Formúla 1

Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Hamilton var snöggur í dag og ætlar greinilega ekki að láta vonbrigði Mónakó keppninnar sitja lengi í sér.
Hamilton var snöggur í dag og ætlar greinilega ekki að láta vonbrigði Mónakó keppninnar sitja lengi í sér. Vísir/getty
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Rigning á seinni æfingunni sendi Hamilton útaf, hann endaði æfingunna á varnarvegg.

Mercedes menn voru lang fremstir á fyrri æfingunni. Hamilton var fjórum tíundu úr sekúndu á undan liðsfélaga sínum Nico Rosberg.

Lotus ökumaðurinn Romain Grosjean var þriðji á eftir Mercedes, Nico Hulkenberg á Force India var fjórði og Sebastian Vettel á Ferrari fimmti. Vettel var jafnframt fremsti ökumaðurinn sem ekki notar Mercedes vél, Vettel var næstum 1,7 sekúndum á eftir Hamilton.

Hamilton var eini ökumaðurinn sem komst undir eina mínútu og sextán sekúndur. Vettel varð annar á seinni æfingunni og var tæpum þriðjung úr sekúndu á eftir Hamilton.

Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji og Rosberg á Mercedes fjórði. Pastor Maldonado varð fimmti á Lotus.

Ferrari virðist hafa mætt með nokkuð uppfærða vél. Vélarafl er gríðarlega mikilvægt í Kanada. Tímatakan á morgun gæti orðið afar spennandi og aldrei að vita hvort Lotus blandi sér jafnvel í baráttuna.

Bein útsending frá tímatökunni hefst á Stöð 2 Sport 3 klukkan 16:50 á morgun. Keppnin er í beinni útsendingu sem hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17:30 á sunnudag.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Mercedes með martraðir

Eftir rólega byrjun stóð Mónakó kappaksturinn undir væntingum hvað varðar glundroða og upplausn. Þvílíkir lokahringir sem leiddu til þess að Nico Rosberg vann og Sebastian Vettel varð í öðru sæti.

Hamilton: Ég stefni á að vinna í Kanada

Lewis Hamilton hefur átt afar góðu gengi að fagna í Kanada á undanförnum árum. Hann stefnir á að snúa aftur til vinnandi vegar eftir vonbrigðin í Mónakó.

Ferrari og Honda nota uppfærsluskammta

Mercedes og Renault hafa staðfest að vélasmiðirnir hafa ekki notað uppfærsluskammta sína. Ferrari og Honda hafa byrjað að nýta sér sína skammta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×