Körfubolti

Ísland tapaði fyrir Spáni | Myndaveisla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/valli
Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á Evrópumótinu í körfubolta þegar íslensku strákarnir biðu lægri hlut fyrir gríðarlega sterku liði Spánverja, 73-99.

Íslenska liðið hélt í við það spænska í fyrri hálfleik og spilaði á köflum stórvel. Ísland náði m.a. mögnuðum 11-0 spretti í 2. leikhluta þar sem liðið breytti stöðunni úr 20-28 í 31-28.

Ísland náði mest fjögurra stiga forskoti, 34-30, þegar Jakob Örn Sigurðarson setti niður þrist þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. En þá sögðu Spánverjar hingað og ekki lengra og luku fyrri hálfleiknum á 11-2 spretti og leiddu með fimm stigum, 36-41, í hálfleik.

Spænska liðið, með Chicago Bulls-stjörnurnar Pau Gasol og Nikola Mirotic í broddi fylkingar, hafði svo öll völd á vellinum í seinni hálfleik og vann að lokum 26 stiga sigur, 73-99.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er staddur í Berlín og tók þessar skemmtilegu myndir sem fylgja fréttinni.

vísir/valli
vísir/valli
vísir/valli
vísir/valli
vísir/valli
vísir/valli
vísir/valli
vísir/valli
vísir/valli
vísir/valli

Tengdar fréttir

Haukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur

Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín.

Hörður Axel: Ég lenti á vegg í byrjun leiks

Hörður Axel Vilhjálmsson hitti ekki vel á móti Spánverjum í kvöld og viðkenndi það eftir leikinn að hann hafi lent á vegg í leiknum sem Spánverjar unnu með 26 stigum.

Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna?

Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×