Fótbolti

Barcelona skrefi nær titlinum

vísir/getty
Barcelona stefnir hraðbyri að spænska deildarmeistaratitlinum í knattspyrnu, en Barcelona vann 2-0 sigur á Real Sociedad í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik, fyrra fyrsta markið kom eftir sex mínútna leik í síðari hálfleik. Það skoraði brasilíski snillingurinn Neymar.

Síðara markið kom á 86. mínútu, en það skoraði varamaðurinn Pedro Rodriguez einungis fjórum mínútum eftir að hann kom inná.

Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður á 77. mínútu.

Barcelona með fimm stiga forskot þegar tvær umferðir eru eftir. Real Madrid á þó leik til góða, en Sociedad er í ellefta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×