Marple-málið: Frammíköll verjenda í vitnaleiðslum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. september 2015 13:46 Skýrslutökum í Marple-málinu lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/GVA Skýrslutökum í Marple-málinu lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Séu sakborningar teknir með í reikninginn voru vel á þriðja tug manns yfirheyrðir í dómsal vegna málsins. Þeirra á meðal voru fyrrum starfsmenn Kaupþings og lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins. Vitnaleiðslur í dag hófust þar sem þeim sleppti í gær. Fyrir dóminn kom fólk sem starfaði í endurskoðun, bókhaldi og innra eftirliti auk framkvæmdastjóra og forstöðumanna í fjárstýringu bankans á þeim tíma sem hin meintu brot áttu sér stað. Saksóknari hefur varið talsverðum tíma hingað til í að spyrja um samninga sem tengjast milljarðafærslum frá Kaupþingi á Íslandi til Kaupþings í Lúxemborg en þaðan fóru peningarnir til Marple. Ákærði Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, staðhæfði að samningur hefði verið gerður og ákærða Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, að hún hefði séð samninginn. Samningarnir hafa hins vegar aldrei fundist í tölvukerfum bankans. Þrír starfsmenn sem leituðu að samningunum að beiðni sérstaks saksóknara báru vitni í dag og upplýstu um hvernig leitinni hefði verið háttað og ljóst að skjölin væri hvergi að finna á rafrænum drifum bankans. Önnur vitni voru mörg hver spurð hvort slík skjöl hefðu ekki átt að enda inn á drifunum eða hvort slíkar upplýsingar hefðu ekki átt að koma í gegnum þeirra deildir. Slíku var ýmist svarað á þann veg að svo hefði átt að vera eða að fólk hefði ekki vitneskju um slíkt. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, spurði starfsmennina að sem leituðu í drifunum hvort leitað hefði verið í gögnum sem voru áður á skrifstofu forstjórans. Þeir sögðu að það hefði ekki verið gert. Aðra starfsmenn spurði hann hvort þeir hefðu haft almenna vitneskju um samninga eða störf forstjórans almennt. Svaraði fólk því að svo hefði ekki verið.„Veit ekkert um atvik þessa máls“ Það kom fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að verjendur, þá aðallega Sigurður G. Guðjónsson en hann ver Guðný Örnu í málinu, gerðu athugasemdir við spurningar Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara. „Hann á að gefa vitnisburð um atvik málsins en ekki gefa álit á hinu og þessu,“ sagði Sigurður er Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings á Íslandi, bar vitni. Síðar í vitnaleiðslunni svaraði Guðmundur spurningu Arnþrúðar á þann veg að hann gæti aðeins sagt til um hvernig málum hefði verið háttað innanhúss hjá Kaupþingi á Íslandi en ekki í öðrum útibúum bankans. „Dómari, er ekki rétt að hætta því að spyrja ef þetta og hefði hitt spurningum?“ spurði Sigurður og bætti við að Guðmundur væri kominn sem vitni en ekki til að gefa sérfræðiálit. „Mér sýnist hann ekkert vita um atvik þessa sérstaka máls.“Frystingin haft gífurleg íþyngjandi áhrif Katrín Þorvaldsdóttir, systir Skúla Þorvaldssonar sem er ákærður í málinu, gaf einnig skýrslu fyrir dómnum. Katrín átti hlut í tveimur félögum með Skúla en eigur hans voru kyrrsettar á meðan rannsókn málsins stóð og krefst ákæruvaldið upptöku á stórum hluta þeirra. Þar á meðal er félagið Holt Holding sem systkinin stofnuðu um aldamótin eftir að þau seldu Síld og fisk. „Peningarnir í Holt Holding eru arður af þeim eignum sem við settum í það við stofnun þess,“ segir Katrín en samkvæmt henni var nettó eiginstaða félagsins um sextíu milljónir evra í upphafi árs 2008. „Krafa um upptöku á eignunum er óskiljanleg með öllu. Þetta hefur haft gífurleg áhrif á stöðu mína. Ég þurfti til að mynda að greiða auðlegðarskatt heima á Íslandi vegna eignanna en gat ekki nýtt þær að nokkru leiti. Sá hluti var því alfarið greiddur úr eigin vasa. Frystingin hefur haft töluverð íþyngjandi áhrif fyrir mig,“ sagði Katrín. Málflutningur sækjenda og verjenda hefst í fyrramálið klukkan 08.30. Tengdar fréttir Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Marple-málið: Skúli segist hafa frétt af félaginu eftir hrun Aðalmeðferð í Marple málinu var fram haldið í dag en þá var tekin skýrsla af Skúla Þorvaldssyni síðustum þeirra sem ákærðir eru í málinu. Þá hófust einnig vitnaleiðslur. 8. september 2015 14:02 Rannsakendur hjá sérstökum hlógu að „McDonalds-réttarfari“ eftir hlerunarúrskurð Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara bar vitni í Marple-málinu í dag. 8. september 2015 17:30 Kaupþing Lúx. átti til að koma fram fyrir hönd hluthafa í hluthafaskrá Eggert Jónas Hilmarsson starfaði sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings í Lúxemborg á árunum sem hin meintu brot í Marple-málinu áttu sér stað. 8. september 2015 21:00 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Skýrslutökum í Marple-málinu lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Séu sakborningar teknir með í reikninginn voru vel á þriðja tug manns yfirheyrðir í dómsal vegna málsins. Þeirra á meðal voru fyrrum starfsmenn Kaupþings og lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins. Vitnaleiðslur í dag hófust þar sem þeim sleppti í gær. Fyrir dóminn kom fólk sem starfaði í endurskoðun, bókhaldi og innra eftirliti auk framkvæmdastjóra og forstöðumanna í fjárstýringu bankans á þeim tíma sem hin meintu brot áttu sér stað. Saksóknari hefur varið talsverðum tíma hingað til í að spyrja um samninga sem tengjast milljarðafærslum frá Kaupþingi á Íslandi til Kaupþings í Lúxemborg en þaðan fóru peningarnir til Marple. Ákærði Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, staðhæfði að samningur hefði verið gerður og ákærða Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, að hún hefði séð samninginn. Samningarnir hafa hins vegar aldrei fundist í tölvukerfum bankans. Þrír starfsmenn sem leituðu að samningunum að beiðni sérstaks saksóknara báru vitni í dag og upplýstu um hvernig leitinni hefði verið háttað og ljóst að skjölin væri hvergi að finna á rafrænum drifum bankans. Önnur vitni voru mörg hver spurð hvort slík skjöl hefðu ekki átt að enda inn á drifunum eða hvort slíkar upplýsingar hefðu ekki átt að koma í gegnum þeirra deildir. Slíku var ýmist svarað á þann veg að svo hefði átt að vera eða að fólk hefði ekki vitneskju um slíkt. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, spurði starfsmennina að sem leituðu í drifunum hvort leitað hefði verið í gögnum sem voru áður á skrifstofu forstjórans. Þeir sögðu að það hefði ekki verið gert. Aðra starfsmenn spurði hann hvort þeir hefðu haft almenna vitneskju um samninga eða störf forstjórans almennt. Svaraði fólk því að svo hefði ekki verið.„Veit ekkert um atvik þessa máls“ Það kom fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að verjendur, þá aðallega Sigurður G. Guðjónsson en hann ver Guðný Örnu í málinu, gerðu athugasemdir við spurningar Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara. „Hann á að gefa vitnisburð um atvik málsins en ekki gefa álit á hinu og þessu,“ sagði Sigurður er Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings á Íslandi, bar vitni. Síðar í vitnaleiðslunni svaraði Guðmundur spurningu Arnþrúðar á þann veg að hann gæti aðeins sagt til um hvernig málum hefði verið háttað innanhúss hjá Kaupþingi á Íslandi en ekki í öðrum útibúum bankans. „Dómari, er ekki rétt að hætta því að spyrja ef þetta og hefði hitt spurningum?“ spurði Sigurður og bætti við að Guðmundur væri kominn sem vitni en ekki til að gefa sérfræðiálit. „Mér sýnist hann ekkert vita um atvik þessa sérstaka máls.“Frystingin haft gífurleg íþyngjandi áhrif Katrín Þorvaldsdóttir, systir Skúla Þorvaldssonar sem er ákærður í málinu, gaf einnig skýrslu fyrir dómnum. Katrín átti hlut í tveimur félögum með Skúla en eigur hans voru kyrrsettar á meðan rannsókn málsins stóð og krefst ákæruvaldið upptöku á stórum hluta þeirra. Þar á meðal er félagið Holt Holding sem systkinin stofnuðu um aldamótin eftir að þau seldu Síld og fisk. „Peningarnir í Holt Holding eru arður af þeim eignum sem við settum í það við stofnun þess,“ segir Katrín en samkvæmt henni var nettó eiginstaða félagsins um sextíu milljónir evra í upphafi árs 2008. „Krafa um upptöku á eignunum er óskiljanleg með öllu. Þetta hefur haft gífurleg áhrif á stöðu mína. Ég þurfti til að mynda að greiða auðlegðarskatt heima á Íslandi vegna eignanna en gat ekki nýtt þær að nokkru leiti. Sá hluti var því alfarið greiddur úr eigin vasa. Frystingin hefur haft töluverð íþyngjandi áhrif fyrir mig,“ sagði Katrín. Málflutningur sækjenda og verjenda hefst í fyrramálið klukkan 08.30.
Tengdar fréttir Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Marple-málið: Skúli segist hafa frétt af félaginu eftir hrun Aðalmeðferð í Marple málinu var fram haldið í dag en þá var tekin skýrsla af Skúla Þorvaldssyni síðustum þeirra sem ákærðir eru í málinu. Þá hófust einnig vitnaleiðslur. 8. september 2015 14:02 Rannsakendur hjá sérstökum hlógu að „McDonalds-réttarfari“ eftir hlerunarúrskurð Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara bar vitni í Marple-málinu í dag. 8. september 2015 17:30 Kaupþing Lúx. átti til að koma fram fyrir hönd hluthafa í hluthafaskrá Eggert Jónas Hilmarsson starfaði sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings í Lúxemborg á árunum sem hin meintu brot í Marple-málinu áttu sér stað. 8. september 2015 21:00 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30
Marple-málið: Skúli segist hafa frétt af félaginu eftir hrun Aðalmeðferð í Marple málinu var fram haldið í dag en þá var tekin skýrsla af Skúla Þorvaldssyni síðustum þeirra sem ákærðir eru í málinu. Þá hófust einnig vitnaleiðslur. 8. september 2015 14:02
Rannsakendur hjá sérstökum hlógu að „McDonalds-réttarfari“ eftir hlerunarúrskurð Fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara bar vitni í Marple-málinu í dag. 8. september 2015 17:30
Kaupþing Lúx. átti til að koma fram fyrir hönd hluthafa í hluthafaskrá Eggert Jónas Hilmarsson starfaði sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings í Lúxemborg á árunum sem hin meintu brot í Marple-málinu áttu sér stað. 8. september 2015 21:00