KR segir sig úr keppni í Dominos-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2015 23:09 Björg Guðrún Einarsdóttir var fulltrúi KR í A-landsliði kvenna í sumar en hún ætlaði ekki að spila áfram í Vesturbænum. Vísir/Vilhelm Kvennalið KR verður ekki með í Dominos-deild kvenna á komandi vetri en stjórn körfuknattleiksdeildar KR ákvað í kvöld að segja sig úr keppni. Bergþóra Holton Tómasdóttir var með samning við KR-liðið en hún mun ekki spila með liðinu í 1. deildinni og leyfir KR henni að finna sér annað lið í Dominos-deildinni. KR-liðið hefur misst marga lykilmenn í sumar og það mat stjórnarinnar að þær ungu stelpur sem skipa nú meistaraflokk kvenna eigi frekar erindi í 1. deildina en í Dominos-deildina. Í fréttatilkynningu sem KR sendi frá sér í kvöld kemur fram að metnaður KR sé að skipa öflugt lið í báðum meistaraflokkum félagsins og að hvergi verði slakað á í umgjörð kvennaliðsins.Fréttatilkynning frá körfuknattleiksdeild KR Eftir að hafa metið stöðu meistaraflokks kvenna hjá KR hefur stjórn deildarinnar ákveðið að það sé langtíma hagsmunum liðsins og félagsins fyrir bestu að KR segi sig úr keppni í Dominosdeild kvenna og taki þátt í 1. deild kvenna á komandi tímabili. Sannarlega ekki sú staða sem lagt var upp með eftir síðasta tímabil en eftir það sem á undan hefur gengið í leikmannamálum í sumar er það raunsætt mat að sá efnilegi en jafnframt ungi hópur sem telur meistaraflokk kvenna eigi frekar erindi í 1. deild. Metnaður KR er að skipa öflugt lið í báðum meistaraflokkum félagsins og hvergi verður slakað á í umgjörð kvennaliðsins. Markmiðið er nú að byggja upp þá ungu leikmenn sem munu koma úr yngri flokka starfinu, byggja upp öfluga leikmenn sem munu innan fárra ára koma KR aftur í fremstu röð í kvennaboltanum. Leikmönnum og þjálfara var tilkynnt þessi niðurstaða og þessi framtíðarsýn á fundi með stjórn í kvöld. Björn Einarsson var ráðinn þjálfari liðsins síðastliðið vor og hefur hann skiljanlega fengið frest til að ákveða hvort hann fylgji liðinu í 1. deild. Þá er ljóst að landsliðskonan Bergþóra Holton mun ekki leika með KR í 1. deild og virðir stjórn kkd KR ákvörðun hennar og óskar henni alls hins besta í framtíðinni. Það er von stjórnar að aðrir leikmenn taki slaginn, með þeim ungu leikmönnum sem fyrir eru. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Valur og KR ræddu að tefla fram sameiginlegu liði Óvissa um framhaldið hjá kvennaliðum KR og Vals í körfubolta. 24. ágúst 2015 13:15 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Kvennalið KR verður ekki með í Dominos-deild kvenna á komandi vetri en stjórn körfuknattleiksdeildar KR ákvað í kvöld að segja sig úr keppni. Bergþóra Holton Tómasdóttir var með samning við KR-liðið en hún mun ekki spila með liðinu í 1. deildinni og leyfir KR henni að finna sér annað lið í Dominos-deildinni. KR-liðið hefur misst marga lykilmenn í sumar og það mat stjórnarinnar að þær ungu stelpur sem skipa nú meistaraflokk kvenna eigi frekar erindi í 1. deildina en í Dominos-deildina. Í fréttatilkynningu sem KR sendi frá sér í kvöld kemur fram að metnaður KR sé að skipa öflugt lið í báðum meistaraflokkum félagsins og að hvergi verði slakað á í umgjörð kvennaliðsins.Fréttatilkynning frá körfuknattleiksdeild KR Eftir að hafa metið stöðu meistaraflokks kvenna hjá KR hefur stjórn deildarinnar ákveðið að það sé langtíma hagsmunum liðsins og félagsins fyrir bestu að KR segi sig úr keppni í Dominosdeild kvenna og taki þátt í 1. deild kvenna á komandi tímabili. Sannarlega ekki sú staða sem lagt var upp með eftir síðasta tímabil en eftir það sem á undan hefur gengið í leikmannamálum í sumar er það raunsætt mat að sá efnilegi en jafnframt ungi hópur sem telur meistaraflokk kvenna eigi frekar erindi í 1. deild. Metnaður KR er að skipa öflugt lið í báðum meistaraflokkum félagsins og hvergi verður slakað á í umgjörð kvennaliðsins. Markmiðið er nú að byggja upp þá ungu leikmenn sem munu koma úr yngri flokka starfinu, byggja upp öfluga leikmenn sem munu innan fárra ára koma KR aftur í fremstu röð í kvennaboltanum. Leikmönnum og þjálfara var tilkynnt þessi niðurstaða og þessi framtíðarsýn á fundi með stjórn í kvöld. Björn Einarsson var ráðinn þjálfari liðsins síðastliðið vor og hefur hann skiljanlega fengið frest til að ákveða hvort hann fylgji liðinu í 1. deild. Þá er ljóst að landsliðskonan Bergþóra Holton mun ekki leika með KR í 1. deild og virðir stjórn kkd KR ákvörðun hennar og óskar henni alls hins besta í framtíðinni. Það er von stjórnar að aðrir leikmenn taki slaginn, með þeim ungu leikmönnum sem fyrir eru.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Valur og KR ræddu að tefla fram sameiginlegu liði Óvissa um framhaldið hjá kvennaliðum KR og Vals í körfubolta. 24. ágúst 2015 13:15 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Valur og KR ræddu að tefla fram sameiginlegu liði Óvissa um framhaldið hjá kvennaliðum KR og Vals í körfubolta. 24. ágúst 2015 13:15