Segjast ekki vera að láta undan hótunum um lokun Heimir Már Pétursson skrifar 12. ágúst 2015 19:45 Talsmaður samninganefndar starfsmanna í álverinu í Straumsvík segir stéttarfélögin ekki vera að láta undan hótunum um lokun fyrirtækisins með því að afboða verkfall hjá Ísal um næstu mánaðamót. Hann vonist hins vegar til að þessi ákvörðun liðki fyrir samningnum. Mikill hiti hefur verið í viðræðum starfsmanna álversins í Straumsvík og fyrirtækisins undanfarna mánuði en þeir hafa verið í yfirvinnubanni um nokkurra vikna skeið. Deilan hefur að mestu snúist um kröfu Ísal um aukna verktöku, sem er í anda starfsemi hins bandaríska móðurfélags Rio Tinto Alcan. Boðað hafði verið til allsherjarverkfalls í álverinu hinn 1. september ef samningar nást ekki en fyrirtækið hefur sagt að það gæti þýtt að starfsemi þess á Íslandi yrði hætt. Í dag tilkynntu verkalýðsfélögin hins vegar að þau hefðu fallið frá verkfallsboðuninni. Gylfi Ingvarsson talsmaður samninganefndarinnar segir starfsmenn ekki vera að láta undan hótunum fyrirtækisins um lokun með þessari ákvörðun. „Nei, það er langur vegur frá. Við erum fyrst og fremst að skapa stöðu til þess að takast á um það sem skiptir mestu máli. Það er að bæta kjörin,” segir Gylfi. Þessi hótun Ísal og Rio Tinto Alcan hafi ítrekað verið sett fram undanfarin misseri. Menn hafi einfaldlega talið þetta skynsamlega ákvörðun í stöðunni og yfirvinnubannið sem hafi bitið nokkuð haldi áfram.Með því að falla frá verkfallsboðuninni, er þá ekki dálítill þungi farinn úr ykkar baráttu?„Nei ég tel ekki svo vera. Vegna þess að þetta léttir nokkuð mikið á því umhverfi sem við erum í að ræðast við og við urðum strax vör við það í gær. En til hvers það leiðir endanlega á eftir að koma í ljós af því við ætlum að hittast aftur á föstudaginn,“ segir Gylfi. Vonandi leiði þetta til alvöru viðræðna og samninga. En slæm staða fyrirtæksins sé ekki starfsmönnum og þeirra kjörum að kenna heldur ákvörðunum fyrirtækisins sjálfs á undanförnum árum.Þannig að þið trúið semsagt hótuninni?„Það er nú bara þannig að Rio Tinto er harður aðili við að eiga. Við erum að upplifa það sem önnur fyrirtæki úti í heimi hafa staðið í stríði við. Við erum að upplifa það núna hér,“ segir Gylfi Ingvarsson. Tengdar fréttir Starfsmenn ISAL afboða verkfall Samninganefnd segir ákvörðunina tekna "vegna ítrekaðra fullyrðinga stjórnenda RTA, að komi til allsherjarverkfalls leiði það til lokunar fyrirtækisins“. 12. ágúst 2015 12:39 Forstjóri ISAL: Aukin verktaka hefur áhrif á þrjátíu til fjörtíu störf Rannveig Rist hefur sent starfsmönnum álversins í Straumsvík bréf vegna stöðu mála í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. 7. ágúst 2015 22:25 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Talsmaður samninganefndar starfsmanna í álverinu í Straumsvík segir stéttarfélögin ekki vera að láta undan hótunum um lokun fyrirtækisins með því að afboða verkfall hjá Ísal um næstu mánaðamót. Hann vonist hins vegar til að þessi ákvörðun liðki fyrir samningnum. Mikill hiti hefur verið í viðræðum starfsmanna álversins í Straumsvík og fyrirtækisins undanfarna mánuði en þeir hafa verið í yfirvinnubanni um nokkurra vikna skeið. Deilan hefur að mestu snúist um kröfu Ísal um aukna verktöku, sem er í anda starfsemi hins bandaríska móðurfélags Rio Tinto Alcan. Boðað hafði verið til allsherjarverkfalls í álverinu hinn 1. september ef samningar nást ekki en fyrirtækið hefur sagt að það gæti þýtt að starfsemi þess á Íslandi yrði hætt. Í dag tilkynntu verkalýðsfélögin hins vegar að þau hefðu fallið frá verkfallsboðuninni. Gylfi Ingvarsson talsmaður samninganefndarinnar segir starfsmenn ekki vera að láta undan hótunum fyrirtækisins um lokun með þessari ákvörðun. „Nei, það er langur vegur frá. Við erum fyrst og fremst að skapa stöðu til þess að takast á um það sem skiptir mestu máli. Það er að bæta kjörin,” segir Gylfi. Þessi hótun Ísal og Rio Tinto Alcan hafi ítrekað verið sett fram undanfarin misseri. Menn hafi einfaldlega talið þetta skynsamlega ákvörðun í stöðunni og yfirvinnubannið sem hafi bitið nokkuð haldi áfram.Með því að falla frá verkfallsboðuninni, er þá ekki dálítill þungi farinn úr ykkar baráttu?„Nei ég tel ekki svo vera. Vegna þess að þetta léttir nokkuð mikið á því umhverfi sem við erum í að ræðast við og við urðum strax vör við það í gær. En til hvers það leiðir endanlega á eftir að koma í ljós af því við ætlum að hittast aftur á föstudaginn,“ segir Gylfi. Vonandi leiði þetta til alvöru viðræðna og samninga. En slæm staða fyrirtæksins sé ekki starfsmönnum og þeirra kjörum að kenna heldur ákvörðunum fyrirtækisins sjálfs á undanförnum árum.Þannig að þið trúið semsagt hótuninni?„Það er nú bara þannig að Rio Tinto er harður aðili við að eiga. Við erum að upplifa það sem önnur fyrirtæki úti í heimi hafa staðið í stríði við. Við erum að upplifa það núna hér,“ segir Gylfi Ingvarsson.
Tengdar fréttir Starfsmenn ISAL afboða verkfall Samninganefnd segir ákvörðunina tekna "vegna ítrekaðra fullyrðinga stjórnenda RTA, að komi til allsherjarverkfalls leiði það til lokunar fyrirtækisins“. 12. ágúst 2015 12:39 Forstjóri ISAL: Aukin verktaka hefur áhrif á þrjátíu til fjörtíu störf Rannveig Rist hefur sent starfsmönnum álversins í Straumsvík bréf vegna stöðu mála í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. 7. ágúst 2015 22:25 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Starfsmenn ISAL afboða verkfall Samninganefnd segir ákvörðunina tekna "vegna ítrekaðra fullyrðinga stjórnenda RTA, að komi til allsherjarverkfalls leiði það til lokunar fyrirtækisins“. 12. ágúst 2015 12:39
Forstjóri ISAL: Aukin verktaka hefur áhrif á þrjátíu til fjörtíu störf Rannveig Rist hefur sent starfsmönnum álversins í Straumsvík bréf vegna stöðu mála í kjaradeilu þeirra við fyrirtækið. 7. ágúst 2015 22:25