Slush Play Reykjavík haldin í fyrsta sinn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. apríl 2015 16:20 Ólafur Ragnar Grímsson og Hilmar Veigar ræddu tölvuleikjaiðnaðinn á íslenskri tölvuleikaráðstefnu í dag. mynd/halldóra ólafs Tölvuleikjaráðstefnan Slush Play Reykjavík var haldin í fyrsta sinn í dag í Gamla bíó. Ráðstefnan er haldin að finnskri fyrirmynd en meðal þeirra sem ávörpuðu ráðstefnuna í dag voru Hilmar Veigar, forstjóri CCP, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.Hilmar Veigar, forstjóri CCP.mynd/halldóra ólafsÍ opnunarræðu ráðstefnunnar talaði Hilmar um mikilvægi þess að ungir sprotar hér á landi fái tækifæri til að hitta fjárfesta og erlenda fjölmiðla á ráðstefnu sem þessari, þar sem oft og tíðum sé ekki til fjármagn til að ferðast um heiminn á fyrsta stigi nýsköpunar. Þá talaði hann um hvernig fjölmörg ný fyrirtæki urðu til sem afsprengi fyrirtækisins OZ frá því á tíunda áratug síðustu aldar. „Oftar en ekki, þegar það komu hindranir í sögu OZ, urðu til góðar hugmyndir sem sumar urðu til þess að ný fyrirtæki urðu til. Reynslan sem varð til á þessum árum, samstarf fólks og sagan skipti miklu máli í hvernig iðnaðurinn hefur þróast,“ sagði hann. „Þessi margföldunaráhrif eru mikilvæg þegar við horfum til iðnaðarins og hvernig við viljum sjá hann vaxa inn í framtíðina,“ sagði Hilmar.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.mynd/halldóra ólafsÓlafur Ragnar sagði að íslenski tölvuleikjaiðnaðurinn hefði sannað að Ísland gæti verið mikilvæg þjóð í nýjum sagnarheimi tölva og hátækni. „Fjölmörg íslensk leikjafyrirtæki hafa skapað sér nöfn á alþjóðarvísu, og eru orðin leiðandi á sínu sviði. Ástæðan fyrir því að mínu mati má rekja til þess að við höfum í arfleifð okkar hæfileika til að segja sögur, og tölvuleikur er í raun og veru ef tekin er öll tæknin úr iðnaðinum, nútímalegt sagnaform,“ sagði hann. „Í öðru lagi, þá gerir smæð þjóðarinnar það að verkum að við vinnum þétt saman þvert á fög og iðnaði. Listamenn ræða við viðskiptafólk. Tölvuforritarar við markaðsfólk. Sökum þess hversu fá við erum þá verður landið einskonar suðupottur nýrra hugmynda,“ sagði forsetinn. Leikjavísir Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Tölvuleikjaráðstefnan Slush Play Reykjavík var haldin í fyrsta sinn í dag í Gamla bíó. Ráðstefnan er haldin að finnskri fyrirmynd en meðal þeirra sem ávörpuðu ráðstefnuna í dag voru Hilmar Veigar, forstjóri CCP, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.Hilmar Veigar, forstjóri CCP.mynd/halldóra ólafsÍ opnunarræðu ráðstefnunnar talaði Hilmar um mikilvægi þess að ungir sprotar hér á landi fái tækifæri til að hitta fjárfesta og erlenda fjölmiðla á ráðstefnu sem þessari, þar sem oft og tíðum sé ekki til fjármagn til að ferðast um heiminn á fyrsta stigi nýsköpunar. Þá talaði hann um hvernig fjölmörg ný fyrirtæki urðu til sem afsprengi fyrirtækisins OZ frá því á tíunda áratug síðustu aldar. „Oftar en ekki, þegar það komu hindranir í sögu OZ, urðu til góðar hugmyndir sem sumar urðu til þess að ný fyrirtæki urðu til. Reynslan sem varð til á þessum árum, samstarf fólks og sagan skipti miklu máli í hvernig iðnaðurinn hefur þróast,“ sagði hann. „Þessi margföldunaráhrif eru mikilvæg þegar við horfum til iðnaðarins og hvernig við viljum sjá hann vaxa inn í framtíðina,“ sagði Hilmar.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.mynd/halldóra ólafsÓlafur Ragnar sagði að íslenski tölvuleikjaiðnaðurinn hefði sannað að Ísland gæti verið mikilvæg þjóð í nýjum sagnarheimi tölva og hátækni. „Fjölmörg íslensk leikjafyrirtæki hafa skapað sér nöfn á alþjóðarvísu, og eru orðin leiðandi á sínu sviði. Ástæðan fyrir því að mínu mati má rekja til þess að við höfum í arfleifð okkar hæfileika til að segja sögur, og tölvuleikur er í raun og veru ef tekin er öll tæknin úr iðnaðinum, nútímalegt sagnaform,“ sagði hann. „Í öðru lagi, þá gerir smæð þjóðarinnar það að verkum að við vinnum þétt saman þvert á fög og iðnaði. Listamenn ræða við viðskiptafólk. Tölvuforritarar við markaðsfólk. Sökum þess hversu fá við erum þá verður landið einskonar suðupottur nýrra hugmynda,“ sagði forsetinn.
Leikjavísir Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira