Pavel: Þetta var meiðslatitilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2015 08:00 Pavel ásamt Hannesi Jónssyni og Guðbjörgu Norðfjörð, formanni og varaformanni KKÍ. vísir/valli „Þetta er mikill heiður og frábært að ljúka tímabilinu á að fá svona viðurkenningu,“ sagði Pavel Ermonlinskij, besti leikmaður Domino’s-deildar karla í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið eftir lokahóf KKÍ í gær. Þetta er í annað sinn sem Pavel er valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar en hann fékk einnig þessi verðlaun 2011. Þá varð KR Íslands- og bikarmeistari en í ár tapaði liðið bikarúrslitaleiknum en varð hins vegar Íslandsmeistari annað árið í röð. Pavel vildi samt ítreka mikilvægi liðsheildarinnar í KR-liðinu: „Ég veit ekki hvernig þeir völdu einhvern einn úr þessu liði. Þeir notuðu örugglega úllendúllendoff-aðferðina. Ég reiði mig mikið á liðsfélaga mína og sem betur fer er ég með góða samherja sem láta mig líta vel út.“Pavel ásamt samherjum sínum, Helga Má Magnússyni og Darra Hilmarssyni. Helgi var í liði ársins og Darri var valinn besti varnarmaðurinn, auk þess sem hann fékk prúðmennskuverðlaunin.vísir/valliPavel sagði að tímabilið í ár hafi verið erfitt en leikstjórnandinn var talsvert meiddur í vetur og missti af þeim sökum af sjö leikjum í deildinni. Þrátt fyrir það náði hann þeim einstaka árangri að vera með þrefalda tvennu að meðaltali í leik; 13,3 stig, 10,5 fráköst og 10,3 stoðsendingar. Sem kunnugt er meiddist Pavel í 4. leikhluta í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni en leikur KR hrundi eftir að hann fór út af. Hann vill ekki meina að tapið í úrslitaleiknum hafi hvatt KR-inga enn frekar til dáða í að landa Íslandsmeistaratitlinum. „Ég myndi ekki segja það. Alls ekki. Þetta var ekkert spark í rassinn. Það var slæmt að tapa leiknum en við litum ekki svo á að við hefðum hent þessu frá okkur og allt væri hræðilegt. Þetta var einn leikur og því miður var hann mjög mikilvægur,“ sagði Pavel. KR-ingar fóru erfiða leið í átt að Íslandsmeistaratitlinum. Í átta-liða úrslitunum slógu Vesturbæingar út sterkt lið Grindavíkur og í undanúrslitum biðu þeirra leikir við Njarðvík. Sú sería var frábær og þá sér í lagi oddaleikur liðanna í DHL-höllinni þar sem KR hafði betur eftir tvær framlengingar, 102-94. Í úrslitarimmunni hafði KR svo betur gegn Tindastól, 3-1. „Þetta var frábær úrslitakeppni og það var leiðinlegt að koma svona seint inn í þetta. Strákarnir stóðu sig frábærlega gegn Grindavík sem var mögulega erfiðasti andstæðingurinn sem við gátum fengið á þessu stigi,“ sagði Pavel sem missti nær algjörlega af Grindavíkurleikjunum og einnig fyrstu tveimur leikjunum gegn Njarðvík vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleiknum.Pavel var með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í deildinni í vetur.vísir/valli„Njarðvíkurserían var eins og hún var. Það muna allir eftir henni og hún tók á. Tindastólsserían var taktískari og minna um tilfinningar en þar var spilaður mjög góður körfubolti,“ bætti Pavel við. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitillinn sem Pavel vinnur með KR en hann segir erfitt að gera upp á milli þeirra. „Það eru alltaf einhverjar sögur sem fylgja hverjum titli. Þetta var meiðslatitillinn,“ sagði Pavel sem fær ekki langt sumarfrí en framundan er stærsta verkefni í sögu íslenska landsliðsins, Evrópumótið í körfubolta sem Ísland tryggði sig inn á í fyrrasumar. „Núna fer maður að einbeita sér að landsliðinu. Það eru margir um hituna og hörð barátta um sæti í hópnum,“ sagði Pavel Ermolinskij að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20 Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43 Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30 Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
