Handbolti

Bjarki Már skoraði níu og endaði markahæstur í B-deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már fagnar marki með Eisenach.
Bjarki Már fagnar marki með Eisenach. vísir/getty
Bjarki Már Elísson skoraði níu mörk fyrir ThSV Eisenach í tveggja marka liðsins, 33-31, á HG Saarlouis í lokaumferð þýsku B-deildarinnar.

Eisenach var marki yfir í hálfleik, 17-16, og unnu að lokum tveggja marka sigur. Bjarki Már skoraði niu mörk, en hann endar sem markahæsti leikmaður tímabilsins.

Fyrir leikinn hafði Eisenach tryggt sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni, en Hannes Jón Jónsson skoraði eitt mark.

Þeir munu hvorugir leika með Eisenach á næsta tímabili; Bjarki er á leið til Füchse Berlín og Hannes heldur til Austurríkis.

Árni Sigtryggsson skoraði sjö mörk fyrir EHV Aue í tveggja marka sigri Aue á SV Henstedt-Ulzburg. Hörður Sigþórsson bætti við tveimur mörkum, en Bjraki Már GUnnarsson komst ekki á blað.

Rúnar Sigtryggsson þjálfar lið lið Aue sem endar í sjötta sætinu. Fannar Þór Friðgeirsson og félagar í Grosswallstadt mættu ekki til leiks gegn Bayer Dormagen vegna vangoldinna launagreiðsla. Liðið er gjaldþrota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×