„Kröfugerðir auka ekki ójöfnuð“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2015 13:55 Vísir/VIlhelm „Í umræðunni þessa dagana er mikið rætt um áhrif kröfugerða stéttarfélaganna á atvinnuleysi og jöfnuð í samfélaginu. Því hefur verið haldið fram að um þriðjungi fleiri gætu misst vinnuna nú en í hruninu.“ Þetta skrifar Viðar Ingason, hagfræðingur, á vef VR. Hann segir að á árunum 2003 til 2007 hafi að jafnaði verið 4.800 atvinnulausir í hverjum mánuði, en í nóvember árið 2010 hafi 16.500 verið án atvinnu og hafi þeir aldrei verið fleiri. Því megi áætla gróflega að um 11.700 manns hafi misst vinnuna við fall fjármálakerfisins. „Nú halda sumir því fram að allt að 16.000 manns gætu misst vinnuna – eingöngu vegna launahækkana. Þá hefur því einnig verið haldið fram að ójöfnuður muni aukast gangi kröfur verkalýðsfélaganna eftir - þrátt fyrir að flest félögin krefjast sérstakrar hækkunar lágmarkslauna.“ Hann segir að þeir sem haldi því fram að kröfugerðirnar muni draga úr jöfnuði bendi á þeir tekjulægri séu berskjaldaðri gagnvart verðbólgu en aðrir. Gangi kröfur félaganna eftir muni verðbólga aukast, þ.e. neysluvörur muni hækka í verði sem komi þeim tekjulægstu verst. „Mæling á jöfnuði hefur hins vegar ekkert með neyslu að gera. Jöfnuður mælir hvernig heildartekjum í hagkerfinu er skipt milli tekjuhópa. Gini stuðullinn er almennt notaður við útreikninga á tekjujöfnuði og þar kemur neysla hvergi við sögu.“ Þar að auki bendir Viðar á að í Kröfugerð VR, og flestra annarra verkalýðsfélaga, sé farið fram á hækkun lægstu launa og millitekjuhópurinn sé varinn. „Kröfugerðirnar hvetja þannig til aukins jafnaðar, ekki minni. Þó hækkun lægstu launa færi upp allan launastigann, myndi jöfnuður í það minnsta haldast í því sem hann er í dag, en ekki minnka.“ Daði segir einnig að síðustu 25 árin megi finna nokkur tímabil þar sem laun hafi hækkað mikið milli ársfjórðunga. Í öll skiptin hafi atvinnuleysi verið minna ári seinna. Því hefur verið haldið fram allt að 16 þúsund manns gætu misst vinnuna gangi kröfur verkalýðshreyfingarinnar eftir. „Tölur sýna að atvinnuleysi hefur lækkað jafnt og þétt frá ársbyrjun svo á þeim hraða sem atvinnuleysi 2011. Atvinnuleysi hélt áfram að lækka eftir samningana 2011, þrátt fyrir að þeir séu almennt taldir hafa gengið of langt. Engin breyting var minnkaði eftir samningana 2014, en margir hafa haldið því fram að þeir samningar hafi stuðlað að lækkun atvinnuleysis.“ „Þær staðreyndir sem ég hef bent á hér eru í mikilli andstöðu við það sem haldið hefur verið fram í umræðunni undanfarnar vikur. Kröfugerðir VR og LÍV auka ekki ójöfnuð eða atvinnuleysi.“ Verkfall 2016 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Í umræðunni þessa dagana er mikið rætt um áhrif kröfugerða stéttarfélaganna á atvinnuleysi og jöfnuð í samfélaginu. Því hefur verið haldið fram að um þriðjungi fleiri gætu misst vinnuna nú en í hruninu.“ Þetta skrifar Viðar Ingason, hagfræðingur, á vef VR. Hann segir að á árunum 2003 til 2007 hafi að jafnaði verið 4.800 atvinnulausir í hverjum mánuði, en í nóvember árið 2010 hafi 16.500 verið án atvinnu og hafi þeir aldrei verið fleiri. Því megi áætla gróflega að um 11.700 manns hafi misst vinnuna við fall fjármálakerfisins. „Nú halda sumir því fram að allt að 16.000 manns gætu misst vinnuna – eingöngu vegna launahækkana. Þá hefur því einnig verið haldið fram að ójöfnuður muni aukast gangi kröfur verkalýðsfélaganna eftir - þrátt fyrir að flest félögin krefjast sérstakrar hækkunar lágmarkslauna.“ Hann segir að þeir sem haldi því fram að kröfugerðirnar muni draga úr jöfnuði bendi á þeir tekjulægri séu berskjaldaðri gagnvart verðbólgu en aðrir. Gangi kröfur félaganna eftir muni verðbólga aukast, þ.e. neysluvörur muni hækka í verði sem komi þeim tekjulægstu verst. „Mæling á jöfnuði hefur hins vegar ekkert með neyslu að gera. Jöfnuður mælir hvernig heildartekjum í hagkerfinu er skipt milli tekjuhópa. Gini stuðullinn er almennt notaður við útreikninga á tekjujöfnuði og þar kemur neysla hvergi við sögu.“ Þar að auki bendir Viðar á að í Kröfugerð VR, og flestra annarra verkalýðsfélaga, sé farið fram á hækkun lægstu launa og millitekjuhópurinn sé varinn. „Kröfugerðirnar hvetja þannig til aukins jafnaðar, ekki minni. Þó hækkun lægstu launa færi upp allan launastigann, myndi jöfnuður í það minnsta haldast í því sem hann er í dag, en ekki minnka.“ Daði segir einnig að síðustu 25 árin megi finna nokkur tímabil þar sem laun hafi hækkað mikið milli ársfjórðunga. Í öll skiptin hafi atvinnuleysi verið minna ári seinna. Því hefur verið haldið fram allt að 16 þúsund manns gætu misst vinnuna gangi kröfur verkalýðshreyfingarinnar eftir. „Tölur sýna að atvinnuleysi hefur lækkað jafnt og þétt frá ársbyrjun svo á þeim hraða sem atvinnuleysi 2011. Atvinnuleysi hélt áfram að lækka eftir samningana 2011, þrátt fyrir að þeir séu almennt taldir hafa gengið of langt. Engin breyting var minnkaði eftir samningana 2014, en margir hafa haldið því fram að þeir samningar hafi stuðlað að lækkun atvinnuleysis.“ „Þær staðreyndir sem ég hef bent á hér eru í mikilli andstöðu við það sem haldið hefur verið fram í umræðunni undanfarnar vikur. Kröfugerðir VR og LÍV auka ekki ójöfnuð eða atvinnuleysi.“
Verkfall 2016 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira