Fótbolti

Sverrir og félagar í úrslitaleik um Evrópudeildarsæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sverrir Ingi í viðtali í íslenska landsliðsbúningnum.
Sverrir Ingi í viðtali í íslenska landsliðsbúningnum. vísir/daníel
Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn í vörn Lokeren sem valtaði yfir Oostende í úrslitakeppni belgísku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en lokatölur urðu 5-1 sigur Lokeren.

Hans Vanaken kom Lokeren yfir, en hann bætti við öðru marki sínu og staðan orðin 2-0 eftir fjórtán mínútna leik. Cyriel Dessers bætti svo við tveimur mörkum og Nill De Pauw einu og staðan 5-0 í hálfleik.

Lokeren hafði hægt um sig í síðari hálfleik, en þeir fengu á sig eitt mark og skoruðu eitt. Lokatölur urðu 6-1 sigur Lokeren, en Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í vörninni hjá Lokeren.

Með sigrinum tryggðu Sverrir og félagar sér sæti í úrslitaleik um laust sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð, en þar mætir liðið KV Mechelen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×