Viðskipti innlent

Ingibjörg Þórðardóttir til CNN Digital

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ingibjörg Þórðardóttir hefur búið í Bretlandi í 18 ár.
Ingibjörg Þórðardóttir hefur búið í Bretlandi í 18 ár. Vísir/Daníel Rúnarsson
Ingibjörg Þórðardóttir sem hefur unnið hjá BBC í 15 ár hefur verið ráðinn til CNN Digital International. Hún mun hefja störf þar eftir viku.

Ingibjörg mun bera ristjórnarlega ábyrgð á alþjóðasíðum CNN: fréttum, íþróttum og öðru efni. Ingibjörg er staðsett í Bretlandi og mun vinna á London skrifstofu fréttastöðvarinnar. Aðspurð segir hún nýja starfið leggjast mjög vel í sig. „Þetta stafræna umhverfi er alveg ótrúlega spennandi núna, það eru miklar breytingar, og mikið að gerast. Það eru svo miklir möguleikar innan þess geira, um það hvernig maður getur flutt fréttir og hvernig maður getur aflað frétta líka. Ég hef mikla trú á því að stafrænt sé framtíðin, og ég held að CNN sé í fararbroddi að mörgu leyti með það sem þau eru að gera. Ég er mjög spennt að taka þátt í því starfi sem hefur þegar hafist þar með þessari stafrænu þróun hjá þeim í fréttamennsku," segir Ingibjörg.

Ingibjörg hefur búið í Bretlandi í 18 ár. Hún tók mastersgráðu í alþjóðastjórnmálum þar í landi og hóf störf hjá BBC fljótlega eftir útskrift. Undanfarið hefur hún unnið sem einn af ritstjórum fréttavefsíðu BBC (e. Front page Editor, BBC News website).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×