Hækkun stýrivaxta skellur fyrir fólk með óverðtryggð húsnæðislán Snærós Sindradóttir skrifar 24. ágúst 2015 07:00 Seðlabanki Íslands vísir/pjetur „Ef þú ert með verðtryggð lán er ólíklegt að þetta hafi nokkur áhrif. Meiningin með vaxtahækkuninni er að halda aftur af verðbólgunni,“ segir Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur sem situr í Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Í síðustu viku ákvað bankinn að hækka stýrivexti sína um 0,5 prósent. Hækkun sem hljómar lítil en getur haft í för með sér töluverð útgjöld fyrir fólk með húsnæðislán.Katrín Ólafsdóttir lektor HR hagfræðingur peningastefnunefndMesti skellurinn er fyrir fólk sem er með óverðtryggð lán, bundin í þrjú til fimm ár, sem eru að verða óbundin um þessar mundir. Þau lán munu væntanlega taka á sig allar þær stýrivaxtabreytingar sem orðið hafa síðan lánið var tekið. Fólk með óbundin óverðtryggð lán má eiga von á 0,5 prósenta hækkun á lán sitt sem leggst jafnt á allt árið. Með hækkuninni vill Seðlabankinn stemma stigu við verðbólgu sem gæti myndast við breytta kjarasamninga. „Við erum með háa stýrivexti hér núna því vöxtur hagkerfisins er töluvert mikill. Á meðan við erum með okkar eigin gjaldmiðil, þá verðum við með hærri vexti en aðrir,“ segir Katrín. Verðbólga í júlí var 1,9 prósent en Seðlabankinn spáir því að hún rísi hratt upp í um fjögur prósent. „Við vorum með mikinn slaka hér eftir hrun en nú er sá slaki bara farinn. Við erum að fara yfir í þensluástand og erum eiginlega komin þangað. Hagstjórn er eins og foreldrahlutverkið. Þegar partíið fer í gang þá er hlutverk hagstjórnar að halda aftur af því. Og þegar fjörið dettur niður í barnaafmælinu þá koma foreldrarnir inn og reyna að koma fútti í liðið.“ Katrín segir hina svokölluðu skuldaleiðréttingu húsnæðislána ekki vera horfna alveg með hækkun stýrivaxta. „Nei en það er alveg ljóst að þegar þessi svokallaða leiðrétting kom þýddi það að nú væru meiri tekjur inni á heimilunum. Það þýðir að þetta fer að einhverju leyti út í neysluna og þenslan verður meiri. Það eykur líkurnar á vaxtahækkun.“Peningamálafundur Viðskiptaráðs 2014 Már Guðmundsson Hreggviður Jónsson Arnór Ásgeir Frosti Gylfi ReVerðbólgan nú er samt undir verðbólgumarkmiði. „Maður skilur að það sé erfitt að skilja að á meðan verðbólgan er undir markmiðum verði samt að hækka vextina. Þetta er svolítið öfugsnúið en það liggur í því að það er búið að gera þessa kjarasamninga,“ segir Katrín. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir Seðlabankann viðurkenna að verðbólgan sé ekki að bregðast jafn hratt við og búist hafði verið við. „Það eru ýmsir hlutir sem spila þar inn í, meðal annars hækkun á gengi krónunnar sem leiðir til þess að innfluttir hlutir eru ódýrari og svo vegur lækkun á olíuverði líka á móti.“ Hann segir hækkun Seðlabankans samt ekki óeðlilega. „Miðað við þessar miklu kauphækkanir hefði ég sjálfur ekki talið óeðlilegt að hækka vexti. Hins vegar er verðhjöðnun í heiminum almennt séð og hrávörur að lækka. En á Íslandi hefur það alltaf verið þannig að þegar atvinnuleysi er orðið lágt þá byrjar þrýstingur á verðlagið. Þá byrjar verðbólga. Svona hefur þetta alltaf verið.“ Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira
„Ef þú ert með verðtryggð lán er ólíklegt að þetta hafi nokkur áhrif. Meiningin með vaxtahækkuninni er að halda aftur af verðbólgunni,“ segir Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur sem situr í Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Í síðustu viku ákvað bankinn að hækka stýrivexti sína um 0,5 prósent. Hækkun sem hljómar lítil en getur haft í för með sér töluverð útgjöld fyrir fólk með húsnæðislán.Katrín Ólafsdóttir lektor HR hagfræðingur peningastefnunefndMesti skellurinn er fyrir fólk sem er með óverðtryggð lán, bundin í þrjú til fimm ár, sem eru að verða óbundin um þessar mundir. Þau lán munu væntanlega taka á sig allar þær stýrivaxtabreytingar sem orðið hafa síðan lánið var tekið. Fólk með óbundin óverðtryggð lán má eiga von á 0,5 prósenta hækkun á lán sitt sem leggst jafnt á allt árið. Með hækkuninni vill Seðlabankinn stemma stigu við verðbólgu sem gæti myndast við breytta kjarasamninga. „Við erum með háa stýrivexti hér núna því vöxtur hagkerfisins er töluvert mikill. Á meðan við erum með okkar eigin gjaldmiðil, þá verðum við með hærri vexti en aðrir,“ segir Katrín. Verðbólga í júlí var 1,9 prósent en Seðlabankinn spáir því að hún rísi hratt upp í um fjögur prósent. „Við vorum með mikinn slaka hér eftir hrun en nú er sá slaki bara farinn. Við erum að fara yfir í þensluástand og erum eiginlega komin þangað. Hagstjórn er eins og foreldrahlutverkið. Þegar partíið fer í gang þá er hlutverk hagstjórnar að halda aftur af því. Og þegar fjörið dettur niður í barnaafmælinu þá koma foreldrarnir inn og reyna að koma fútti í liðið.“ Katrín segir hina svokölluðu skuldaleiðréttingu húsnæðislána ekki vera horfna alveg með hækkun stýrivaxta. „Nei en það er alveg ljóst að þegar þessi svokallaða leiðrétting kom þýddi það að nú væru meiri tekjur inni á heimilunum. Það þýðir að þetta fer að einhverju leyti út í neysluna og þenslan verður meiri. Það eykur líkurnar á vaxtahækkun.“Peningamálafundur Viðskiptaráðs 2014 Már Guðmundsson Hreggviður Jónsson Arnór Ásgeir Frosti Gylfi ReVerðbólgan nú er samt undir verðbólgumarkmiði. „Maður skilur að það sé erfitt að skilja að á meðan verðbólgan er undir markmiðum verði samt að hækka vextina. Þetta er svolítið öfugsnúið en það liggur í því að það er búið að gera þessa kjarasamninga,“ segir Katrín. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir Seðlabankann viðurkenna að verðbólgan sé ekki að bregðast jafn hratt við og búist hafði verið við. „Það eru ýmsir hlutir sem spila þar inn í, meðal annars hækkun á gengi krónunnar sem leiðir til þess að innfluttir hlutir eru ódýrari og svo vegur lækkun á olíuverði líka á móti.“ Hann segir hækkun Seðlabankans samt ekki óeðlilega. „Miðað við þessar miklu kauphækkanir hefði ég sjálfur ekki talið óeðlilegt að hækka vexti. Hins vegar er verðhjöðnun í heiminum almennt séð og hrávörur að lækka. En á Íslandi hefur það alltaf verið þannig að þegar atvinnuleysi er orðið lágt þá byrjar þrýstingur á verðlagið. Þá byrjar verðbólga. Svona hefur þetta alltaf verið.“
Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Sjá meira