Snakktollur ríkisins ekki ólöglegur Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2015 14:47 Vísir/Valli/Pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað ríkið af kröfum Haga, Aðfanga, Innness og Ölgerðarinnar eftir að fyrirtækin höfðuðu mál vegna gjaldtöku á innfluttum kartöfluflögum. Fyrirtækin sögðu gjaldtökuna vegna tolls á innflutningi á árunum 2010 til 2014 vera ólögmæta þar sem tollurinn á kartöflusnakk væri allt of mikill. Tollurinn er 59 prósent. Alls fór Ölgerðin fram á tæplega 225 milljón króna greiðslu frá ríkinu. Innnes fór fram á rúmar 54 milljónir og Hagar og Aðföng fóru fram á meira en 32 milljónir króna. Fyrirtækin sögðu meðal annars að tollur þessi samræmdist ekki kröfu um málefnalegan grundvöll skattheimtu hins opinbera. Fyrirtækin töldu að álagning þessi hafi verið byggð á svokallaðri verndarstefnu stjórnvalda gagnvart innlendum landbúnaði.Tollurinn sagður vera skerðing á eignarétti „Til þess að unnt sé að réttlæta svo háa gjaldtöku með þessum hætti þurfi eitthvert verndarandlag, þ.e. einhver innlend búvöruframleiðsla, að vera fyrir hendi. Í tilviki kartöflusnakks sé hins vegar ýmist mjög lítil eða engin slík framleiðsla fyrir hendi og því ekkert sem þarfnist verndar,“ segir í málsástæðum og lagarökum fyrirtækjanna. Þar að auki töldu fyrirtækin að tollurinn væri í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar. Því væri ekki um að ræða heimila skattheimtu heldur ólögmæta skerðingu á eignarrétti og atvinnufrelsi stefnenda. Ríkið vísaði því á bug að önnur sjónarmið en almenn markmið skattlagningar, þ.e. að afla ríkinu tekna til að standa undir útgjöldum sínum, búi að baki verðtolli á innfluttu snakki. Héraðsdómur hafnaði rökum fyrirtækjanna og sýknaði ríkið af öllum skaðabótakröfum þeirra. Hverju fyrirtæki var gert að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað. Dóma Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér, hér og hér. Tengdar fréttir Allt að 59% verndartollur á kartöflusnakki Háir tollar eru lagðir á kartöflusnakk sem kemur innflutt til landsins. Hins vegar eru engir tollar á snakk sem gert er úr maískorni. Örfáir aðilar á Íslandi framleiða kartöflusnakk og þá úr innfluttu hráefni. 5. febrúar 2015 07:00 Ölgerðin í hart við ríkið: Krefst endurgreiðslu á tolli af kartöfluflögum Sakar ríkið um að setja ofurtoll á innfluttar kartöfluflögur til að vernda íslenska framleiðendur. 8. apríl 2015 15:06 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað ríkið af kröfum Haga, Aðfanga, Innness og Ölgerðarinnar eftir að fyrirtækin höfðuðu mál vegna gjaldtöku á innfluttum kartöfluflögum. Fyrirtækin sögðu gjaldtökuna vegna tolls á innflutningi á árunum 2010 til 2014 vera ólögmæta þar sem tollurinn á kartöflusnakk væri allt of mikill. Tollurinn er 59 prósent. Alls fór Ölgerðin fram á tæplega 225 milljón króna greiðslu frá ríkinu. Innnes fór fram á rúmar 54 milljónir og Hagar og Aðföng fóru fram á meira en 32 milljónir króna. Fyrirtækin sögðu meðal annars að tollur þessi samræmdist ekki kröfu um málefnalegan grundvöll skattheimtu hins opinbera. Fyrirtækin töldu að álagning þessi hafi verið byggð á svokallaðri verndarstefnu stjórnvalda gagnvart innlendum landbúnaði.Tollurinn sagður vera skerðing á eignarétti „Til þess að unnt sé að réttlæta svo háa gjaldtöku með þessum hætti þurfi eitthvert verndarandlag, þ.e. einhver innlend búvöruframleiðsla, að vera fyrir hendi. Í tilviki kartöflusnakks sé hins vegar ýmist mjög lítil eða engin slík framleiðsla fyrir hendi og því ekkert sem þarfnist verndar,“ segir í málsástæðum og lagarökum fyrirtækjanna. Þar að auki töldu fyrirtækin að tollurinn væri í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar. Því væri ekki um að ræða heimila skattheimtu heldur ólögmæta skerðingu á eignarrétti og atvinnufrelsi stefnenda. Ríkið vísaði því á bug að önnur sjónarmið en almenn markmið skattlagningar, þ.e. að afla ríkinu tekna til að standa undir útgjöldum sínum, búi að baki verðtolli á innfluttu snakki. Héraðsdómur hafnaði rökum fyrirtækjanna og sýknaði ríkið af öllum skaðabótakröfum þeirra. Hverju fyrirtæki var gert að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað. Dóma Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér, hér og hér.
Tengdar fréttir Allt að 59% verndartollur á kartöflusnakki Háir tollar eru lagðir á kartöflusnakk sem kemur innflutt til landsins. Hins vegar eru engir tollar á snakk sem gert er úr maískorni. Örfáir aðilar á Íslandi framleiða kartöflusnakk og þá úr innfluttu hráefni. 5. febrúar 2015 07:00 Ölgerðin í hart við ríkið: Krefst endurgreiðslu á tolli af kartöfluflögum Sakar ríkið um að setja ofurtoll á innfluttar kartöfluflögur til að vernda íslenska framleiðendur. 8. apríl 2015 15:06 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Allt að 59% verndartollur á kartöflusnakki Háir tollar eru lagðir á kartöflusnakk sem kemur innflutt til landsins. Hins vegar eru engir tollar á snakk sem gert er úr maískorni. Örfáir aðilar á Íslandi framleiða kartöflusnakk og þá úr innfluttu hráefni. 5. febrúar 2015 07:00
Ölgerðin í hart við ríkið: Krefst endurgreiðslu á tolli af kartöfluflögum Sakar ríkið um að setja ofurtoll á innfluttar kartöfluflögur til að vernda íslenska framleiðendur. 8. apríl 2015 15:06