Fyrsta „smurbrauðsjómfrúin“ leggur svuntuna á hilluna Heimir Már Pétursson skrifar 26. ágúst 2015 20:22 Jakob Jakobsson, fyrsti karlmaðurinn sem útskrifaðist með þann virðulega titil "smurbrauðsjómfrú" í Danmörku og rekið hefur veitingastaðinn Jómrúna í Reykjavík með eiginmanni sínum Guðmundi Guðjónssyni í tæp 20 ár, leggur brátt svuntuna á hilluna. En það þýðir ekki að þar með heyri Jómfrúin sögunni til því Jakob og Guðmundur hafa selt staðinn til veitingahúsafjárfestanna Birgis Bieltvedt og eiginkonu hans Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur og sonar Jakobs, nafna hans Jakobs Einars, sem sjá munu um reksturinn í framtíðinni. Stöð 2 leit við hjá Jómfrúnum í dag. Þegar Jakob eldri var spurður að því hve mörg smurbrauð hann hefur selt á þessum tuttugu ára ferli sagðist hann aldrei hafa tekið það saman en taldi upp á, og studdist við "lauslega útreikninga", að hvert mannsbarn á Ísland hefði komið inn á Jómfrúna um fimmtíu sinnum. Hann og Guðmundur höfðu íhugað það að láta staðar numið með reksturinn og þegar Jakob yngri var tilbúinn að stíga inn í hann létu þeir slag standa. Jakob Einar sagðist vera nánast uppalinn á staðnum frá unglingsaldri og er spenntur fyrir framhaldinu. Spurður hvort hann sjái fyrir sér einhverjar breytingar á rekstrinum svaraði hann: „Við ætlum í fyrsta lagi ekki að breyta til að breyta en við sjáum fyrir okkur að reyna að efla kannski reksturinn að einhverju leyti. Lengja opnunartímann sem ég held að verði vel liðið hjá flestum af okkar kúnnum.“ Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Jakob Jakobsson, fyrsti karlmaðurinn sem útskrifaðist með þann virðulega titil "smurbrauðsjómfrú" í Danmörku og rekið hefur veitingastaðinn Jómrúna í Reykjavík með eiginmanni sínum Guðmundi Guðjónssyni í tæp 20 ár, leggur brátt svuntuna á hilluna. En það þýðir ekki að þar með heyri Jómfrúin sögunni til því Jakob og Guðmundur hafa selt staðinn til veitingahúsafjárfestanna Birgis Bieltvedt og eiginkonu hans Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur og sonar Jakobs, nafna hans Jakobs Einars, sem sjá munu um reksturinn í framtíðinni. Stöð 2 leit við hjá Jómfrúnum í dag. Þegar Jakob eldri var spurður að því hve mörg smurbrauð hann hefur selt á þessum tuttugu ára ferli sagðist hann aldrei hafa tekið það saman en taldi upp á, og studdist við "lauslega útreikninga", að hvert mannsbarn á Ísland hefði komið inn á Jómfrúna um fimmtíu sinnum. Hann og Guðmundur höfðu íhugað það að láta staðar numið með reksturinn og þegar Jakob yngri var tilbúinn að stíga inn í hann létu þeir slag standa. Jakob Einar sagðist vera nánast uppalinn á staðnum frá unglingsaldri og er spenntur fyrir framhaldinu. Spurður hvort hann sjái fyrir sér einhverjar breytingar á rekstrinum svaraði hann: „Við ætlum í fyrsta lagi ekki að breyta til að breyta en við sjáum fyrir okkur að reyna að efla kannski reksturinn að einhverju leyti. Lengja opnunartímann sem ég held að verði vel liðið hjá flestum af okkar kúnnum.“
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira