Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 20. apríl 2015 14:57 Pétur Kristinn lengst til vinstri á myndinni ásamt lögmönnum sínum. Vísir/GVA Björn Þorvaldsson saksóknari las upp úr símtali sem Pétur Kristinn Guðmarsson átti við samstarfsmann sinn hjá Kaupþingi að morgni 3. apríl 2008. Með símtalinu var ætlun saksóknara að sýna fram á að Pétur og aðrir ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli fyrrverandi starfsmanna Kaupþings hafi vísvitandi verið að halda uppi verðinu á bankanum. Björn las upp úr símtali þeirra félaga þar sem Frosti Reyr Rúnarsson, starfsmaður Kaupþings, hringir í Pétur Kristinn sem hafði sofið yfir sig. Þar greinir Frosti Reyr frá því að verðið í Kaupþingi hafi lækkað um 4%. „Ekki fokka í mér,“ voru viðbrögð Péturs Kristins. „Jú svona er þetta bara kallinn minn ég er ekki að fokka í þér. Ef kallinn er ekki með puttann á púlsinum þá er stokkurinn dauður.“ Þá svarar Pétur hvort hann eigi „ekki bara að hjóla í þetta núna“?Lögðu fram stór tilboð í upphafi dags Með þessu vildi Björn sýna að ástæða símtals Frosta í Pétur hefðu verið lækkun hlutabréfa, sem Pétur átti þá að ganga í að laga. Pétur er ákærður, ásamt Birni Sæ Björnssyni, sem einnig starfaði við eigin viðskipti Kaupþings, fyrir að hafa í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór tilboð í hlutabréf í Kaupþingi með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. Þeir hafi með háttsemi sinni haft óeðlileg áhrif á verð í hlutabréfum bankans og því gerst sekir um markaðsmisnotkun. Stunduðu þeir hana að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar, Ingólfs Helgasonar og Einars Pálma Sigmundssonar.Tölva saksóknara gaf sig Í kjölfar þess að Björn las upp úr símtalinu bað Pétur um að fá að sjá Kauphallarhermi saksóknara, sem sýnir markaðshreyfingar á þeim tíma sem ákæran nær til. Að honum yrði varpað á skjáinn. Ekki tókst betur til en svo að gera þurfti hádegishlé þar sem tölva saksóknara virkaði ekki sem skildi. Eftir hádegi gekk það betur. Björn gekk á Pétur eftir hádegi og spurði hann hvað hefði gerst hefðu þeir ekki lagt fram tilboð í upphafi dags. Hvort þessi 4% lækkun sýndi ekki glögglega hversu miklu máli skipti að tilboð yrðu lögð fram? Lækkunina mætti rekja til þess að Pétur svaf yfir sig? „Ég held að þetta segi ekki neitt um það. Hann segir mér bara að stokkurinn hafi farið niður um 4%,“ sagði Pétur. Aðspurður um ummæli Frosta um að stokkurinn verði dauður sé Pétur ekki með puttann á púlsinum sagði Pétur Frosta eiga við að það væri lítill seljanleiki.„Já, nei og ég veit það ekki“ Þá spurði saksóknari Pétur um hvað það þýddi að „skrúfa þetta bara upp“. Svaraði Pétur því til að það þýddi að kaupa. Mögulega hefði verið gott tækifæri að kaupa af því að bréfin höfðu lækkað. Aðspurður hvort að hlutabréfaverð hefði verið búið að lækka þennan morgun sagði Pétur: „Ég veit það ekki. Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna og vissi ekki hvort þetta hefði ekki lækkað, en það hafði ekki gerst.“ Aðspurður um hvað gerðist ef Pétur og starfsmenn Kaupþings lögðu ekki fram tilboð í upphafi dags, hvort að verðið myndi ekki lækka svaraði Pétur: „Svarið er já, nei og ég veit það ekki.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Björn Þorvaldsson saksóknari las upp úr símtali sem Pétur Kristinn Guðmarsson átti við samstarfsmann sinn hjá Kaupþingi að morgni 3. apríl 2008. Með símtalinu var ætlun saksóknara að sýna fram á að Pétur og aðrir ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli fyrrverandi starfsmanna Kaupþings hafi vísvitandi verið að halda uppi verðinu á bankanum. Björn las upp úr símtali þeirra félaga þar sem Frosti Reyr Rúnarsson, starfsmaður Kaupþings, hringir í Pétur Kristinn sem hafði sofið yfir sig. Þar greinir Frosti Reyr frá því að verðið í Kaupþingi hafi lækkað um 4%. „Ekki fokka í mér,“ voru viðbrögð Péturs Kristins. „Jú svona er þetta bara kallinn minn ég er ekki að fokka í þér. Ef kallinn er ekki með puttann á púlsinum þá er stokkurinn dauður.“ Þá svarar Pétur hvort hann eigi „ekki bara að hjóla í þetta núna“?Lögðu fram stór tilboð í upphafi dags Með þessu vildi Björn sýna að ástæða símtals Frosta í Pétur hefðu verið lækkun hlutabréfa, sem Pétur átti þá að ganga í að laga. Pétur er ákærður, ásamt Birni Sæ Björnssyni, sem einnig starfaði við eigin viðskipti Kaupþings, fyrir að hafa í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór tilboð í hlutabréf í Kaupþingi með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. Þeir hafi með háttsemi sinni haft óeðlileg áhrif á verð í hlutabréfum bankans og því gerst sekir um markaðsmisnotkun. Stunduðu þeir hana að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar, Ingólfs Helgasonar og Einars Pálma Sigmundssonar.Tölva saksóknara gaf sig Í kjölfar þess að Björn las upp úr símtalinu bað Pétur um að fá að sjá Kauphallarhermi saksóknara, sem sýnir markaðshreyfingar á þeim tíma sem ákæran nær til. Að honum yrði varpað á skjáinn. Ekki tókst betur til en svo að gera þurfti hádegishlé þar sem tölva saksóknara virkaði ekki sem skildi. Eftir hádegi gekk það betur. Björn gekk á Pétur eftir hádegi og spurði hann hvað hefði gerst hefðu þeir ekki lagt fram tilboð í upphafi dags. Hvort þessi 4% lækkun sýndi ekki glögglega hversu miklu máli skipti að tilboð yrðu lögð fram? Lækkunina mætti rekja til þess að Pétur svaf yfir sig? „Ég held að þetta segi ekki neitt um það. Hann segir mér bara að stokkurinn hafi farið niður um 4%,“ sagði Pétur. Aðspurður um ummæli Frosta um að stokkurinn verði dauður sé Pétur ekki með puttann á púlsinum sagði Pétur Frosta eiga við að það væri lítill seljanleiki.„Já, nei og ég veit það ekki“ Þá spurði saksóknari Pétur um hvað það þýddi að „skrúfa þetta bara upp“. Svaraði Pétur því til að það þýddi að kaupa. Mögulega hefði verið gott tækifæri að kaupa af því að bréfin höfðu lækkað. Aðspurður hvort að hlutabréfaverð hefði verið búið að lækka þennan morgun sagði Pétur: „Ég veit það ekki. Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna og vissi ekki hvort þetta hefði ekki lækkað, en það hafði ekki gerst.“ Aðspurður um hvað gerðist ef Pétur og starfsmenn Kaupþings lögðu ekki fram tilboð í upphafi dags, hvort að verðið myndi ekki lækka svaraði Pétur: „Svarið er já, nei og ég veit það ekki.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48 Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Leit upp til, trúði og treysti „súperstjörnunum“ yfirmönnum sínum „Ég leit upp til minna yfirmanna, trúði og treysti þeim og hafði ekki ástæður til að ætla að ég væri að gera eitthvað ólöglegt,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi. 20. apríl 2015 10:53
Hreiðar Már, Magnús og Sigurður ekki mættir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 20. apríl 2015 09:48
Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna "Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak,” sagði Arngrímur Ísberg dómari. Björn Þorvaldsson saksóknari svaraði þá: "Það er ekki afstætt hugtak.” 20. apríl 2015 10:02
Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent