Viðskipti innlent

Gott sumar fyrir byggingavöruverslun

Sæunn Gísladóttir skrifar
Vöxtur í veltu byggingarvöruverslanna endurspeglar grósku í byggingaframkvæmdum.
Vöxtur í veltu byggingarvöruverslanna endurspeglar grósku í byggingaframkvæmdum. Vísir/Anton Brink
Töluverður vöxtur var í veltu byggingarvöruverslanna í sumar. Velta í byggingavöruverslunum síðustu þriggja mánaða var 10,8% meiri en á sama tímabili í fyrra að raunvirði. Þessi vöxtur endurspeglar efalaust grósku í byggingaframkvæmdum ásamt viðhaldi og framkvæmdum við endurnýjun húsnæðis. Þessu greinir Rannsóknasetur Verslunarinnar frá.

Sala á mat og áfengi var heldur minni í ágúst síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Skýringa má leita í tímasetningu verslunarmannahelgar á milli ára. Í fyrra var stærsti verslunardagur fyrir verslunarmannahelgina í ágúst en í ár fór megnið af helgarinnkaupunum fram í júlí.

Sala á skrifstofuhúsgögnum tók mikinn kipp í ágúst, við upphaf skólaársins. Þannig jókst velta skrifstofuhúsgagna um 48,7% að raunvirði. Má því gera ráð fyrir að betur fari um margann námsmanninn þetta haustið en í fyrra. Almennt er vöxtur í húsgagnaverslun á milli ára, þó heldur hafi dregið úr vextinum í ágúst. Verð á húsgögnum var 0,1% lægra í ágúst en í sama mánuði í fyrra samkvæmt verðmælingu Hagstofunnar.

Enn sem fyrr var vöxtur í sölu raftækja í ágúst í samanburði við söluna í sama mánuði í fyrra. 7,9% aukning var í sölu minni raftækja og um 6,1% í sölu stærri raftækja að nafnvirði. Árleg hefð er fyrir útsölum á raftækjum í ágúst enda jókst velta raftækjaverslana töluvert frá mánuðinum á undan. Verð á stórum raftækjum var 13,7% lægra í ágúst en í ágúst í fyrra og verð á minni raftækjum 10,4% lægra samkvæmt verðamælingum Hagstofunnar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
0,79
3
5.009
REGINN
0,56
4
29.667
BRIM
0
3
7.745
REITIR
0
5
127.866
ICESEA
0
4
34.608

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2
39
410.110
KVIKA
-1,75
19
239.441
SJOVA
-1,68
20
118.924
ISB
-1,36
45
150.563
ARION
-1,22
42
847.531
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.