„Þetta er mikill heiður og frábært að ljúka tímabilinu á að fá svona viðurkenningu,“ sagði Pavel Ermonlinskij, besti leikmaður Domino’s-deildar karla í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið eftir lokahóf KKÍ í gær. Þetta er í annað sinn sem Pavel er valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar en hann fékk einnig þessi verðlaun 2011. Þá varð KR Íslands- og bikarmeistari en í ár tapaði liðið bikarúrslitaleiknum en varð hins vegar Íslandsmeistari annað árið í röð. Pavel vildi samt ítreka mikilvægi liðsheildarinnar í KR-liðinu: „Ég veit ekki hvernig þeir völdu einhvern einn úr þessu liði. Þeir notuðu örugglega úllendúllendoff-aðferðina. Ég reiði mig mikið á liðsfélaga mína og sem betur fer er ég með góða samherja sem láta mig líta vel út.“Pavel ásamt samherjum sínum, Helga Má Magnússyni og Darra Hilmarssyni. Helgi var í liði ársins og Darri var valinn besti varnarmaðurinn, auk þess sem hann fékk prúðmennskuverðlaunin.vísir/valliPavel sagði að tímabilið í ár hafi verið erfitt en leikstjórnandinn var talsvert meiddur í vetur og missti af þeim sökum af sjö leikjum í deildinni. Þrátt fyrir það náði hann þeim einstaka árangri að vera með þrefalda tvennu að meðaltali í leik; 13,3 stig, 10,5 fráköst og 10,3 stoðsendingar. Sem kunnugt er meiddist Pavel í 4. leikhluta í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni en leikur KR hrundi eftir að hann fór út af. Hann vill ekki meina að tapið í úrslitaleiknum hafi hvatt KR-inga enn frekar til dáða í að landa Íslandsmeistaratitlinum. „Ég myndi ekki segja það. Alls ekki. Þetta var ekkert spark í rassinn. Það var slæmt að tapa leiknum en við litum ekki svo á að við hefðum hent þessu frá okkur og allt væri hræðilegt. Þetta var einn leikur og því miður var hann mjög mikilvægur,“ sagði Pavel. KR-ingar fóru erfiða leið í átt að Íslandsmeistaratitlinum. Í átta-liða úrslitunum slógu Vesturbæingar út sterkt lið Grindavíkur og í undanúrslitum biðu þeirra leikir við Njarðvík. Sú sería var frábær og þá sér í lagi oddaleikur liðanna í DHL-höllinni þar sem KR hafði betur eftir tvær framlengingar, 102-94. Í úrslitarimmunni hafði KR svo betur gegn Tindastól, 3-1. „Þetta var frábær úrslitakeppni og það var leiðinlegt að koma svona seint inn í þetta. Strákarnir stóðu sig frábærlega gegn Grindavík sem var mögulega erfiðasti andstæðingurinn sem við gátum fengið á þessu stigi,“ sagði Pavel sem missti nær algjörlega af Grindavíkurleikjunum og einnig fyrstu tveimur leikjunum gegn Njarðvík vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleiknum.Pavel var með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í deildinni í vetur.vísir/valli„Njarðvíkurserían var eins og hún var. Það muna allir eftir henni og hún tók á. Tindastólsserían var taktískari og minna um tilfinningar en þar var spilaður mjög góður körfubolti,“ bætti Pavel við. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitillinn sem Pavel vinnur með KR en hann segir erfitt að gera upp á milli þeirra. „Það eru alltaf einhverjar sögur sem fylgja hverjum titli. Þetta var meiðslatitillinn,“ sagði Pavel sem fær ekki langt sumarfrí en framundan er stærsta verkefni í sögu íslenska landsliðsins, Evrópumótið í körfubolta sem Ísland tryggði sig inn á í fyrrasumar. „Núna fer maður að einbeita sér að landsliðinu. Það eru margir um hituna og hörð barátta um sæti í hópnum,“ sagði Pavel Ermolinskij að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20 Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43 Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30 Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Leikstjórnendur meistaraliðanna þóttu bera af í Dominos-deildunum í vetur. 8. maí 2015 12:20
Viðtöl við verðlaunahafana á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, fór fram í hádeginu í dag. 8. maí 2015 16:43
Sigmundur: Enginn ís með dýfu Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun. 8. maí 2015 14:30
Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Gunnhildur Gunnarsdóttir var valinn besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess að vera í úrvalsliði deildarinnar. 8. maí 2015 13:53