Viðskipti innlent

Hafa selt 100 þúsund farmiða í Strætó appinu

Atli Ísleifsson skrifar
Hægt er að nota appið í algengustu Android og Apple snjallsímum og snjalltækjum.
Hægt er að nota appið í algengustu Android og Apple snjallsímum og snjalltækjum. Mynd/Strætó
Rúmlega 100 þúsund farmiðar hafa selst í gegnum Strætó appið á þeim rúmu sex mánuðum sem farmiðar hafa verið seldir í appinu.

Í tilkynningu frá Strætó segir að sífellt fleiri noti appið til þess að kaupa farmiða, en bæði er hægt að nota kreditkort og debetkort til þess að greiða fyrir farmiðann í appinu.

„Appið er í stöðugri þróun og meðal þess sem koma skal í appinu á næstu mánuðum eru tímabilskort og á næsta ári er á dagskrá að bæta við snjallmiðum fyrir landsbyggðina.

Hægt er að nota appið í algengustu Android og Apple snjallsímum og snjalltækjum.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


×