Seðlabankinn boðar röð vaxtahækkana Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2015 13:00 Seðlabankinn staðfestir fyrri yfirlýsingar um vaxtahækkun vegna launahækkana. Aðgerðir ríkisstjórnar kalla líka á vaxtahækkanir að óbreyttu. vísir/gva Seðlabankinn boðar röð vaxtahækkana í haust eftir að bankinn hækkaði stýrivexti sína um 0,5 prósentustig í morgun. Nýgerðir kjarasamningar og ófjármagnaðar aðgerðir stjórnvalda í tengslum við þá réðu mestu um ákvörðun bankans. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans í tengslum við vaxtahækkunina í morgun segir að þótt verðbólga sé enn lítil hafi verðbólguhorfur versnað verulega miðað við síðustu spá bankans og verðbólguvæntingar hafi áfram hækkað. Nú séu horfur á að verðbólga verði meiri en bankinn spáði í maí, sem rekja megi til þess að þegar hafi verið samið um mun meiri launahækkanir en gert var ráð fyrir í spá bankans. Stýrivextir verða 5 prósent eftir ákvörðun Seðlabankans í morgun. En Peningastefnunefndin lætur ekki nægja að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur nú heldur boðar röð vaxtahækkana frá með ágústmánuði. „Já það er lang líklegast að svo verði. Það fer náttúrlega eftir framvindunni eins og alltaf. Í hvaða mæli launahækkanirnar fara út í verðlagið og hvort það verður launaskrið í framhaldinu. Hvað gerist varðandi gengið, hvað gerist varðandi innlenda eftirspurn, slakinn í hagkerfinu breytist í spennu og hvað hratt gerist það,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Auðvitað taki ákvarðanir bankans mið af aðstæðum hverju sinni en yfirgnæfandi líkur séu á frekari vaxtahækkunum þótt ómögulegt sé að segja til um hversu miklar þær hækkanir verði. Þá hafa aðgerðir stjórnvalda í tengslum við nýgerða kjarasamninga áhrif á ákvörðun um hækkun stýrivaxta nú. Þær aðgerðir séu enn ófjármagnaðar og feli því að óbreyttu í sér slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum. „En ef þetta verður fjármagnað sem við náttúrlega vonum þá verða ekki þessi áhrif. En annars er þetta að leggjast á sveif og koma til viðbótar við önnur eftirspurnaraukandi öfl og hækkanir á kostnaði í hagkerfinu sem eru að eiga sér stað. Og við skulum vona að það verði ekki,“ segir Már. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að sumar af nýkynntum aðgerðum stjórnvalda sem miði að því að búa í haginn fyrir losun fjármagnshafta muni afla ríkissjóði tekna. Mikilvægt sé að þeim verði ráðstafað þannig að þær verði ekki til að auka enn frekar á spennu í þjóðarbúskapnum með því að virkja peningamagn sem til þessa hafi verið óvirkt. Á fundi með fréttamönnum í morgun sagðist seðlabankastjóri ekki hafa miklar áhyggjur af þessu þar sem allir virtust sammála um að nýta þetta fjármagn til lækkunar skulda ríkissjóðs. En peningastefnunefndin muni fylgjast grannt með framvindunni og grípa til viðeigandi aðgerða til mótvægis ef þörf krefði. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Seðlabankinn boðar röð vaxtahækkana í haust eftir að bankinn hækkaði stýrivexti sína um 0,5 prósentustig í morgun. Nýgerðir kjarasamningar og ófjármagnaðar aðgerðir stjórnvalda í tengslum við þá réðu mestu um ákvörðun bankans. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans í tengslum við vaxtahækkunina í morgun segir að þótt verðbólga sé enn lítil hafi verðbólguhorfur versnað verulega miðað við síðustu spá bankans og verðbólguvæntingar hafi áfram hækkað. Nú séu horfur á að verðbólga verði meiri en bankinn spáði í maí, sem rekja megi til þess að þegar hafi verið samið um mun meiri launahækkanir en gert var ráð fyrir í spá bankans. Stýrivextir verða 5 prósent eftir ákvörðun Seðlabankans í morgun. En Peningastefnunefndin lætur ekki nægja að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur nú heldur boðar röð vaxtahækkana frá með ágústmánuði. „Já það er lang líklegast að svo verði. Það fer náttúrlega eftir framvindunni eins og alltaf. Í hvaða mæli launahækkanirnar fara út í verðlagið og hvort það verður launaskrið í framhaldinu. Hvað gerist varðandi gengið, hvað gerist varðandi innlenda eftirspurn, slakinn í hagkerfinu breytist í spennu og hvað hratt gerist það,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Auðvitað taki ákvarðanir bankans mið af aðstæðum hverju sinni en yfirgnæfandi líkur séu á frekari vaxtahækkunum þótt ómögulegt sé að segja til um hversu miklar þær hækkanir verði. Þá hafa aðgerðir stjórnvalda í tengslum við nýgerða kjarasamninga áhrif á ákvörðun um hækkun stýrivaxta nú. Þær aðgerðir séu enn ófjármagnaðar og feli því að óbreyttu í sér slökun á aðhaldi í ríkisfjármálum. „En ef þetta verður fjármagnað sem við náttúrlega vonum þá verða ekki þessi áhrif. En annars er þetta að leggjast á sveif og koma til viðbótar við önnur eftirspurnaraukandi öfl og hækkanir á kostnaði í hagkerfinu sem eru að eiga sér stað. Og við skulum vona að það verði ekki,“ segir Már. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að sumar af nýkynntum aðgerðum stjórnvalda sem miði að því að búa í haginn fyrir losun fjármagnshafta muni afla ríkissjóði tekna. Mikilvægt sé að þeim verði ráðstafað þannig að þær verði ekki til að auka enn frekar á spennu í þjóðarbúskapnum með því að virkja peningamagn sem til þessa hafi verið óvirkt. Á fundi með fréttamönnum í morgun sagðist seðlabankastjóri ekki hafa miklar áhyggjur af þessu þar sem allir virtust sammála um að nýta þetta fjármagn til lækkunar skulda ríkissjóðs. En peningastefnunefndin muni fylgjast grannt með framvindunni og grípa til viðeigandi aðgerða til mótvægis ef þörf krefði.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira