Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Birgir Olgeirsson skrifar 18. september 2015 13:52 Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta (TIF), Hollenski seðlabankinn (DNB) og Breski innstæðutryggingasjóðurinn (FSCS) hafa náð samningum um lokauppgjör krafna sem stafa frá innstæðum sem Landsbanki Íslands hf. (nú LBI hf.) safnaði í útibúum sínum í Amsterdam annars vegar og London hins vegar undir vörumerkinu Icesave. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að TIF greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðin var greidd með hluta þeirra fjármuna sem eru nú þegar til staðar í B deild TIF. Í B deild eru vistaðir fjármunir sem að mestu leyti var safnað fyrir bankahrunið í október 2008. Tryggingasjóðurinn segir Seðlabanka Íslands hafa veitt undanþágu frá gjaldeyrishöftum að því marki sem þurfti til að unnt væri að inna greiðslur af hendi. Hafa DNB og FSCS, líkt og aðrir forgangskröfuhafar hjá LBI hf. fengið greiðslur frá LBI hf. sem nema alls um 85 prósentum af höfuðstól krafna. Gert er ráð fyrir að forgangskröfuhafar muni endurheimta höfuðstól krafna að fullu frá LBI hf. Í tilkynningunni er Guðrún Þorleifsdóttir, formaður stjórnar TIF, sögð mjög ánægð með að TIF skyldi lánast að ná samningum um lokafrágang Icesave skuldbindinganna með greiðslu sem er vel viðráðanleg fyrir TIF og sanngjörn gagnvart öllum aðilum ágreiningsins. Samningurinn gerir TIF kleift að einbeita sér að megin hlutverki sínu að veita neytendum og öðrum innstæðueigendum á Íslandi tryggingu á innstæðum sínum. Samninganefnd TIF var skipuð Guðrúnu Þorleifsdóttur, formanni stjórnar TIF, Brynjari Kristjánssyni, framkvæmdastjóra TIF og Gunnari Viðar hdl. frá LEX lögmannsstofu. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta (TIF), Hollenski seðlabankinn (DNB) og Breski innstæðutryggingasjóðurinn (FSCS) hafa náð samningum um lokauppgjör krafna sem stafa frá innstæðum sem Landsbanki Íslands hf. (nú LBI hf.) safnaði í útibúum sínum í Amsterdam annars vegar og London hins vegar undir vörumerkinu Icesave. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að TIF greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðin var greidd með hluta þeirra fjármuna sem eru nú þegar til staðar í B deild TIF. Í B deild eru vistaðir fjármunir sem að mestu leyti var safnað fyrir bankahrunið í október 2008. Tryggingasjóðurinn segir Seðlabanka Íslands hafa veitt undanþágu frá gjaldeyrishöftum að því marki sem þurfti til að unnt væri að inna greiðslur af hendi. Hafa DNB og FSCS, líkt og aðrir forgangskröfuhafar hjá LBI hf. fengið greiðslur frá LBI hf. sem nema alls um 85 prósentum af höfuðstól krafna. Gert er ráð fyrir að forgangskröfuhafar muni endurheimta höfuðstól krafna að fullu frá LBI hf. Í tilkynningunni er Guðrún Þorleifsdóttir, formaður stjórnar TIF, sögð mjög ánægð með að TIF skyldi lánast að ná samningum um lokafrágang Icesave skuldbindinganna með greiðslu sem er vel viðráðanleg fyrir TIF og sanngjörn gagnvart öllum aðilum ágreiningsins. Samningurinn gerir TIF kleift að einbeita sér að megin hlutverki sínu að veita neytendum og öðrum innstæðueigendum á Íslandi tryggingu á innstæðum sínum. Samninganefnd TIF var skipuð Guðrúnu Þorleifsdóttur, formanni stjórnar TIF, Brynjari Kristjánssyni, framkvæmdastjóra TIF og Gunnari Viðar hdl. frá LEX lögmannsstofu.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira