Enski boltinn

Tíu ár í dag síðan Eiður Smári vann fyrsta titilinn með Chelsea | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smár Guðjohnsen fagnar með John Terry í leikslok.
Eiður Smár Guðjohnsen fagnar með John Terry í leikslok. Vísir/Getty
Chelsea-menn eru einum sigri frá því að tryggja sér enska meistaratitilinn í fimmta sinn en í dag eru tíu ár frá miklum tímamótum í sögu félagsins.

Á þessum degi, 30. apríl árið 2005, varð Chelsea enskur meistari í fyrsta sinn í fimmtíu ár eftir 2-0 útisigur á Bolton.

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea í þessum leik og spilaði fyrstu 85 mínúturnar en Frank Lampard skoraði bæði mörkin í seinni hálfleik.

Eiður Smári átti mjög flott tímabil en hann skoraði 12 mörk og 8 stoðsendingar í 37 leikjum í deildinni á leiktíðinni.

Þetta var jafnframt fyrsti meistaratitill liðsins undir stjórn Portúgalans Jose Mourinho sem hefur unnið sinn þriðja Englandsmeistaratitil ef Chelsea-liðið vinnur Crystal Palace á sunnudaginn.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá því þegar Chelsea-menn tryggðu sér fyrsta titil félagins í hálfa öld. Þar á meðal er viðtal við Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×