Ungir frumkvöðlar þróa sápu úr kúahlandi ingvar haraldsson skrifar 5. maí 2015 11:49 Hlandið er fengið úr kúnum á Dufþaksholti á Hvolsvelli. Anton Reynir Hafdísarson segir sápuna lykta vel. Hópur nemenda við Háskólann í Reykjavík vinnur nú að því að þróa sápu til hárþvottar sem unnin er úr kúahlandi. Anton Reynir Hafdísarson, einn þeirra sem stendur að verkefninu, bendir á að áður fyrr hafi tíðkast að dýfa hárinu ofan í kúahland.Fjórðungur af innihaldi sápunnar er kúahland. Hin efnin eru að mestu olíur.„Það átti víst að vera mjög næringarríkt fyrir hárið því kúahland er ríkt vítamínum og steinefnum og er mjög hreinsandi. Við vildum prófa að nútímavæða þetta og settum okkur í samband við fólk sem er í sápugerð og sem bjuggu til uppskrift með okkur,“ segir Anton. Fundið fyrir miklum áhuga Anton segist að hópurinn hafi fundið fyrir miklum áhuga á sápunni. „Við höfum fengið fullt af fyrirspurnum eftir að við settum þetta á Facebook,“ segir Anton en hægt er að nálgast upplýsingar um verkefnið á Facebook síðu hópsins Qshampoo. Nú er unnið að því að koma sápunni í verslanir hér á landi sem sérhæfa sig í að selja lífrænar vörur. „Svo er aldrei að vita hvort ekki sé hægt að prófa að fara með þetta út ef það er einhver slíkur áhugi. Það er fullt af fólki sem vill hafa sápuna sína lífræna. Sápan hjá okkur kemur ekki nálægt neinum dýraprófunum og er mjög umhverfisvæn,“ segir Anton. Anton segir að sápan sé framleidd með því að hita kúahland og lút saman í potti. Hinum hráefnunum er blandað saman í öðrum potti. Síðan eru hráefnin sameinuðu við 40 gráðu hita. Þeim er svo helt í mót og geymd í kæli í viku. Eftir þann tíma er sápan tilbúin að sögn Antons.Sápa úr hlandi ekki fyrir alla Anton óttast ekki að almenningi muni lítast illa á að þrífa hárið á sér upp úr hlandi. „Ég er að nota þetta daglega núna. Mér finnst ekki neitt vera vont við þetta, það eru náttúrulega fleiri efni í sápunni en kúahland á borð við kókosolíu og sólblómaolíu. En þetta er ekki fyrir hvern sem er. Fólk mun líklega skiptast í tvo hópa. Þeir sem vilja prófa þetta og þeir sem ekki eru tilbúnir að setja hland í hárið á sér,“ segir hann. Antoni finnist að eigin sögn lyktin af sjampóinu góð enda séu ýmis ilmefni í henni. Sumir hafi hins vegar sagst finna hlandlykt af henni. „Maður veit náttúrulega ekki hvort það sé af því það sé hlandlykt af henni eða af því þeir vita að það er hland í henni,“ segir Anton en bætir við að hópurinn sé að prófa sig áfram með hin ýmsu ilmefni við sápugerðina. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Hópur nemenda við Háskólann í Reykjavík vinnur nú að því að þróa sápu til hárþvottar sem unnin er úr kúahlandi. Anton Reynir Hafdísarson, einn þeirra sem stendur að verkefninu, bendir á að áður fyrr hafi tíðkast að dýfa hárinu ofan í kúahland.Fjórðungur af innihaldi sápunnar er kúahland. Hin efnin eru að mestu olíur.„Það átti víst að vera mjög næringarríkt fyrir hárið því kúahland er ríkt vítamínum og steinefnum og er mjög hreinsandi. Við vildum prófa að nútímavæða þetta og settum okkur í samband við fólk sem er í sápugerð og sem bjuggu til uppskrift með okkur,“ segir Anton. Fundið fyrir miklum áhuga Anton segist að hópurinn hafi fundið fyrir miklum áhuga á sápunni. „Við höfum fengið fullt af fyrirspurnum eftir að við settum þetta á Facebook,“ segir Anton en hægt er að nálgast upplýsingar um verkefnið á Facebook síðu hópsins Qshampoo. Nú er unnið að því að koma sápunni í verslanir hér á landi sem sérhæfa sig í að selja lífrænar vörur. „Svo er aldrei að vita hvort ekki sé hægt að prófa að fara með þetta út ef það er einhver slíkur áhugi. Það er fullt af fólki sem vill hafa sápuna sína lífræna. Sápan hjá okkur kemur ekki nálægt neinum dýraprófunum og er mjög umhverfisvæn,“ segir Anton. Anton segir að sápan sé framleidd með því að hita kúahland og lút saman í potti. Hinum hráefnunum er blandað saman í öðrum potti. Síðan eru hráefnin sameinuðu við 40 gráðu hita. Þeim er svo helt í mót og geymd í kæli í viku. Eftir þann tíma er sápan tilbúin að sögn Antons.Sápa úr hlandi ekki fyrir alla Anton óttast ekki að almenningi muni lítast illa á að þrífa hárið á sér upp úr hlandi. „Ég er að nota þetta daglega núna. Mér finnst ekki neitt vera vont við þetta, það eru náttúrulega fleiri efni í sápunni en kúahland á borð við kókosolíu og sólblómaolíu. En þetta er ekki fyrir hvern sem er. Fólk mun líklega skiptast í tvo hópa. Þeir sem vilja prófa þetta og þeir sem ekki eru tilbúnir að setja hland í hárið á sér,“ segir hann. Antoni finnist að eigin sögn lyktin af sjampóinu góð enda séu ýmis ilmefni í henni. Sumir hafi hins vegar sagst finna hlandlykt af henni. „Maður veit náttúrulega ekki hvort það sé af því það sé hlandlykt af henni eða af því þeir vita að það er hland í henni,“ segir Anton en bætir við að hópurinn sé að prófa sig áfram með hin ýmsu ilmefni við sápugerðina.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira