Sérfræðingur við Heimspekistofnun: Afstæðishyggja um sannleika hrekur sjálfa sig Birgir Olgeirsson skrifar 20. apríl 2015 15:45 Björn Þorvaldsson saksóknari og Arngrímur Ísberg áttu orðaskipti í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Arngrímur sagði sakborning eiga að segja satt, en það sé afstætt hugtak. Björn var ekki sammála því að það sé afstætt hugtak að segja satt. Vísir/GVA „Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak.“ Þessi ummæli lét héraðsdómarinn Arngrímur Ísberg falla við aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ummælin ollu ákveðnu uppnámi en þau voru látin falla eftir að Arngrímur, sem er dómsformaður í þessu máli, taldi sig ekki hafa heimild til að skikka einn af þeim sem eru ákærðir í málinu til að setjast í vitnastúkuna. Saksóknarinn í málinu, Björn Þorvaldsson, hafði mótmælt þessu og fór fram á að ákærði fengi ekki að hafa opna tölvu fyrir framan sig þar sem enginn gæti vitað hvað hann væri með fyrir framan sig og sagði saksóknari ákærða til dæmis geta haft fyrir framan sig málsgögn eða jafnvel tilbúin svör.Sjá einnig:Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna Arngrímur sagði málsaðila verða að treysta verjanda til þess að sakborningur væri ekki með eitthvað fyrir framan sig sem hann mætti ekki og bætti svo við: „Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak.“ Björn Þorvaldsson mótmælti því og svaraði: „Það er ekki afstætt hugtak.“Eyja Margrét Brynjarsdóttir, sérfræðingur við Heimspekistofnun Háskóla Íslands.Vísir/AðsendAfstæðishyggja um sannleika hrekur sjálfa sig Eyja Margrét Brynjarsdóttir er sérfræðingur við Heimspekistofnun Háskóla Íslands en hún segir ríkjandi skoðun meðal heimspekinga vera trúlega þá að sannleikurinn sé hreint ekki afstæður og að afstæðishyggja um sannleika endi með að hrekja sjálfa sig. „Án þess að farið sé út í það nánar þá eru til ýmsar góðar ástæður til að standa á því að sannleikurinn sé algildur og jafnvel til að segja að ef eitthvað geti verið algilt þá hljóti það að vera sannleikurinn,“ svarar Eyja þegar hún er spurð hvort sannleikurinn sé afstæður. Hún segir að hins vegar eigi afstæðishyggja um sannleika sér langa sögu og sé gjarnan rakin aftur til sófistans Prótagórasar. „Sem segir í samnefndri samræðu Platons á 4. öld fyrir Krist að maðurinn sé mælikvarði allra hluta. Og afstæðishyggjan hefur komið fram á ýmsum tímum og í ýmsum myndum.“Tæpast sett fram á því formi að einstaklingar geti hagrætt frásögn Hún segir að þeir sem hafa haldið henni fram af einhverri alvöru hafi þó tæpast sett hana fram á því formi að einstaklingar geti hagrætt frásögn sinni af atvikum og atburðum eftir sinni persónulegu hentisemi heldur hefur málið snúist um heldur flóknari hluti. „Eitt af því sem þarf til dæmis að huga að þegar talað er um að eitthvað sé afstætt er að afstæði felur alltaf í sér afstöðu tveggja að fleiri hluta hvers við annan. Ef einhver ætlar að halda því fram að sannleikur sé afstæður þá þarf að fylgja sögunni hvað það er sem hann á að vera afstæður við. Oft er gert ráð fyrir að allir viti hvað það er, að það sé samfélag, menningarhópur eða eitthvað slíkt, en til að hugmyndin sé almennilega skiljanleg þarf þetta samt að liggja fyrir. Tveir aðilar sem halda fram hugmyndum um afstæðan sannleika geta haft gjörólíkar hugmyndir í huga ef það eru mismunandi hlutir sem þeir gera ráð fyrir að sannleikurinn sé afstæður til.“ Hún segir að ákveðin gerð afstæðishyggju, sem varðar afmörkuð svið sannleikans, hafa verið ofarlega á baugi á síðustu árum. „Hún gengur þá út á að sannleikur um suma hluti sé algildur, til dæmis það hvort tiltekinn atburður hafi átt sér stað, hver hafi verið hvar á tilteknum tíma og eitthvað slíkt, en sannleikur um gildisdóma, smekksatriði og þessháttar sé afstæður. En jafnvel þessi afstæðishyggja hefur verið umdeild, margir vilja alls ekki samþykkja að nokkur sannleikur geti verið afstæður,“ segir Eyja í svari til Vísis við því hvort sannleikurinn sé afstæður.Fullyrðingin „Allt er afstætt“ getur ekki staðist sem alhæfing Á Vísindavef Háskóla Íslands hefur hún einnig svarað spurningunni: Oft er sagt að allt sé afstætt, en er svo í raun? Er það niðurstaða Eyju, að gefnum ýmsum forsendum, að það geti ekki verið rétt, í bókstaflegum skilningi, að allt sé afstætt. „Ef allt er afstætt hlýtur einnig að vera afstætt hvort fullyrðingin "Allt er afstætt" sé sönn og þar af leiðandi getur ekki allt verið afstætt. Fullyrðingin getur eðlis síns vegna ekki staðist sem alhæfing.“ Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34 Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
„Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak.“ Þessi ummæli lét héraðsdómarinn Arngrímur Ísberg falla við aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ummælin ollu ákveðnu uppnámi en þau voru látin falla eftir að Arngrímur, sem er dómsformaður í þessu máli, taldi sig ekki hafa heimild til að skikka einn af þeim sem eru ákærðir í málinu til að setjast í vitnastúkuna. Saksóknarinn í málinu, Björn Þorvaldsson, hafði mótmælt þessu og fór fram á að ákærði fengi ekki að hafa opna tölvu fyrir framan sig þar sem enginn gæti vitað hvað hann væri með fyrir framan sig og sagði saksóknari ákærða til dæmis geta haft fyrir framan sig málsgögn eða jafnvel tilbúin svör.Sjá einnig:Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna Arngrímur sagði málsaðila verða að treysta verjanda til þess að sakborningur væri ekki með eitthvað fyrir framan sig sem hann mætti ekki og bætti svo við: „Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak.“ Björn Þorvaldsson mótmælti því og svaraði: „Það er ekki afstætt hugtak.“Eyja Margrét Brynjarsdóttir, sérfræðingur við Heimspekistofnun Háskóla Íslands.Vísir/AðsendAfstæðishyggja um sannleika hrekur sjálfa sig Eyja Margrét Brynjarsdóttir er sérfræðingur við Heimspekistofnun Háskóla Íslands en hún segir ríkjandi skoðun meðal heimspekinga vera trúlega þá að sannleikurinn sé hreint ekki afstæður og að afstæðishyggja um sannleika endi með að hrekja sjálfa sig. „Án þess að farið sé út í það nánar þá eru til ýmsar góðar ástæður til að standa á því að sannleikurinn sé algildur og jafnvel til að segja að ef eitthvað geti verið algilt þá hljóti það að vera sannleikurinn,“ svarar Eyja þegar hún er spurð hvort sannleikurinn sé afstæður. Hún segir að hins vegar eigi afstæðishyggja um sannleika sér langa sögu og sé gjarnan rakin aftur til sófistans Prótagórasar. „Sem segir í samnefndri samræðu Platons á 4. öld fyrir Krist að maðurinn sé mælikvarði allra hluta. Og afstæðishyggjan hefur komið fram á ýmsum tímum og í ýmsum myndum.“Tæpast sett fram á því formi að einstaklingar geti hagrætt frásögn Hún segir að þeir sem hafa haldið henni fram af einhverri alvöru hafi þó tæpast sett hana fram á því formi að einstaklingar geti hagrætt frásögn sinni af atvikum og atburðum eftir sinni persónulegu hentisemi heldur hefur málið snúist um heldur flóknari hluti. „Eitt af því sem þarf til dæmis að huga að þegar talað er um að eitthvað sé afstætt er að afstæði felur alltaf í sér afstöðu tveggja að fleiri hluta hvers við annan. Ef einhver ætlar að halda því fram að sannleikur sé afstæður þá þarf að fylgja sögunni hvað það er sem hann á að vera afstæður við. Oft er gert ráð fyrir að allir viti hvað það er, að það sé samfélag, menningarhópur eða eitthvað slíkt, en til að hugmyndin sé almennilega skiljanleg þarf þetta samt að liggja fyrir. Tveir aðilar sem halda fram hugmyndum um afstæðan sannleika geta haft gjörólíkar hugmyndir í huga ef það eru mismunandi hlutir sem þeir gera ráð fyrir að sannleikurinn sé afstæður til.“ Hún segir að ákveðin gerð afstæðishyggju, sem varðar afmörkuð svið sannleikans, hafa verið ofarlega á baugi á síðustu árum. „Hún gengur þá út á að sannleikur um suma hluti sé algildur, til dæmis það hvort tiltekinn atburður hafi átt sér stað, hver hafi verið hvar á tilteknum tíma og eitthvað slíkt, en sannleikur um gildisdóma, smekksatriði og þessháttar sé afstæður. En jafnvel þessi afstæðishyggja hefur verið umdeild, margir vilja alls ekki samþykkja að nokkur sannleikur geti verið afstæður,“ segir Eyja í svari til Vísis við því hvort sannleikurinn sé afstæður.Fullyrðingin „Allt er afstætt“ getur ekki staðist sem alhæfing Á Vísindavef Háskóla Íslands hefur hún einnig svarað spurningunni: Oft er sagt að allt sé afstætt, en er svo í raun? Er það niðurstaða Eyju, að gefnum ýmsum forsendum, að það geti ekki verið rétt, í bókstaflegum skilningi, að allt sé afstætt. „Ef allt er afstætt hlýtur einnig að vera afstætt hvort fullyrðingin "Allt er afstætt" sé sönn og þar af leiðandi getur ekki allt verið afstætt. Fullyrðingin getur eðlis síns vegna ekki staðist sem alhæfing.“
Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34 Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34
Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53
Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57
Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent