80.000 börn á Íslandi á flótta Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 1. september 2015 09:00 Þegar ég kom heim frá Sýrlandi eftir þriggja mánaða dvöl sem ferðamaður hvatti ég alla til að heimsækja landið. Þar væri ótrúlega margt að sjá, sagan á hverju strái og gestrisnin einstök. Auðvitað var tjáningarfrelsi lítið sem ekkert. Öll andspyrna kæfð í fæðingu. En það Sýrland sem ég sá var samt friðsælt og fallegt land þar sem milljónir manna áttu líf eins og ég og þú. Síðan kom arabíska vorið og forsetinn mætti mótmælendum með gríðarlegri hörku. Átök brutust út sem urðu að blóðugu stríði. Afleiðingarnar eru skelfilegar: Nærri tólf milljónir manna hafa endað á flótta – meira en hálf sýrlenska þjóðin. Ég skrifa þetta aftur því þetta er svo ótrúlegt: Helmingur landsmanna hefur flúið að heiman. Þetta er eins og ef tæplega 165.000 Íslendingar væru á flótta. Af þeim væru rúmlega 80.000 börn.Skrýtinn heimurÉg viðurkenni fúslega að ég hef oft grátið yfir skelfingunni í Sýrlandi. Yfir eigin vanmætti. Af hverju er þetta bilaða stríð enn í gangi? Og hvernig má vera að Evrópa loki landamærum sínum svona kirfilega fyrir flóttafólki? Ekki bara frá Sýrlandi, heldur flóttafólki almennt. Hvaða fáránlega heimi búum við í þar sem drukknuð börn mara í hálfu kafi undan ströndum ríkja sem vilja ekki vita af þeim? Ég viðurkenni líka að mitt í vanmættinum hef ég oft verið þakklát fyrir að verða þó vitni að einum umfangsmestu neyðaraðgerðum sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur nokkru sinni ráðist í. Þær eiga sér stað núna í Sýrlandi og öllum nágrannaríkjunum. Ég fylltist líka þakklæti þegar ég sá í gær og um helgina hversu margir voru tilbúnir að leggja fram sína hjálp svo hingað mættu koma fleiri flóttamenn en ella. Það er nefnilega hægt að gera svo margt. Sumt er flókið, annað sáraeinfalt. Með því að senda sms-ið UNICEF í númerið 1900 gefur þú 1.900 krónur sem fara í að hjálpa börnum frá Sýrlandi í sárri neyð. Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég kom heim frá Sýrlandi eftir þriggja mánaða dvöl sem ferðamaður hvatti ég alla til að heimsækja landið. Þar væri ótrúlega margt að sjá, sagan á hverju strái og gestrisnin einstök. Auðvitað var tjáningarfrelsi lítið sem ekkert. Öll andspyrna kæfð í fæðingu. En það Sýrland sem ég sá var samt friðsælt og fallegt land þar sem milljónir manna áttu líf eins og ég og þú. Síðan kom arabíska vorið og forsetinn mætti mótmælendum með gríðarlegri hörku. Átök brutust út sem urðu að blóðugu stríði. Afleiðingarnar eru skelfilegar: Nærri tólf milljónir manna hafa endað á flótta – meira en hálf sýrlenska þjóðin. Ég skrifa þetta aftur því þetta er svo ótrúlegt: Helmingur landsmanna hefur flúið að heiman. Þetta er eins og ef tæplega 165.000 Íslendingar væru á flótta. Af þeim væru rúmlega 80.000 börn.Skrýtinn heimurÉg viðurkenni fúslega að ég hef oft grátið yfir skelfingunni í Sýrlandi. Yfir eigin vanmætti. Af hverju er þetta bilaða stríð enn í gangi? Og hvernig má vera að Evrópa loki landamærum sínum svona kirfilega fyrir flóttafólki? Ekki bara frá Sýrlandi, heldur flóttafólki almennt. Hvaða fáránlega heimi búum við í þar sem drukknuð börn mara í hálfu kafi undan ströndum ríkja sem vilja ekki vita af þeim? Ég viðurkenni líka að mitt í vanmættinum hef ég oft verið þakklát fyrir að verða þó vitni að einum umfangsmestu neyðaraðgerðum sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur nokkru sinni ráðist í. Þær eiga sér stað núna í Sýrlandi og öllum nágrannaríkjunum. Ég fylltist líka þakklæti þegar ég sá í gær og um helgina hversu margir voru tilbúnir að leggja fram sína hjálp svo hingað mættu koma fleiri flóttamenn en ella. Það er nefnilega hægt að gera svo margt. Sumt er flókið, annað sáraeinfalt. Með því að senda sms-ið UNICEF í númerið 1900 gefur þú 1.900 krónur sem fara í að hjálpa börnum frá Sýrlandi í sárri neyð. Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar