Milljónir af verðlaunafé Katrínar Tönju fara í skatt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2015 11:45 Katrín Tanja og Sara Sigmundsdóttir á verðlaunapallinum í Kaliforníu. Mynd/Crossfit Games Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem ber titilinn hraustasta kona í heimi eftir sigur í kvennaflokki á Crossfit-leikunum, fékk tæplega 38 milljónir króna í verðlaun fyrir sigur sinn. Leikarnir hafa verið haldnir frá því árið 2007 en tóku miklum breytingum með innkomu íþróttavöruframleiðandans Reebok. Verðlaunafé á fyrstu leikunum var 500$ en fyrsta sæti í karla- og kvennaflokki í ár fengu 275 þúsund dollara í sinn hlut. Verðlaunaféð er það sama í karla- og kvennaflokki. Crossfit-heimsleikarnir eru haldnir af fyrirtækinu Crossfit Inc sem Greg Glassman og Lauren Jenai stofnuðu í Kaliforníu árið 2000.Best moment of my life. | 2015 Fittest on earth. That. Really. Happened. So greatful for all the support system i have...Posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir on Monday, July 27, 2015 Katrín Tanja, sem vann dramatískan og óvæntan sigur, fékk 275 þúsund dollara fyrir fyrsta sætið en auk þess verðlaunafé fyrir að hafna í efstu sætum í einstökum greinum. Í heildina nam verðlaunaféð tæplega 38 milljónum króna. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir, sem höfnuðu í þriðja sæti í sínum greinum, fengu um átta milljónir króna í sinn hlut.Öll verðlaun skattskyld Katrín Tanja er búsett á Íslandi og með lögheimili hér á landi. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte, segir ljóst að Katrín Tanja sé skattskyld á Íslandi. Hins vegar skipti máli það land sem verðlaunin eru unnin í, þ.e. hvaða lög og reglur gildi þar með tilliti til skattgreiðslna af verðlaunafé.Testing the waters this morning!; Few flips on the paddle board buuuuut other than that i think we all nailed it heh! #1DAY @Reebok @crossfitgames #2015GamesPosted by Katrín Tanja Davíðsdóttir on Tuesday, July 21, 2015 „Öll svona verðlaun eru skattskyld eins og venjuleg laun,“ segir Vala í samtali við Vísi. „Það er heimalöggjöfin sem skiptir máli.“Í reglum Crossfit-leikanna er ítrekað minnt á að sigurvegarar verði að greiða skatt af verðlaunafé sínu. Ekki er tekið fram að skattinn eigi að greiða vestanhafs en þó má telja líkur á því. Til samanburðar má nefna að þeir sem spila í lottó hér á landi þurfa ekki að greiða skatt af vinningum sínum eins og í tilfelli hjónanna sem unnu 162 milljónir króna í júní.Reglur og skattar mismunandi á milli fylkja Steinþór Haraldsson hjá ríkisskattstjóra kannast við dæmi þess að útlendingar hafi unnið til verðlauna vestanhafs. Hann þekki ekki nákvæmlega til þess hvernig því sé háttað í tilfelli Crossfit en innanlandsreglur gildi. Þær geti líka verið mismunandi á milli fylkja.Sjá einnig:Yfirþjálfari hjá Crossfit Reykjavík aldrei séð stera Steinþór og Vala minna á tvísköttunarsamning á milli Íslands og Bandaríkjanna sem eigi að koma í veg fyrir að greiddur sé skattur á báðum stöðum. Féð geti verið skattskylt á báðum stöðum. Þá myndi skatttaka í Bandaríkjunum koma til frádráttar við útreikning á skatti hér á Íslandi.Seventh time's the charm for Ben Smith and Katrin Davidsdottir finds redemption after missing the Games in 2014. #FittestonEarthPosted by The CrossFit Games on Monday, July 27, 2015 Það er því óljóst nákvæmlega hve margar milljónir munu standa eftir af þeim 38 milljónum sem Katrín Tanja vann vestanhafs, þ.e. þegar greiddur hefur verið skattur af þeim. Hins vegar er ljóst að skattinn þarf að greiða. Tekjuskattur í Kaliforníu er rúmlega 13 prósent en önnur gjöld og skatta gæti þurft að greiða. Ljóst er að töluverður kostnaður er af ferðalögum og æfingum hjá afreksfólki á borð við Katrínu Tönju sem hægt er að nota á móti sem útlagðan kostnað.Afrekskonurnar Annie Mist og Katrín Tanja eru miklar vinkonur. Hér að neðan má sjá mynd frá heimsókn þeirra vinkvenna á Gullfoss í vetur.Incredible day with these guys today; Rest day well used for being tourists for the day.Posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir on Sunday, April 12, 2015 Annie Mist Þórisdóttir, sem þurfti að hætta keppni á leikunum í ár vegna meiðsla, vann heimsleikana árið 2011 og 2012. Andvirði verðlaunafésins nam rúmlega 60 milljónum króna miðað við gengi dollara gagnvart krónu þá.Í frétt Viðskiptablaðsins árið 2012 sagði Annie hafa komið með allt fjármagnið til Íslands og greitt af því opinber gjöld. Tengdar fréttir Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46 Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit. 27. júlí 2015 15:13 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir, sem ber titilinn hraustasta kona í heimi eftir sigur í kvennaflokki á Crossfit-leikunum, fékk tæplega 38 milljónir króna í verðlaun fyrir sigur sinn. Leikarnir hafa verið haldnir frá því árið 2007 en tóku miklum breytingum með innkomu íþróttavöruframleiðandans Reebok. Verðlaunafé á fyrstu leikunum var 500$ en fyrsta sæti í karla- og kvennaflokki í ár fengu 275 þúsund dollara í sinn hlut. Verðlaunaféð er það sama í karla- og kvennaflokki. Crossfit-heimsleikarnir eru haldnir af fyrirtækinu Crossfit Inc sem Greg Glassman og Lauren Jenai stofnuðu í Kaliforníu árið 2000.Best moment of my life. | 2015 Fittest on earth. That. Really. Happened. So greatful for all the support system i have...Posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir on Monday, July 27, 2015 Katrín Tanja, sem vann dramatískan og óvæntan sigur, fékk 275 þúsund dollara fyrir fyrsta sætið en auk þess verðlaunafé fyrir að hafna í efstu sætum í einstökum greinum. Í heildina nam verðlaunaféð tæplega 38 milljónum króna. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir, sem höfnuðu í þriðja sæti í sínum greinum, fengu um átta milljónir króna í sinn hlut.Öll verðlaun skattskyld Katrín Tanja er búsett á Íslandi og með lögheimili hér á landi. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte, segir ljóst að Katrín Tanja sé skattskyld á Íslandi. Hins vegar skipti máli það land sem verðlaunin eru unnin í, þ.e. hvaða lög og reglur gildi þar með tilliti til skattgreiðslna af verðlaunafé.Testing the waters this morning!; Few flips on the paddle board buuuuut other than that i think we all nailed it heh! #1DAY @Reebok @crossfitgames #2015GamesPosted by Katrín Tanja Davíðsdóttir on Tuesday, July 21, 2015 „Öll svona verðlaun eru skattskyld eins og venjuleg laun,“ segir Vala í samtali við Vísi. „Það er heimalöggjöfin sem skiptir máli.“Í reglum Crossfit-leikanna er ítrekað minnt á að sigurvegarar verði að greiða skatt af verðlaunafé sínu. Ekki er tekið fram að skattinn eigi að greiða vestanhafs en þó má telja líkur á því. Til samanburðar má nefna að þeir sem spila í lottó hér á landi þurfa ekki að greiða skatt af vinningum sínum eins og í tilfelli hjónanna sem unnu 162 milljónir króna í júní.Reglur og skattar mismunandi á milli fylkja Steinþór Haraldsson hjá ríkisskattstjóra kannast við dæmi þess að útlendingar hafi unnið til verðlauna vestanhafs. Hann þekki ekki nákvæmlega til þess hvernig því sé háttað í tilfelli Crossfit en innanlandsreglur gildi. Þær geti líka verið mismunandi á milli fylkja.Sjá einnig:Yfirþjálfari hjá Crossfit Reykjavík aldrei séð stera Steinþór og Vala minna á tvísköttunarsamning á milli Íslands og Bandaríkjanna sem eigi að koma í veg fyrir að greiddur sé skattur á báðum stöðum. Féð geti verið skattskylt á báðum stöðum. Þá myndi skatttaka í Bandaríkjunum koma til frádráttar við útreikning á skatti hér á Íslandi.Seventh time's the charm for Ben Smith and Katrin Davidsdottir finds redemption after missing the Games in 2014. #FittestonEarthPosted by The CrossFit Games on Monday, July 27, 2015 Það er því óljóst nákvæmlega hve margar milljónir munu standa eftir af þeim 38 milljónum sem Katrín Tanja vann vestanhafs, þ.e. þegar greiddur hefur verið skattur af þeim. Hins vegar er ljóst að skattinn þarf að greiða. Tekjuskattur í Kaliforníu er rúmlega 13 prósent en önnur gjöld og skatta gæti þurft að greiða. Ljóst er að töluverður kostnaður er af ferðalögum og æfingum hjá afreksfólki á borð við Katrínu Tönju sem hægt er að nota á móti sem útlagðan kostnað.Afrekskonurnar Annie Mist og Katrín Tanja eru miklar vinkonur. Hér að neðan má sjá mynd frá heimsókn þeirra vinkvenna á Gullfoss í vetur.Incredible day with these guys today; Rest day well used for being tourists for the day.Posted by Katrín Tanja Davíðsdóttir on Sunday, April 12, 2015 Annie Mist Þórisdóttir, sem þurfti að hætta keppni á leikunum í ár vegna meiðsla, vann heimsleikana árið 2011 og 2012. Andvirði verðlaunafésins nam rúmlega 60 milljónum króna miðað við gengi dollara gagnvart krónu þá.Í frétt Viðskiptablaðsins árið 2012 sagði Annie hafa komið með allt fjármagnið til Íslands og greitt af því opinber gjöld.
Tengdar fréttir Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46 Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit. 27. júlí 2015 15:13 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Katrín Tanja vann heimsleikana í CrossFit Magnaður árangur hjá íslensku keppendunum á heimsleikunum í CrossFit, en þeim lauk í kvöld 27. júlí 2015 00:46
Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit. 27. júlí 2015 15:13
Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52