Viðskipti innlent

Starfsmenn ISAL afboða verkfall

Atli Ísleifsson skrifar
Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. Vísir/Vilhelm
Samninganefnd verkalýðsfélaga starfsmanna ISAL hefur tilkynnt um afboðun boðaðs allsherjarverkfalls sem koma átti til framkvæmda 1. september 2015.

Í tilkynningu frá nefndinni segir að ákvörðunin sé tekin „vegna ítrekaðra fullyrðinga stjórnenda RTA, að komi til allsherjarverkfalls leiði það til lokunar fyrirtækisins, einnig til að fyrirbyggja að stjórnendur RTA geti notað samingaviðræður til þess.“

Þá segir að samninganefndin leggi áherslu á að tilgangur og markmið aðgerðanna sé að ná samningum um bætt kjör starfsmanna en ekki lokun fyrirtækisins.

„Með þessu vill samninganefndin skapa umhverfi til þess að fá viðsemjendur okkar að samningsborðinu til raunhæfra viðræðna um bætt kjör starfsfólks ISAL.“


Tengdar fréttir

Starfsmenn hræðast afstöðu Rio Tinto

Nokkrar undanþágur hafa verið veittar á yfirvinnubanni starfsmanna álversins í Straumsvík um helgina tryggja öryggi og að ekki verði tjón á búnaði eða framleiðslu.

Krafa um aukna heimild til verktöku lögð til hliðar

Forgangskrafa stjórnenda álversins í Straumsvík um aukna heimild til verktöku verður lögð til hliðar á meðan launakjör starfsmanna verða rædd. Þetta var ákveðið á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Annar fundur er boðaður á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×