Hver myndi stíga um borð í bát með galla á botninum? Enginn. Eða léti annað fólk fara á sjóinn í honum? Hver myndi telja slíkt í lagi? Varla nokkur maður. Eða hvað?
Því miður virðist þetta samt vera iðkað þegar kemur að málefnum hælisleitenda á Íslandi.
Á föstudaginn sl. fengu tveir íranskir umsækjendur um alþjóðlega vernd, úrskurð um frávísun á grundvelli Dyflinnareglugerðar, en þeir eru búnir að vera hérlendis um eitt ár. Báðir sóttu fyrst um alþjóðlega vernd í Noregi. Annar eyddi þar átta árum, hinn sjö árum áður en þeir komu til Íslands. Í Noregi fengu þeir sömu niðurstöðu og átti að senda þá tilbaka til Írans.
Norsk völdin senda flóttamenn til baka hvert sem er, og það er undrunarefni hvers vegna engin þjóð í Evrópu mótmælir þessu bersýnilega broti á alþjóðlegum flóttamannasamningum.
Mennirnir tveir eru báðir kristnir og ef þeir verða sendir til Noregs og þaðan til Írans, er líf þeirra sannarlega í hættu. Annar þeirra greindi frá viðbrögðum norskra yfirvalda við þessum aðstæðum. Ráðið sem hann fékk var: ,,Ef þú talar ekki um trú þína, þá verður þú í fínu lagi“.
Eins og margir hafa bent á, virðir Dyflinnarkerfið ekki mannslíf og er í raun ónýtt. Ástæðan er það ójafnvægi sem skapast vegna pólitískrar stefnu hvers ríkis sem á aðild að kerfinu og mismunandi fjölda flóttafólks í hverju landi.
Það skýtur skökku við að einmitt núna þegar íslenskt þjóðfélag ræðir af einlægni um málefni flóttafólks í Evrópu og meirihluti þjóðarinnar ásamt löggjafanum tjáir vilja sinn að taka á móti auknum fjölda flóttafólks, skuli íslensk yfirvöld hafna umsækjendum um alþjóðlega vernd án þess að hirða um að skoða aðstæður þeirra.
Hér er ekkert samræmi. Hér veit vinstri höndin ekki hvað sú hægri gerir. Við getum ekki kastað fólki burt um leið og við segjum vilja taka á móti fleirum. Allir fæðast með rétt til virðingar og sérhvert mannslíf er óendanlega dýrmætt.
Við biðjum í einlægni yfirvöld í málefnum útlendinga að horfa á málin út frá þessum raunveruleika. Dyflinnarkerfið er gallaður bátur sem ekki er hægt að senda fólk með á haf út. Slíkt felur ekki í sér virðingu fyrir mannslífum og slíkt er alls ekki næs.
Sem prestar og kristið fólk skorum við því á íslensk stjórnvöld á að hætta að beita Dyflinnarreglugerðinni, og efla þannig mannvirðingu og sanngirni í garð umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Ekki næs - Dyflinnarkerfið virðir ekki manneskjur
Skoðun

Hvernig höldum við samtalinu lifandi?
Achola Otieno,Shruthi Basappa,Elizabeth Lay skrifar

Hjartað á réttum stað í mannréttindum
Eva Einarsdóttir skrifar

Gjaldfelling leikskólastigsins er ekki lausnin
Jónína Einarsdóttir skrifar

Er „óveruleg“ hætta á jarðskjálftum við Straumsvík ásættanleg?
Davíð A Stefánsson skrifar

Franska til framtíðar
Rósa Elín Davíðsdóttir skrifar

Af fiskeldi og öðrum fjára – íbúalýðræði, yfirgangur og andstaða
Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar

Vistmorð: brýnt tímaspursmál
Andrés Ingi Jónsson skrifar

Í fjögur ár með skemmt eista
Steinar B. Aðalbjörnsson skrifar

Hvernig byggjum við upp grænt hagkerfi?
Kristín Linda Árnadóttir,Benedikt Gíslason skrifar

Guðni Th. Jóhannesson: Ekki lögfesta mannréttindabrot í þínu nafni!
Askur Hrafn Hannesson,Íris Björk Ágústsdóttir,Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir skrifar

Nám fyrir öll - Eldri borgara, miðaldra á krossgötum og nýstúdenta
Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir skrifar

Handtakið Davíð
Ástþór Magnússon skrifar

Hvernig er þín hamingja?
Hrund Apríl Guðmundsdóttir skrifar

Afleit vinnubrögð hjá Vatnajökulsþjóðgarði
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar

Saman mótum við skýra framtíðarsýn
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar