Bankastjóri Landsbankans: Bankinn sparar með nýjum höfuðstöðvum Heimir Már Pétursson skrifar 23. júlí 2015 20:04 Landsbankinn fékk lóð undir nýjar höfuðstöðvar á um þrefalt lægra verði en lóðir í miðborginni eru að fara á í dag. Bankastjóri bankans segir byggingu nýrra höfuðstöðva stuðla að sparnaði í rekstri sem komi bæði eigendum bankans og viðskiptavinum til góða. Byggingaráform Landsbankans í holunni við hliðina á Hörpu hafa vakið hörð viðbrögð í þjóðfélaginu og jafnvel verið kölluð bruðl og óþarfi. Vissulega má deila um staðsetningu byggingarinnar en eitt er víst að Landsbankinn fékk lóðina á afar góðum kjörum og jarðvegsvinnu á lóðinni er að auki lokið. Bankinn fékk lóðina á 58 þúsund krónur fermetrann en innifalið í því verði voru gatnagerðargjöld sem eru um 19.000 krónur. Því má segja að fermetraverðið sé 39 þúsund krónur sem telst mjög lágt verð. Nú stendur til að byggja íbúðablokkir á lóðinni við hótel Marina við hlið gamla slippsins. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var fermetraverð lóðarinnar um eitt hundrað þúsund krónur, eða tæplega þrisvar sinnum hærra en verðið á Landsbankalóðinni. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir áætlað að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, að lóðarkostnaði meðtöldum, kosti átta milljarða króna sem borgi sig upp á tíu árum.Hagkvæm fjárfesting„Þetta er hagkvæm fjárfesting. Við erum að spara 700 milljónir króna á ári. Þannig að þetta kemur strax til baka. Rekstrarreikningur bankans verður þá 700 milljónum króna betri en hann er í dag,“ segir Steinþór. Þessi fjárfesting muni því árlega gera bankanum betur kleift að greiða eiganda sínum, ríkinu, arð og lækka kostnað viðskiptavina bankans. Hér sé ekki um montbyggingu að ræða enda sé bankinn í dag í einu fallegasta húsi landsins.Sjá einnig: Kári Stefánsson vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Það hafa margir blandað sér í þessa umræðu. Þeirra á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hann hefur talað um að bankinn gæti einfaldlega farið inn í Tollstjórabygginguna. Hún ætti að duga bankanum? „Já, Tollhúsið. Ég er alveg sammála forsætisráðherra um að það er glæsileg bygging. Þetta er skrifstofubygging að stórum hluta,“ segir Steinþór. En ef hún væri á lausu þyrfti að eyða töluverðu fé í að laga hana og byggja við hana. Hann hafi kannað kaup á henni fyrir nokkrum árum. „Svörin komu til baka um að ríkið ætlaði að nýta þetta fyrir tollstjóra og fleira. Þannig datt það upp fyrir þá,“ segir Steinþór. Hann segir verðið á Hörpureitunum hafa verið gott og bankinn vilji vera með starfsemi í návígi við aðra fjármálastarfsemi í landinu, sem og þjóna viðskiptavinum og ferðamönnum. Þá segir hann eigendur bankans, ríkissjóð, geta og hafa komið að málum því aðalfundur hafi verið haldinn frá því lóðin var keypt. „Næsti skipulagði fundur er í vor. Þá verða engar framkvæmdir hafnar. Þannig að aðkoma eigenda er tryggð. Þeir geta þá sett sitt sjónarhorn á allt málið,“ segir Steinþór. En Landsbankinn er ekki einn í byggingarhugleiðingum. Íslandsbanki er með um sjö þúsund fermetra höfuðstöðvar á Kirkjusandi og er að skoða að stækka þær um nokkur þúsund fermetra. En höfuðstöðvar Íslandsbanka eru nú á þremur stöðum í borginni. Tengdar fréttir Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Níu af tíu á móti fyrirætlunum Landsbankans um að byggja átta milljarða króna byggingu við höfnina. 15. júlí 2015 07:49 Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, gagnrýnir byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Hún segist gapandi á kröfunni um ráðstöfun ríkisfjár í hin og þessi gæluverkefni. 13. júlí 2015 17:44 Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Landsbankinn fékk lóð undir nýjar höfuðstöðvar á um þrefalt lægra verði en lóðir í miðborginni eru að fara á í dag. Bankastjóri bankans segir byggingu nýrra höfuðstöðva stuðla að sparnaði í rekstri sem komi bæði eigendum bankans og viðskiptavinum til góða. Byggingaráform Landsbankans í holunni við hliðina á Hörpu hafa vakið hörð viðbrögð í þjóðfélaginu og jafnvel verið kölluð bruðl og óþarfi. Vissulega má deila um staðsetningu byggingarinnar en eitt er víst að Landsbankinn fékk lóðina á afar góðum kjörum og jarðvegsvinnu á lóðinni er að auki lokið. Bankinn fékk lóðina á 58 þúsund krónur fermetrann en innifalið í því verði voru gatnagerðargjöld sem eru um 19.000 krónur. Því má segja að fermetraverðið sé 39 þúsund krónur sem telst mjög lágt verð. Nú stendur til að byggja íbúðablokkir á lóðinni við hótel Marina við hlið gamla slippsins. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var fermetraverð lóðarinnar um eitt hundrað þúsund krónur, eða tæplega þrisvar sinnum hærra en verðið á Landsbankalóðinni. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir áætlað að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, að lóðarkostnaði meðtöldum, kosti átta milljarða króna sem borgi sig upp á tíu árum.Hagkvæm fjárfesting„Þetta er hagkvæm fjárfesting. Við erum að spara 700 milljónir króna á ári. Þannig að þetta kemur strax til baka. Rekstrarreikningur bankans verður þá 700 milljónum króna betri en hann er í dag,“ segir Steinþór. Þessi fjárfesting muni því árlega gera bankanum betur kleift að greiða eiganda sínum, ríkinu, arð og lækka kostnað viðskiptavina bankans. Hér sé ekki um montbyggingu að ræða enda sé bankinn í dag í einu fallegasta húsi landsins.Sjá einnig: Kári Stefánsson vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Það hafa margir blandað sér í þessa umræðu. Þeirra á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Hann hefur talað um að bankinn gæti einfaldlega farið inn í Tollstjórabygginguna. Hún ætti að duga bankanum? „Já, Tollhúsið. Ég er alveg sammála forsætisráðherra um að það er glæsileg bygging. Þetta er skrifstofubygging að stórum hluta,“ segir Steinþór. En ef hún væri á lausu þyrfti að eyða töluverðu fé í að laga hana og byggja við hana. Hann hafi kannað kaup á henni fyrir nokkrum árum. „Svörin komu til baka um að ríkið ætlaði að nýta þetta fyrir tollstjóra og fleira. Þannig datt það upp fyrir þá,“ segir Steinþór. Hann segir verðið á Hörpureitunum hafa verið gott og bankinn vilji vera með starfsemi í návígi við aðra fjármálastarfsemi í landinu, sem og þjóna viðskiptavinum og ferðamönnum. Þá segir hann eigendur bankans, ríkissjóð, geta og hafa komið að málum því aðalfundur hafi verið haldinn frá því lóðin var keypt. „Næsti skipulagði fundur er í vor. Þá verða engar framkvæmdir hafnar. Þannig að aðkoma eigenda er tryggð. Þeir geta þá sett sitt sjónarhorn á allt málið,“ segir Steinþór. En Landsbankinn er ekki einn í byggingarhugleiðingum. Íslandsbanki er með um sjö þúsund fermetra höfuðstöðvar á Kirkjusandi og er að skoða að stækka þær um nokkur þúsund fermetra. En höfuðstöðvar Íslandsbanka eru nú á þremur stöðum í borginni.
Tengdar fréttir Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Níu af tíu á móti fyrirætlunum Landsbankans um að byggja átta milljarða króna byggingu við höfnina. 15. júlí 2015 07:49 Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, gagnrýnir byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Hún segist gapandi á kröfunni um ráðstöfun ríkisfjár í hin og þessi gæluverkefni. 13. júlí 2015 17:44 Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“ Níu af tíu á móti fyrirætlunum Landsbankans um að byggja átta milljarða króna byggingu við höfnina. 15. júlí 2015 07:49
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, gagnrýnir byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Hún segist gapandi á kröfunni um ráðstöfun ríkisfjár í hin og þessi gæluverkefni. 13. júlí 2015 17:44
Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00
Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18
Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41