Hækkun stýrivaxta skellur fyrir fólk með óverðtryggð húsnæðislán Snærós Sindradóttir skrifar 24. ágúst 2015 07:00 Seðlabanki Íslands vísir/pjetur „Ef þú ert með verðtryggð lán er ólíklegt að þetta hafi nokkur áhrif. Meiningin með vaxtahækkuninni er að halda aftur af verðbólgunni,“ segir Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur sem situr í Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Í síðustu viku ákvað bankinn að hækka stýrivexti sína um 0,5 prósent. Hækkun sem hljómar lítil en getur haft í för með sér töluverð útgjöld fyrir fólk með húsnæðislán.Katrín Ólafsdóttir lektor HR hagfræðingur peningastefnunefndMesti skellurinn er fyrir fólk sem er með óverðtryggð lán, bundin í þrjú til fimm ár, sem eru að verða óbundin um þessar mundir. Þau lán munu væntanlega taka á sig allar þær stýrivaxtabreytingar sem orðið hafa síðan lánið var tekið. Fólk með óbundin óverðtryggð lán má eiga von á 0,5 prósenta hækkun á lán sitt sem leggst jafnt á allt árið. Með hækkuninni vill Seðlabankinn stemma stigu við verðbólgu sem gæti myndast við breytta kjarasamninga. „Við erum með háa stýrivexti hér núna því vöxtur hagkerfisins er töluvert mikill. Á meðan við erum með okkar eigin gjaldmiðil, þá verðum við með hærri vexti en aðrir,“ segir Katrín. Verðbólga í júlí var 1,9 prósent en Seðlabankinn spáir því að hún rísi hratt upp í um fjögur prósent. „Við vorum með mikinn slaka hér eftir hrun en nú er sá slaki bara farinn. Við erum að fara yfir í þensluástand og erum eiginlega komin þangað. Hagstjórn er eins og foreldrahlutverkið. Þegar partíið fer í gang þá er hlutverk hagstjórnar að halda aftur af því. Og þegar fjörið dettur niður í barnaafmælinu þá koma foreldrarnir inn og reyna að koma fútti í liðið.“ Katrín segir hina svokölluðu skuldaleiðréttingu húsnæðislána ekki vera horfna alveg með hækkun stýrivaxta. „Nei en það er alveg ljóst að þegar þessi svokallaða leiðrétting kom þýddi það að nú væru meiri tekjur inni á heimilunum. Það þýðir að þetta fer að einhverju leyti út í neysluna og þenslan verður meiri. Það eykur líkurnar á vaxtahækkun.“Peningamálafundur Viðskiptaráðs 2014 Már Guðmundsson Hreggviður Jónsson Arnór Ásgeir Frosti Gylfi ReVerðbólgan nú er samt undir verðbólgumarkmiði. „Maður skilur að það sé erfitt að skilja að á meðan verðbólgan er undir markmiðum verði samt að hækka vextina. Þetta er svolítið öfugsnúið en það liggur í því að það er búið að gera þessa kjarasamninga,“ segir Katrín. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir Seðlabankann viðurkenna að verðbólgan sé ekki að bregðast jafn hratt við og búist hafði verið við. „Það eru ýmsir hlutir sem spila þar inn í, meðal annars hækkun á gengi krónunnar sem leiðir til þess að innfluttir hlutir eru ódýrari og svo vegur lækkun á olíuverði líka á móti.“ Hann segir hækkun Seðlabankans samt ekki óeðlilega. „Miðað við þessar miklu kauphækkanir hefði ég sjálfur ekki talið óeðlilegt að hækka vexti. Hins vegar er verðhjöðnun í heiminum almennt séð og hrávörur að lækka. En á Íslandi hefur það alltaf verið þannig að þegar atvinnuleysi er orðið lágt þá byrjar þrýstingur á verðlagið. Þá byrjar verðbólga. Svona hefur þetta alltaf verið.“ Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
„Ef þú ert með verðtryggð lán er ólíklegt að þetta hafi nokkur áhrif. Meiningin með vaxtahækkuninni er að halda aftur af verðbólgunni,“ segir Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur sem situr í Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Í síðustu viku ákvað bankinn að hækka stýrivexti sína um 0,5 prósent. Hækkun sem hljómar lítil en getur haft í för með sér töluverð útgjöld fyrir fólk með húsnæðislán.Katrín Ólafsdóttir lektor HR hagfræðingur peningastefnunefndMesti skellurinn er fyrir fólk sem er með óverðtryggð lán, bundin í þrjú til fimm ár, sem eru að verða óbundin um þessar mundir. Þau lán munu væntanlega taka á sig allar þær stýrivaxtabreytingar sem orðið hafa síðan lánið var tekið. Fólk með óbundin óverðtryggð lán má eiga von á 0,5 prósenta hækkun á lán sitt sem leggst jafnt á allt árið. Með hækkuninni vill Seðlabankinn stemma stigu við verðbólgu sem gæti myndast við breytta kjarasamninga. „Við erum með háa stýrivexti hér núna því vöxtur hagkerfisins er töluvert mikill. Á meðan við erum með okkar eigin gjaldmiðil, þá verðum við með hærri vexti en aðrir,“ segir Katrín. Verðbólga í júlí var 1,9 prósent en Seðlabankinn spáir því að hún rísi hratt upp í um fjögur prósent. „Við vorum með mikinn slaka hér eftir hrun en nú er sá slaki bara farinn. Við erum að fara yfir í þensluástand og erum eiginlega komin þangað. Hagstjórn er eins og foreldrahlutverkið. Þegar partíið fer í gang þá er hlutverk hagstjórnar að halda aftur af því. Og þegar fjörið dettur niður í barnaafmælinu þá koma foreldrarnir inn og reyna að koma fútti í liðið.“ Katrín segir hina svokölluðu skuldaleiðréttingu húsnæðislána ekki vera horfna alveg með hækkun stýrivaxta. „Nei en það er alveg ljóst að þegar þessi svokallaða leiðrétting kom þýddi það að nú væru meiri tekjur inni á heimilunum. Það þýðir að þetta fer að einhverju leyti út í neysluna og þenslan verður meiri. Það eykur líkurnar á vaxtahækkun.“Peningamálafundur Viðskiptaráðs 2014 Már Guðmundsson Hreggviður Jónsson Arnór Ásgeir Frosti Gylfi ReVerðbólgan nú er samt undir verðbólgumarkmiði. „Maður skilur að það sé erfitt að skilja að á meðan verðbólgan er undir markmiðum verði samt að hækka vextina. Þetta er svolítið öfugsnúið en það liggur í því að það er búið að gera þessa kjarasamninga,“ segir Katrín. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir Seðlabankann viðurkenna að verðbólgan sé ekki að bregðast jafn hratt við og búist hafði verið við. „Það eru ýmsir hlutir sem spila þar inn í, meðal annars hækkun á gengi krónunnar sem leiðir til þess að innfluttir hlutir eru ódýrari og svo vegur lækkun á olíuverði líka á móti.“ Hann segir hækkun Seðlabankans samt ekki óeðlilega. „Miðað við þessar miklu kauphækkanir hefði ég sjálfur ekki talið óeðlilegt að hækka vexti. Hins vegar er verðhjöðnun í heiminum almennt séð og hrávörur að lækka. En á Íslandi hefur það alltaf verið þannig að þegar atvinnuleysi er orðið lágt þá byrjar þrýstingur á verðlagið. Þá byrjar verðbólga. Svona hefur þetta alltaf verið.“
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira