Jerry Kelly og Kevin Na leiða eftir 36 holur á TPC Sawgrass 9. maí 2015 09:41 Kevin Na á öðrum hring í gær. Getty Bandaríkjamennirnir Jerry Kelly og Kevin Na leiða þegar Players meistaramótið á TPC Sawgrass vellinum er hálfnað en þeir hafa leikið fyrstu 36 holurnar á átta höggum undir pari. Fjórir kylfingar deila þriðja sætinu á sex höggum undir pari en Rickie Fowler er meðal þeirra eftir tvo hringi upp á 69 högg. Mörg þekkt nöfn eru í toppbaráttunni en þar má nefna Ian Poulter, Jim Furyk og Rory McIlroy sem eru allir á fjórum höggum undir pari. Þá eru þeir Henrik Stenson, Adam Scott, Sergio Garcia, Bubba Watson og Martin Kaymer á þremur höggum undir pari, fimm höggum frá efstu mönnum.Tiger Woods náði niðurskurðinum og er á sléttu pari en hann lék gott golf í gær og hefði hæglega getað skorað betur ef heppnin hefði verið með honum á flötunum. Hann þarf þó að eiga mjög góðan hring í dag ef hann ætlar að blanda sér í baráttu efstu manna. Þá voru nokkur stór nöfn sem náðu ekki niðurskurðinum en meðal þeirra voru Jordan Spieth, Phil Mickelson, Justin Rose og fyrrum besti kylfingur heims, Luke Donald, sem er meðal neðstu manna á níu höggum yfir pari en hann hefur verið í mikilli lægð á keppnistímabilinu. Þriðji hringur verður í beinni útsendingu á golfstöðinni frá 17:00 í kvöld. Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Jerry Kelly og Kevin Na leiða þegar Players meistaramótið á TPC Sawgrass vellinum er hálfnað en þeir hafa leikið fyrstu 36 holurnar á átta höggum undir pari. Fjórir kylfingar deila þriðja sætinu á sex höggum undir pari en Rickie Fowler er meðal þeirra eftir tvo hringi upp á 69 högg. Mörg þekkt nöfn eru í toppbaráttunni en þar má nefna Ian Poulter, Jim Furyk og Rory McIlroy sem eru allir á fjórum höggum undir pari. Þá eru þeir Henrik Stenson, Adam Scott, Sergio Garcia, Bubba Watson og Martin Kaymer á þremur höggum undir pari, fimm höggum frá efstu mönnum.Tiger Woods náði niðurskurðinum og er á sléttu pari en hann lék gott golf í gær og hefði hæglega getað skorað betur ef heppnin hefði verið með honum á flötunum. Hann þarf þó að eiga mjög góðan hring í dag ef hann ætlar að blanda sér í baráttu efstu manna. Þá voru nokkur stór nöfn sem náðu ekki niðurskurðinum en meðal þeirra voru Jordan Spieth, Phil Mickelson, Justin Rose og fyrrum besti kylfingur heims, Luke Donald, sem er meðal neðstu manna á níu höggum yfir pari en hann hefur verið í mikilli lægð á keppnistímabilinu. Þriðji hringur verður í beinni útsendingu á golfstöðinni frá 17:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira