Ungir frumkvöðlar þróa sápu úr kúahlandi ingvar haraldsson skrifar 5. maí 2015 11:49 Hlandið er fengið úr kúnum á Dufþaksholti á Hvolsvelli. Anton Reynir Hafdísarson segir sápuna lykta vel. Hópur nemenda við Háskólann í Reykjavík vinnur nú að því að þróa sápu til hárþvottar sem unnin er úr kúahlandi. Anton Reynir Hafdísarson, einn þeirra sem stendur að verkefninu, bendir á að áður fyrr hafi tíðkast að dýfa hárinu ofan í kúahland.Fjórðungur af innihaldi sápunnar er kúahland. Hin efnin eru að mestu olíur.„Það átti víst að vera mjög næringarríkt fyrir hárið því kúahland er ríkt vítamínum og steinefnum og er mjög hreinsandi. Við vildum prófa að nútímavæða þetta og settum okkur í samband við fólk sem er í sápugerð og sem bjuggu til uppskrift með okkur,“ segir Anton. Fundið fyrir miklum áhuga Anton segist að hópurinn hafi fundið fyrir miklum áhuga á sápunni. „Við höfum fengið fullt af fyrirspurnum eftir að við settum þetta á Facebook,“ segir Anton en hægt er að nálgast upplýsingar um verkefnið á Facebook síðu hópsins Qshampoo. Nú er unnið að því að koma sápunni í verslanir hér á landi sem sérhæfa sig í að selja lífrænar vörur. „Svo er aldrei að vita hvort ekki sé hægt að prófa að fara með þetta út ef það er einhver slíkur áhugi. Það er fullt af fólki sem vill hafa sápuna sína lífræna. Sápan hjá okkur kemur ekki nálægt neinum dýraprófunum og er mjög umhverfisvæn,“ segir Anton. Anton segir að sápan sé framleidd með því að hita kúahland og lút saman í potti. Hinum hráefnunum er blandað saman í öðrum potti. Síðan eru hráefnin sameinuðu við 40 gráðu hita. Þeim er svo helt í mót og geymd í kæli í viku. Eftir þann tíma er sápan tilbúin að sögn Antons.Sápa úr hlandi ekki fyrir alla Anton óttast ekki að almenningi muni lítast illa á að þrífa hárið á sér upp úr hlandi. „Ég er að nota þetta daglega núna. Mér finnst ekki neitt vera vont við þetta, það eru náttúrulega fleiri efni í sápunni en kúahland á borð við kókosolíu og sólblómaolíu. En þetta er ekki fyrir hvern sem er. Fólk mun líklega skiptast í tvo hópa. Þeir sem vilja prófa þetta og þeir sem ekki eru tilbúnir að setja hland í hárið á sér,“ segir hann. Antoni finnist að eigin sögn lyktin af sjampóinu góð enda séu ýmis ilmefni í henni. Sumir hafi hins vegar sagst finna hlandlykt af henni. „Maður veit náttúrulega ekki hvort það sé af því það sé hlandlykt af henni eða af því þeir vita að það er hland í henni,“ segir Anton en bætir við að hópurinn sé að prófa sig áfram með hin ýmsu ilmefni við sápugerðina. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Hópur nemenda við Háskólann í Reykjavík vinnur nú að því að þróa sápu til hárþvottar sem unnin er úr kúahlandi. Anton Reynir Hafdísarson, einn þeirra sem stendur að verkefninu, bendir á að áður fyrr hafi tíðkast að dýfa hárinu ofan í kúahland.Fjórðungur af innihaldi sápunnar er kúahland. Hin efnin eru að mestu olíur.„Það átti víst að vera mjög næringarríkt fyrir hárið því kúahland er ríkt vítamínum og steinefnum og er mjög hreinsandi. Við vildum prófa að nútímavæða þetta og settum okkur í samband við fólk sem er í sápugerð og sem bjuggu til uppskrift með okkur,“ segir Anton. Fundið fyrir miklum áhuga Anton segist að hópurinn hafi fundið fyrir miklum áhuga á sápunni. „Við höfum fengið fullt af fyrirspurnum eftir að við settum þetta á Facebook,“ segir Anton en hægt er að nálgast upplýsingar um verkefnið á Facebook síðu hópsins Qshampoo. Nú er unnið að því að koma sápunni í verslanir hér á landi sem sérhæfa sig í að selja lífrænar vörur. „Svo er aldrei að vita hvort ekki sé hægt að prófa að fara með þetta út ef það er einhver slíkur áhugi. Það er fullt af fólki sem vill hafa sápuna sína lífræna. Sápan hjá okkur kemur ekki nálægt neinum dýraprófunum og er mjög umhverfisvæn,“ segir Anton. Anton segir að sápan sé framleidd með því að hita kúahland og lút saman í potti. Hinum hráefnunum er blandað saman í öðrum potti. Síðan eru hráefnin sameinuðu við 40 gráðu hita. Þeim er svo helt í mót og geymd í kæli í viku. Eftir þann tíma er sápan tilbúin að sögn Antons.Sápa úr hlandi ekki fyrir alla Anton óttast ekki að almenningi muni lítast illa á að þrífa hárið á sér upp úr hlandi. „Ég er að nota þetta daglega núna. Mér finnst ekki neitt vera vont við þetta, það eru náttúrulega fleiri efni í sápunni en kúahland á borð við kókosolíu og sólblómaolíu. En þetta er ekki fyrir hvern sem er. Fólk mun líklega skiptast í tvo hópa. Þeir sem vilja prófa þetta og þeir sem ekki eru tilbúnir að setja hland í hárið á sér,“ segir hann. Antoni finnist að eigin sögn lyktin af sjampóinu góð enda séu ýmis ilmefni í henni. Sumir hafi hins vegar sagst finna hlandlykt af henni. „Maður veit náttúrulega ekki hvort það sé af því það sé hlandlykt af henni eða af því þeir vita að það er hland í henni,“ segir Anton en bætir við að hópurinn sé að prófa sig áfram með hin ýmsu ilmefni við sápugerðina.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira