Fordæmisgildi Al Thani-dómsins ekkert í tilfelli Ingólfs Helgasonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2015 14:45 „Það er ekki eitt einasta sönnunargagn í málinu hvað þetta varðar fyrir Ingólf Helgason.” vísir/gva Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafði engar heimildir til að veita eignarhaldsfélögum lán til að kaupa hlutabréf í bankanum og þá vissi hann ekki um megininntak þeirra viðskipta sem hann er ákærður fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. Þetta sagði Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs, í málflutningi sínum í dag. Vísaði verjandi meðal annars í dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu og sagði að þau skilyrði sem þar eru tiltekin svo sakfella megi fyrir stórar sölur hlutabréfa í bankanum séu ekki til staðar hvað Ingólf Helgason varðar í því máli sem nú er ákært í.Engin blekking, engin tilkynning, ekkert megininntak Sagði Grímur að það yrði að vera einhvers konar blekking til staðar og í Al Thani-viðskiptunum hafi þessi blekking falist í mörgu, meðal annars því að ekki lá fyrri að fleiri en Al Thani stáðu að kaupunum. Annað skilyrði sé að send var út opinber tilkynning vegna viðskiptanna þar sem fjárfestirinn lýsti yfir trú sinni á Kaupþingi og arðsemi félagsins. Þá sagði Grímur þriðja skilyrðið vera að til þess að sakfella megi hvern og einn þurfi allir að hafa vitað um megininntak viðskiptanna. Ekkert af þessu eigi við um aðkomu Ingólfs að kaupum eignarhaldsfélaganna Holt, Desulo og Mata á stórum hlutum í Kaupþingi. „Hann vissi aldrei af megininntaki neinna þessara viðskipta, það var engin blekking í viðskiptunum og það var aldrei send út nein opinber tilkynning vegna þeirra.”Mátti ekki veita lánin Hvað varðar lánveitingar til félaganna þriggja vegna kaupanna sagði Grímur engin sönnunargögn liggja fyrir í málinu um að Ingólfur hafi komið að þeim. Vísaði hann aftur til Al Thani-dómsins vegna þessa og sagði grundvallaratriði að ef sakfella ætti mann sem aðalmann í umboðssvikum þá þyrfti að liggja fyrir að viðkomandi hefði vald til að veita lánveitinguna. „Ingólfur Helgason hafði ekki slíkt vald. Hvað varðar hlutdeild í umboðssvikum þarf að liggja fyrir sönnun um það að hver og einn ákærði hafi átt fullan þátt í að veita þau lán sem hér er ákært fyrir og sannað að það hafi verið gefin fyrirmæli um að veita lánið. Það er ekki eitt einasta sönnunargagn í málinu hvað þetta varðar fyrir Ingólf Helgason.”Kom að því að keyra viðskiptin Grímur sagði liggja fyrir í málinu að Ingólfur hefði komið að því sem kallað er “að keyra viðskiptin.” Hann hefði fengið upplýsingar um að það hafi verið komi á viðskiptum og komið því áfram til starfsfólks miðlunar sem keyrði viðskiptin og tilkynnti þau til Kauphallar. Þá hafi Ingólfur jafnframt sagt að það megi vera að hann hafi komið að því að koma einhverjum viðskiptum á. Hann muni hins vegar ekki nákvæmlega hvaða viðskipti það hafi verið og hvort hann hafi komið að því að koma á einhverjum viðskiptum sem ákært sé fyrir geti hann ekkert sagt til um. Verjandinn lagði svo að lokum mikla áherslu á það Ingólfur hefði aldrei lofað neinni fjármögnun vegna hlutabréfakaupanna enda hafði hann ekki heimild til þess. Það hafi æðstu stjórnendur bankans, Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, sagt hjá lögreglu og staðfest þann framburð sinn fyrir dómi. Tengdar fréttir „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11 Málatilbúnaður sérstaks saksóknara „heimspekileg þversögn” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, flutti málflutningsræðu sína í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 19. maí 2015 22:30 Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafði engar heimildir til að veita eignarhaldsfélögum lán til að kaupa hlutabréf í bankanum og þá vissi hann ekki um megininntak þeirra viðskipta sem hann er ákærður fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. Þetta sagði Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs, í málflutningi sínum í dag. Vísaði verjandi meðal annars í dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu og sagði að þau skilyrði sem þar eru tiltekin svo sakfella megi fyrir stórar sölur hlutabréfa í bankanum séu ekki til staðar hvað Ingólf Helgason varðar í því máli sem nú er ákært í.Engin blekking, engin tilkynning, ekkert megininntak Sagði Grímur að það yrði að vera einhvers konar blekking til staðar og í Al Thani-viðskiptunum hafi þessi blekking falist í mörgu, meðal annars því að ekki lá fyrri að fleiri en Al Thani stáðu að kaupunum. Annað skilyrði sé að send var út opinber tilkynning vegna viðskiptanna þar sem fjárfestirinn lýsti yfir trú sinni á Kaupþingi og arðsemi félagsins. Þá sagði Grímur þriðja skilyrðið vera að til þess að sakfella megi hvern og einn þurfi allir að hafa vitað um megininntak viðskiptanna. Ekkert af þessu eigi við um aðkomu Ingólfs að kaupum eignarhaldsfélaganna Holt, Desulo og Mata á stórum hlutum í Kaupþingi. „Hann vissi aldrei af megininntaki neinna þessara viðskipta, það var engin blekking í viðskiptunum og það var aldrei send út nein opinber tilkynning vegna þeirra.”Mátti ekki veita lánin Hvað varðar lánveitingar til félaganna þriggja vegna kaupanna sagði Grímur engin sönnunargögn liggja fyrir í málinu um að Ingólfur hafi komið að þeim. Vísaði hann aftur til Al Thani-dómsins vegna þessa og sagði grundvallaratriði að ef sakfella ætti mann sem aðalmann í umboðssvikum þá þyrfti að liggja fyrir að viðkomandi hefði vald til að veita lánveitinguna. „Ingólfur Helgason hafði ekki slíkt vald. Hvað varðar hlutdeild í umboðssvikum þarf að liggja fyrir sönnun um það að hver og einn ákærði hafi átt fullan þátt í að veita þau lán sem hér er ákært fyrir og sannað að það hafi verið gefin fyrirmæli um að veita lánið. Það er ekki eitt einasta sönnunargagn í málinu hvað þetta varðar fyrir Ingólf Helgason.”Kom að því að keyra viðskiptin Grímur sagði liggja fyrir í málinu að Ingólfur hefði komið að því sem kallað er “að keyra viðskiptin.” Hann hefði fengið upplýsingar um að það hafi verið komi á viðskiptum og komið því áfram til starfsfólks miðlunar sem keyrði viðskiptin og tilkynnti þau til Kauphallar. Þá hafi Ingólfur jafnframt sagt að það megi vera að hann hafi komið að því að koma einhverjum viðskiptum á. Hann muni hins vegar ekki nákvæmlega hvaða viðskipti það hafi verið og hvort hann hafi komið að því að koma á einhverjum viðskiptum sem ákært sé fyrir geti hann ekkert sagt til um. Verjandinn lagði svo að lokum mikla áherslu á það Ingólfur hefði aldrei lofað neinni fjármögnun vegna hlutabréfakaupanna enda hafði hann ekki heimild til þess. Það hafi æðstu stjórnendur bankans, Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, sagt hjá lögreglu og staðfest þann framburð sinn fyrir dómi.
Tengdar fréttir „Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51 Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11 Málatilbúnaður sérstaks saksóknara „heimspekileg þversögn” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, flutti málflutningsræðu sína í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 19. maí 2015 22:30 Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
„Dómgreindarskortur“ að halda að fangar geti borgað fyrir umframréttindi Páll Winkel segir fangelsismálayfirvöld ekki hafa brotið á Sigurði Einarssyni með því að neita honum um daglegan akstur frá Kvíabryggju til Reykjavíkur. 20. maí 2015 12:51
Segir hvorki gögn né framburði sanna sekt Hreiðars Más Hörður Felix,Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, sagði ekkert styðja kenningar ákæruvaldsins um kerfisbundna markaðsmisnotkun. 19. maí 2015 14:11
Málatilbúnaður sérstaks saksóknara „heimspekileg þversögn” Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, flutti málflutningsræðu sína í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 19. maí 2015 22:30
Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46
Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Mörg ummæli hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna", „dauða köttinn“ og að þeir „ráði ekki verðinu á svona degi.“ 20. maí 2015 12:07