Viðskipti innlent

Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn

Bjarki Ármannsson skrifar
Óskað er eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti.
Óskað er eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. Vísir/GVA
Nánast öll starfsemi Landsbankans í Reykjavík verður færð undir eitt þak með fyrirhugaðri nýbyggingu við Austurhöfn. Kostnaður við byggingu nýja hússins er áætlaður um átta milljarðar króna en gert er ráð fyrir að fjárfestingin borgi sig upp á um tíu árum frá því að húsið er tekið í notkun.

Samkeppni um hönnun nýbyggingarinnar í samvinnu við Arkitektafélag Íslands verður kynnt í ágúst. Í tilkynningu frá bankanum segir að lögð verði áhersla á að hanna fallega, hagkvæma og vistvæna byggingu sem verði hægt að þróa í takt við breytingar á starfsemi og umsvifum bankans.

Janframt hefur verið opnuð hugmyndagátt á vef Landsbankans um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti 11, eins helsta kennileitis miðborgarinnar. Í tilkynningunni segir að það sé bankanum kappsmál að húsið fái verðugt hlutverk í almannaþágu til framtíðar.

„Við flutning starfseminnar mun bankinn að auki selja fasteignir fyrir vel yfir einn milljarð króna,“ segir í tilkynningunni. „Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaður húsnæðis lækki um 700 milljónir króna á ári. Núvirtur ávinningur af flutningi bankans í nýtt húsnæði við Austurbakka er metinn 4,3 milljarðar króna.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.