Fólki og fyrirtækjum þröngvað í viðskipti við Auðkenni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. maí 2015 10:34 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að fyrirtækjum hafi verið smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hafi einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. Vísir/Valli/Vilhelm Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendea, segir að bæði einstaklingum og fyrirtækjum hafi verið þröngvað til viðskipta við fyrirtækið Auðkenni. Ríkisvaldinu hafi verið beint til að koma tugum þúsunda einstaklinga í viðskipti við fyrirtækið og fyrirtækjum smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hafi einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. Hann fjallar um málið í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að Auðkenni hafi lengi unnið með stjórnvöldum að þróun rafrænna skilríkja og rafrænna undirskrifta án þess þó að hafa einkarétt á því. „Önnur fyrirtæki hafa átt slíkar lausnir tilbúnar en fengu þó til dæmis ekki að bjóða í uppsetningu lausnar til rafrænnar undirritunar á vef ríkisskattstjóra; um hana var gengið til samninga við Advania og Auðkenni án útboðs,“ skrifar Ólafur. Meðal þess sem Ólafur bendir á í greininni er að þjónusta Auðkennis hafi ekki virkað sem skyldi á Apple tölvum. „Fyrir utan þau óþægindi sem þetta olli neytendum er það að sjálfsögðu samkeppnishindrun gagnvart söluaðilum Apple-vara þegar torveldara er fyrir notendur þeirra að nálgast opinbera þjónustu rafrænt en notendur tækja keppinautanna,“ skrifar Ólafur. Þá gagnrýnir Ólafur einnig að símafyrirtækjum, samkeppnisaðilum Símanns sem er einn af eigendum Auðkennis, hafi verið gert að búa kerfi sín undir innleiðingu rafrænna skilríkja með afar skömmum fyrirvara. „Höfum í huga að í þeim hópi voru keppinautar Símans, eins af eigendum Auðkennis, sem hafði haft nægan tíma til að prófa tæknilausnina í samstarfi við fyrirtækið,“ segir hann og bætir við að fjarskiptafyrirtækin hafi þurft að leggja gríðarlegan kostnað við að skipta út SIM-kortum viðskiptavina. „Nova ehf. þurfti að skipta um framleiðanda SIM-korta með ærinni fyrirhöfn og skömmum fyrirvara,“ skrifar hann. Þetta segir Ólafur að sé að minnsta kosti af tveimur ástæðum samkeppnishindrun. Annars vegar sé símafyrirtæki stillt upp við vegg og því sýnt fram á að það eigi á hættu að missa viðskiptavini ef það býður ekki upp á „ríkislausnina“ á rafrænum auðkennum og undirskrift og hins vegar sé viðskiptavinum torveldað að skipta um símafyrirtæki. „Til þessa hefur verið lagt upp úr því að númeraflutningur sé einfaldur og geti átt sér stað á nokkrum mínútum. Viðskiptavinur, sem hefur fengið rafræn skilríki og vill skipta um símafélag, þarf hins vegar að gera sér ferð í bankann og láta endurvirkja rafrænu skilríkin á símanum sínum. Þetta hindrar samkeppni á farsímamarkaði,“ skrifar Ólafur. Tækni Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendea, segir að bæði einstaklingum og fyrirtækjum hafi verið þröngvað til viðskipta við fyrirtækið Auðkenni. Ríkisvaldinu hafi verið beint til að koma tugum þúsunda einstaklinga í viðskipti við fyrirtækið og fyrirtækjum smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hafi einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. Hann fjallar um málið í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að Auðkenni hafi lengi unnið með stjórnvöldum að þróun rafrænna skilríkja og rafrænna undirskrifta án þess þó að hafa einkarétt á því. „Önnur fyrirtæki hafa átt slíkar lausnir tilbúnar en fengu þó til dæmis ekki að bjóða í uppsetningu lausnar til rafrænnar undirritunar á vef ríkisskattstjóra; um hana var gengið til samninga við Advania og Auðkenni án útboðs,“ skrifar Ólafur. Meðal þess sem Ólafur bendir á í greininni er að þjónusta Auðkennis hafi ekki virkað sem skyldi á Apple tölvum. „Fyrir utan þau óþægindi sem þetta olli neytendum er það að sjálfsögðu samkeppnishindrun gagnvart söluaðilum Apple-vara þegar torveldara er fyrir notendur þeirra að nálgast opinbera þjónustu rafrænt en notendur tækja keppinautanna,“ skrifar Ólafur. Þá gagnrýnir Ólafur einnig að símafyrirtækjum, samkeppnisaðilum Símanns sem er einn af eigendum Auðkennis, hafi verið gert að búa kerfi sín undir innleiðingu rafrænna skilríkja með afar skömmum fyrirvara. „Höfum í huga að í þeim hópi voru keppinautar Símans, eins af eigendum Auðkennis, sem hafði haft nægan tíma til að prófa tæknilausnina í samstarfi við fyrirtækið,“ segir hann og bætir við að fjarskiptafyrirtækin hafi þurft að leggja gríðarlegan kostnað við að skipta út SIM-kortum viðskiptavina. „Nova ehf. þurfti að skipta um framleiðanda SIM-korta með ærinni fyrirhöfn og skömmum fyrirvara,“ skrifar hann. Þetta segir Ólafur að sé að minnsta kosti af tveimur ástæðum samkeppnishindrun. Annars vegar sé símafyrirtæki stillt upp við vegg og því sýnt fram á að það eigi á hættu að missa viðskiptavini ef það býður ekki upp á „ríkislausnina“ á rafrænum auðkennum og undirskrift og hins vegar sé viðskiptavinum torveldað að skipta um símafyrirtæki. „Til þessa hefur verið lagt upp úr því að númeraflutningur sé einfaldur og geti átt sér stað á nokkrum mínútum. Viðskiptavinur, sem hefur fengið rafræn skilríki og vill skipta um símafélag, þarf hins vegar að gera sér ferð í bankann og láta endurvirkja rafrænu skilríkin á símanum sínum. Þetta hindrar samkeppni á farsímamarkaði,“ skrifar Ólafur.
Tækni Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira