Væri gaman að kveðja með titli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. maí 2015 06:00 Dagur kveður Füchse Berlin að tímabilinu loknu. vísir/getty „Það er lúxus að þurfa ekki að ferðast í þessa leiki eftir álagið síðustu vikur,“ segir Dagur Sigurðsson en lið hans, Füchse Berlin, verður á heimavelli um helgina er úrslitahelgi EHF-bikarsins fer fram. Lið Dags mætir slóvenska liðinu Gorenje Velenje í dag en í hinum undanúrslitaleiknum mætast danska liðið Skjern og þýska liðið Hamburg. Það er skammt stórra högga á milli hjá liði Dags því um síðustu helgi var Berlin að spila í undanúrslitum þýska bikarsins. Þar tapaði liðið á grátlegan hátt, 27-26, fyrir Magdeburg. „Sú helgi var svakaleg og allir leikir réðust með einu marki eða fóru í framlengingu. Ég geri ráð fyrir álíka jöfnum leikjum núna um helgina. Við erum búnir að hrista af okkur vonbrigðin og erum frekar léttir á því.“Vantar trukkana Berlin hefur þó orðið fyrir áfalli því línumaðurinn og varnartröllið Jesper Nielsen getur ekki spilað með liðinu um helgina. „Hann er mjög mikilvægur fyrir okkur á báðum endum vallarins. Þetta er högg fyrir okkur og hópurinn er þunnur fyrir. Svo vantar okkur líka Denis Spoljaric sem er aðalvarnarmaðurinn okkar. Okkur vantar því báða trukkana í vörnina og um leið eykst álagið á hina.“ Í hönd eru að fara síðustu vikur Dags með liðið en hann lætur af starfi þjálfara Füchse Berlin í lok leiktíðar. Hann mun einbeita sér að landsliðsþjálfarastarfinu hjá Þjóðverjum í framtíðinni.Dagur gerði Berlínarrefina að bikarmeisturum í fyrra.vísir/gettyMikið af uppöldum strákum „Það er frábært að fá svona helgi áður en maður hættir. Ég er líka að mæta til leiks með mikið af heimamönnum en helmingurinn af hópnum hjá okkur er uppaldir strákar. Það er mjög skemmtilegt og ekki algengt í dag. Þar af eru tveir strákar, 20 og 21 árs, aðalmenn í skyttustöðunum. „Þetta er næstum því kveðjustund hjá mér og væri gaman að kveðja með titli þó svo að þetta verði mjög erfitt. Við vorum líklegir á heimavelli en meiðslin setja strik í reikninginn,“ segir Dagur en hans lið komst líka í undanúrslit í sömu keppni í fyrra en tapaði þá undanúrslitaleiknum. Ef Berlin kemst í úrslit verður Dagur ekki eini Íslendingurinn á svæðinu því Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson munu dæma úrslitaleikinn. Þegar helginni lýkur tekur við mikill lokasprettur hjá liðinu þar sem það spilar fimm deildarleiki á þrettán dögum. „Svona er þetta bara. Eftir HM þá spiluðum við tvo leiki á viku átta vikur í röð. Það er mikið álag enda líka mikil ferðalög. Þessir strákar hafa ekki fengið að anda síðan í júlí í fyrra.“Margar eftirminnilegar stundir Dagur er að klára sjötta árið sitt með Füchse Berlin og hann segist ganga stoltur frá borði. „Ég er mjög sáttur við hvernig ég skil við liðið. Það er mjög gaman að geta hætt hérna eftir sex ár án þess að vera rekinn. Það er óalgengt í þessum bransa. Við höfum fimm sinnum komist í „final four“ í keppnum á þessum sex árum og unnum bikarinn í fyrra. „Náðum þriðja sæti í deild og topp fjórum í Meistaradeildinni. Það eru margar eftirminnilegar stundir og ég er líka mjög stoltur af því að hafa náð þessum árangri með mikið af heimamönnum. Ég geng stoltur frá borði,“ segir Dagur en liðið verður áfram undir íslenskri stjórn þar sem Erlingur Richardsson tekur við starfinu af Degi. „Ég hefði viljað skila honum liðinu með Spoljaric og Bartlomiej Jaszka en það lítur út fyrir að þeir þurfi að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Það er því mikil breyting en hann mun fá nýja menn og þarf að móta sitt eigið lið.“ Handbolti Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
„Það er lúxus að þurfa ekki að ferðast í þessa leiki eftir álagið síðustu vikur,“ segir Dagur Sigurðsson en lið hans, Füchse Berlin, verður á heimavelli um helgina er úrslitahelgi EHF-bikarsins fer fram. Lið Dags mætir slóvenska liðinu Gorenje Velenje í dag en í hinum undanúrslitaleiknum mætast danska liðið Skjern og þýska liðið Hamburg. Það er skammt stórra högga á milli hjá liði Dags því um síðustu helgi var Berlin að spila í undanúrslitum þýska bikarsins. Þar tapaði liðið á grátlegan hátt, 27-26, fyrir Magdeburg. „Sú helgi var svakaleg og allir leikir réðust með einu marki eða fóru í framlengingu. Ég geri ráð fyrir álíka jöfnum leikjum núna um helgina. Við erum búnir að hrista af okkur vonbrigðin og erum frekar léttir á því.“Vantar trukkana Berlin hefur þó orðið fyrir áfalli því línumaðurinn og varnartröllið Jesper Nielsen getur ekki spilað með liðinu um helgina. „Hann er mjög mikilvægur fyrir okkur á báðum endum vallarins. Þetta er högg fyrir okkur og hópurinn er þunnur fyrir. Svo vantar okkur líka Denis Spoljaric sem er aðalvarnarmaðurinn okkar. Okkur vantar því báða trukkana í vörnina og um leið eykst álagið á hina.“ Í hönd eru að fara síðustu vikur Dags með liðið en hann lætur af starfi þjálfara Füchse Berlin í lok leiktíðar. Hann mun einbeita sér að landsliðsþjálfarastarfinu hjá Þjóðverjum í framtíðinni.Dagur gerði Berlínarrefina að bikarmeisturum í fyrra.vísir/gettyMikið af uppöldum strákum „Það er frábært að fá svona helgi áður en maður hættir. Ég er líka að mæta til leiks með mikið af heimamönnum en helmingurinn af hópnum hjá okkur er uppaldir strákar. Það er mjög skemmtilegt og ekki algengt í dag. Þar af eru tveir strákar, 20 og 21 árs, aðalmenn í skyttustöðunum. „Þetta er næstum því kveðjustund hjá mér og væri gaman að kveðja með titli þó svo að þetta verði mjög erfitt. Við vorum líklegir á heimavelli en meiðslin setja strik í reikninginn,“ segir Dagur en hans lið komst líka í undanúrslit í sömu keppni í fyrra en tapaði þá undanúrslitaleiknum. Ef Berlin kemst í úrslit verður Dagur ekki eini Íslendingurinn á svæðinu því Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson munu dæma úrslitaleikinn. Þegar helginni lýkur tekur við mikill lokasprettur hjá liðinu þar sem það spilar fimm deildarleiki á þrettán dögum. „Svona er þetta bara. Eftir HM þá spiluðum við tvo leiki á viku átta vikur í röð. Það er mikið álag enda líka mikil ferðalög. Þessir strákar hafa ekki fengið að anda síðan í júlí í fyrra.“Margar eftirminnilegar stundir Dagur er að klára sjötta árið sitt með Füchse Berlin og hann segist ganga stoltur frá borði. „Ég er mjög sáttur við hvernig ég skil við liðið. Það er mjög gaman að geta hætt hérna eftir sex ár án þess að vera rekinn. Það er óalgengt í þessum bransa. Við höfum fimm sinnum komist í „final four“ í keppnum á þessum sex árum og unnum bikarinn í fyrra. „Náðum þriðja sæti í deild og topp fjórum í Meistaradeildinni. Það eru margar eftirminnilegar stundir og ég er líka mjög stoltur af því að hafa náð þessum árangri með mikið af heimamönnum. Ég geng stoltur frá borði,“ segir Dagur en liðið verður áfram undir íslenskri stjórn þar sem Erlingur Richardsson tekur við starfinu af Degi. „Ég hefði viljað skila honum liðinu með Spoljaric og Bartlomiej Jaszka en það lítur út fyrir að þeir þurfi að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Það er því mikil breyting en hann mun fá nýja menn og þarf að móta sitt eigið lið.“
Handbolti Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira