sett fleiri forrit inn í það og um leið ætla þeir að opna fyrir að þriðji aðila, nánast hver sem, geti búið til forrit til að setja inn í Apple TV. Því geta minni sjónvarpsstöðvar til að mynda nú streymt efni sínu þar. Eins og staðan er í dag á Íslandi þarf fólk myndlykla frá Vodafone eða Símanum, sem eru á lokuðu neti, til að fá aðgang að sjónvarpsefni. Myndlyklarnir hafa ekki aðgang að internetinu og eru að öllu leyti takmarkaðri. Fólk kallar nú eftir meiri sveigjanleika. Með nýrri tækni verður hægt að streyma sjónvarpsstöðvum í gegnum Apple TV eða Androi og í gegnum snjallsjónvörp. Í staðinn fyrir myndlykla smun allt fara í gegnum hugbúnað.Ódýrari dreifileið til framtíðarSævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, telur að þetta sé jákvæð þróun fyrir dreifingu. „Við teljum að þetta sé jákvætt á þann hátt að við getum þá komið okkar efni á framfæri þannig að upplifunin verði ríkari og þetta er mun ódýrari dreifileið til framtíðar fyrir okkur en núverandi leiðin sem við förum," segir Sævar. „Þetta kemur þá í staðinn fyrir myndlykil. En þetta er ákveðin þróun sem mun eiga sér stað á næstu fimm til sjö árum. Það er ekki eins og myndlyklar verði óþarfir á einum degi, en þetta er sú dreifileið sem ég er sannfærður að muni taka yfir á næstu fimm til sjö árum," segir Sævar. Sævar telur að þrátt fyrir flotta þróun á myndlyklum muni fjarskiptafélög landsins ekki eiga möguleika á að keppa við þessa dreifileið. „Síminn og Vodafone eru með mjög flotta og mikla þróun í kringum sína myndlykla sem hefur búið til mikla sérstöðu fyrir þessi fyrirtæki, en þau eiga bara að mínu mati ekki möguleika í því að keppa við þá mikla þróun og dreifingu í gegnum Apple TV eða Android eða aðra slíka tækni sem er framundan. Þú getur fengið aðgang að öllu því efni sem þú vilt og ekki bara sjónvarpsefni, heldur einnig leikjum og öðru," segir Sævar. Netflix Tækni Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Með nýju útspili Apple verða myndlyklar fjarskiptafélaga sennilega óþarfir og fólk mun geta streymt íslenskum sjónvarpsstöðvum í gegnum forrit í Apple TV. Um er að ræða algjöra byltingu í dreifileiðum. Fram að þessu hafa einungis stórir samstarfsaðilar Apple, meðal annars Netflix og Hulu, getað komið efninu sínu á framfæri fyrir Apple TV eigendur. Nú var Apple hins vegar að tilkynna að nýtt Apple TV býður upp á það að geta sett fleiri forrit inn í það og um leið ætla þeir að opna fyrir að þriðji aðila, nánast hver sem, geti búið til forrit til að setja inn í Apple TV. Því geta minni sjónvarpsstöðvar til að mynda nú streymt efni sínu þar. Eins og staðan er í dag á Íslandi þarf fólk myndlykla frá Vodafone eða Símanum, sem eru á lokuðu neti, til að fá aðgang að sjónvarpsefni. Myndlyklarnir hafa ekki aðgang að internetinu og eru að öllu leyti takmarkaðri. Fólk kallar nú eftir meiri sveigjanleika. Með nýrri tækni verður hægt að streyma sjónvarpsstöðvum í gegnum Apple TV eða Androi og í gegnum snjallsjónvörp. Í staðinn fyrir myndlykla smun allt fara í gegnum hugbúnað.Ódýrari dreifileið til framtíðarSævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, telur að þetta sé jákvæð þróun fyrir dreifingu. „Við teljum að þetta sé jákvætt á þann hátt að við getum þá komið okkar efni á framfæri þannig að upplifunin verði ríkari og þetta er mun ódýrari dreifileið til framtíðar fyrir okkur en núverandi leiðin sem við förum," segir Sævar. „Þetta kemur þá í staðinn fyrir myndlykil. En þetta er ákveðin þróun sem mun eiga sér stað á næstu fimm til sjö árum. Það er ekki eins og myndlyklar verði óþarfir á einum degi, en þetta er sú dreifileið sem ég er sannfærður að muni taka yfir á næstu fimm til sjö árum," segir Sævar. Sævar telur að þrátt fyrir flotta þróun á myndlyklum muni fjarskiptafélög landsins ekki eiga möguleika á að keppa við þessa dreifileið. „Síminn og Vodafone eru með mjög flotta og mikla þróun í kringum sína myndlykla sem hefur búið til mikla sérstöðu fyrir þessi fyrirtæki, en þau eiga bara að mínu mati ekki möguleika í því að keppa við þá mikla þróun og dreifingu í gegnum Apple TV eða Android eða aðra slíka tækni sem er framundan. Þú getur fengið aðgang að öllu því efni sem þú vilt og ekki bara sjónvarpsefni, heldur einnig leikjum og öðru," segir Sævar.
Netflix Tækni Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira