Seðlabankinn boðar röð vaxtahækkana Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2015 13:00 Seðlabankinn staðfestir fyrri yfirlýsingar um vaxtahækkun vegna launahækkana. Aðgerðir ríkisstjórnar kalla líka á vaxtahækkanir að óbreyttu. vísir/gva Seðlabankinn boðar röð vaxtahækkana í haust eftir að bankinn hækkaði stýrivexti sína um 0,5 prósentustig í morgun. Nýgerðir kjarasamningar og ófjármagnaðar aðgerðir stjórnvalda í tengslum við þá réðu mestu um ákvörðun bankans. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans í tengslum við vaxtahækkunina í morgun segir að þótt verðbólga sé enn lítil hafi verðbólguhorfur versnað verulega miðað við síðustu spá bankans og verðbólguvæntingar hafi áfram hækkað. Nú séu horfur á að verðbólga verði meiri en bankinn spáði í maí, sem rekja megi til þess að þegar hafi verið samið um mun meiri launahækkanir en gert var ráð fyrir í spá bankans. Stýrivextir verða 5 prósent eftir ákvörðun Seðlabankans í morgun. En Peningastefnunefndin lætur ekki nægja að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur nú heldur boðar röð vaxtahækkana frá með ágústmánuði. „Já það er lang líklegast að svo verði. Það fer náttúrlega eftir framvindunni eins og alltaf. Í hvaða mæli launahækkanirnar fara út í verðlagið og hvort það verður launaskrið í framhaldinu. Hvað gerist varðandi gengið, hvað gerist varðandi innlenda eftirspurn, slakinn í hagkerfinu breytist í spennu og hvað hratt gerist það,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Auðvitað taki ákvarðanir bankans mið af aðstæðum hverju sinni en yfirgnæfandi líkur séu á frekari vaxtahækkunum þótt ómögulegt sé að segja til um hversu miklar þær hækkanir verði. Þá hafa aðgerðir stjórnvalda í tengslum við nýgerða kjarasamninga áhrif á ákvörðun um hækkun stýrivaxta nú. Þær aðgerðir séu enn ófjármagnaðar og feli því að óbreyttu í sér slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum. „En ef þetta verður fjármagnað sem við náttúrlega vonum þá verða ekki þessi áhrif. En annars er þetta að leggjast á sveif og koma til viðbótar við önnur eftirspurnaraukandi öfl og hækkanir á kostnaði í hagkerfinu sem eru að eiga sér stað. Og við skulum vona að það verði ekki,“ segir Már. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að sumar af nýkynntum aðgerðum stjórnvalda sem miði að því að búa í haginn fyrir losun fjármagnshafta muni afla ríkissjóði tekna. Mikilvægt sé að þeim verði ráðstafað þannig að þær verði ekki til að auka enn frekar á spennu í þjóðarbúskapnum með því að virkja peningamagn sem til þessa hafi verið óvirkt. Á fundi með fréttamönnum í morgun sagðist seðlabankastjóri ekki hafa miklar áhyggjur af þessu þar sem allir virtust sammála um að nýta þetta fjármagn til lækkunar skulda ríkissjóðs. En peningastefnunefndin muni fylgjast grannt með framvindunni og grípa til viðeigandi aðgerða til mótvægis ef þörf krefði. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Seðlabankinn boðar röð vaxtahækkana í haust eftir að bankinn hækkaði stýrivexti sína um 0,5 prósentustig í morgun. Nýgerðir kjarasamningar og ófjármagnaðar aðgerðir stjórnvalda í tengslum við þá réðu mestu um ákvörðun bankans. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans í tengslum við vaxtahækkunina í morgun segir að þótt verðbólga sé enn lítil hafi verðbólguhorfur versnað verulega miðað við síðustu spá bankans og verðbólguvæntingar hafi áfram hækkað. Nú séu horfur á að verðbólga verði meiri en bankinn spáði í maí, sem rekja megi til þess að þegar hafi verið samið um mun meiri launahækkanir en gert var ráð fyrir í spá bankans. Stýrivextir verða 5 prósent eftir ákvörðun Seðlabankans í morgun. En Peningastefnunefndin lætur ekki nægja að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur nú heldur boðar röð vaxtahækkana frá með ágústmánuði. „Já það er lang líklegast að svo verði. Það fer náttúrlega eftir framvindunni eins og alltaf. Í hvaða mæli launahækkanirnar fara út í verðlagið og hvort það verður launaskrið í framhaldinu. Hvað gerist varðandi gengið, hvað gerist varðandi innlenda eftirspurn, slakinn í hagkerfinu breytist í spennu og hvað hratt gerist það,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Auðvitað taki ákvarðanir bankans mið af aðstæðum hverju sinni en yfirgnæfandi líkur séu á frekari vaxtahækkunum þótt ómögulegt sé að segja til um hversu miklar þær hækkanir verði. Þá hafa aðgerðir stjórnvalda í tengslum við nýgerða kjarasamninga áhrif á ákvörðun um hækkun stýrivaxta nú. Þær aðgerðir séu enn ófjármagnaðar og feli því að óbreyttu í sér slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum. „En ef þetta verður fjármagnað sem við náttúrlega vonum þá verða ekki þessi áhrif. En annars er þetta að leggjast á sveif og koma til viðbótar við önnur eftirspurnaraukandi öfl og hækkanir á kostnaði í hagkerfinu sem eru að eiga sér stað. Og við skulum vona að það verði ekki,“ segir Már. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að sumar af nýkynntum aðgerðum stjórnvalda sem miði að því að búa í haginn fyrir losun fjármagnshafta muni afla ríkissjóði tekna. Mikilvægt sé að þeim verði ráðstafað þannig að þær verði ekki til að auka enn frekar á spennu í þjóðarbúskapnum með því að virkja peningamagn sem til þessa hafi verið óvirkt. Á fundi með fréttamönnum í morgun sagðist seðlabankastjóri ekki hafa miklar áhyggjur af þessu þar sem allir virtust sammála um að nýta þetta fjármagn til lækkunar skulda ríkissjóðs. En peningastefnunefndin muni fylgjast grannt með framvindunni og grípa til viðeigandi aðgerða til mótvægis ef þörf krefði.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun