Víglundur vill fjóra milljarða í bætur frá Arion banka ingvar haraldsson skrifar 16. apríl 2015 13:29 Víglundur Þorsteinsson vill fjóra milljarða í skaðabætur frá Arion banka. Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Víglundar. vísir/vall/pjetur Víglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi BM Vallár, og Lindarflöt ehf., félag í hans eigu, hafa höfðað tvö dómsmál gegn Arion banka þar sem farið er fram á fjóra milljarða í skaðabætur, auk dráttarvaxta. Samkvæmt því sem fram kemur í ársreikningi Arion banka árið 2014 er stefnan byggð á því að bankinn hafi valdið Víglundi, sem hluthafa í BM Vallá og Fasteignafélaginu Ártúni, tjóni með því að standa í vegi fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna og þar með knúið félögin í gjaldþrot. Víglundur sagði BM Vallá vera á „dauðalista“ BM Vallá fór í greiðslustöðvun snemma á árinu 2010. Arion banki, einn stærsti lánveitandi fyrirtækisins, hafnaði nauðasamningum í maí 2010 og krafðist þess að BM Vallá yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Víglundur hefur haldið því fram í fjölmiðlum að BM Vallá hafi verið á „dauðalista“ hjá Arion banka yfir fyrirtæki sem gera ætti gjaldþrota. Sjá einnig: Erfiður dagur fyrir Víglund eftir ævistarf hjá BM Vallá Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, þvertók fyrir að nokkur slíkur listi væri til í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið árið 2012. Hann sagði að eini listinn sem til væri hefði verið útbúinn við stofnun Arion banka árið 2008 og hafi náð yfir fjörutíu stærstu skuldunauta hans. „Þessi fjörutíu fyrirtækjalán voru allt frá því að vera mjög góð lán, sem innheimtast að fullu, til lána þar sem líkur á endurheimtum voru takmarkaðar. Hugsanlega er verið að vísa til þess lista. En þessi fyrirtæki voru í engu meðhöndluð með öðrum hætti en önnur. […]Í einhverjum tilvikum var staða fyrirtækja með þeim hætti að ekki var hjá því komist að bankinn tæki félag yfir eða gengi að sínum veðum. Að baki slíkum ákvörðunum lá ávallt ýtarleg greining á stöðu fyrirtækjanna og lífvænleika þeirra,“ sagði Haraldur. Sjá einnig: Fráleitt að til sé „dauðalisti“ Arion Banki býst við sýknu Í ársreikningi Arion banka kemur fram að bankinn telji meiri líkur en minni á sýknu í málinu. Því hafi ekki verið sett varúðarfærsla í ársreikninginn þar sem varað er við að bankinn þurfi að borga skaðabætur vegna málsins. Víglundur Þorsteinsson benti á lögmann sinn, Sigurður G. Guðjónsson, þegar viðbragða var leitað vegna málsins. Við beiðni blaðamanns um viðtal fengust þessi svör frá Sigurði G.: „Sæll ég ræði ekki einstök dómsmál við fjölmiðla.“ Fyrirtaka verður í málunum tveimur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. apríl næstkomandi. Tengdar fréttir Lögum breytt vegna BM Vallár Í upphafi aldarinnar voru Víglundur Þorsteinsson og aðrir stjórnendur BM Vallár ákærðir fyrir að trassa að skila ársreikningum. Víglundur hefur alla tíð verið sömu skoðunar og Benedikt; að óeðlilegt sé að einkafyrirtækjum sé gert að skila slíkum reikningum. 20. desember 2012 06:00 „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00 Telur ekkert benda til blekkinga og svika við endurreisn bankanna Brynjar Níelsson alþingismaður telur lítið hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar á glæpsamlegu athæfi stjórnvalda við endurreisn bankakerfisins. 17. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Víglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi BM Vallár, og Lindarflöt ehf., félag í hans eigu, hafa höfðað tvö dómsmál gegn Arion banka þar sem farið er fram á fjóra milljarða í skaðabætur, auk dráttarvaxta. Samkvæmt því sem fram kemur í ársreikningi Arion banka árið 2014 er stefnan byggð á því að bankinn hafi valdið Víglundi, sem hluthafa í BM Vallá og Fasteignafélaginu Ártúni, tjóni með því að standa í vegi fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna og þar með knúið félögin í gjaldþrot. Víglundur sagði BM Vallá vera á „dauðalista“ BM Vallá fór í greiðslustöðvun snemma á árinu 2010. Arion banki, einn stærsti lánveitandi fyrirtækisins, hafnaði nauðasamningum í maí 2010 og krafðist þess að BM Vallá yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Víglundur hefur haldið því fram í fjölmiðlum að BM Vallá hafi verið á „dauðalista“ hjá Arion banka yfir fyrirtæki sem gera ætti gjaldþrota. Sjá einnig: Erfiður dagur fyrir Víglund eftir ævistarf hjá BM Vallá Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, þvertók fyrir að nokkur slíkur listi væri til í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið árið 2012. Hann sagði að eini listinn sem til væri hefði verið útbúinn við stofnun Arion banka árið 2008 og hafi náð yfir fjörutíu stærstu skuldunauta hans. „Þessi fjörutíu fyrirtækjalán voru allt frá því að vera mjög góð lán, sem innheimtast að fullu, til lána þar sem líkur á endurheimtum voru takmarkaðar. Hugsanlega er verið að vísa til þess lista. En þessi fyrirtæki voru í engu meðhöndluð með öðrum hætti en önnur. […]Í einhverjum tilvikum var staða fyrirtækja með þeim hætti að ekki var hjá því komist að bankinn tæki félag yfir eða gengi að sínum veðum. Að baki slíkum ákvörðunum lá ávallt ýtarleg greining á stöðu fyrirtækjanna og lífvænleika þeirra,“ sagði Haraldur. Sjá einnig: Fráleitt að til sé „dauðalisti“ Arion Banki býst við sýknu Í ársreikningi Arion banka kemur fram að bankinn telji meiri líkur en minni á sýknu í málinu. Því hafi ekki verið sett varúðarfærsla í ársreikninginn þar sem varað er við að bankinn þurfi að borga skaðabætur vegna málsins. Víglundur Þorsteinsson benti á lögmann sinn, Sigurður G. Guðjónsson, þegar viðbragða var leitað vegna málsins. Við beiðni blaðamanns um viðtal fengust þessi svör frá Sigurði G.: „Sæll ég ræði ekki einstök dómsmál við fjölmiðla.“ Fyrirtaka verður í málunum tveimur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. apríl næstkomandi.
Tengdar fréttir Lögum breytt vegna BM Vallár Í upphafi aldarinnar voru Víglundur Þorsteinsson og aðrir stjórnendur BM Vallár ákærðir fyrir að trassa að skila ársreikningum. Víglundur hefur alla tíð verið sömu skoðunar og Benedikt; að óeðlilegt sé að einkafyrirtækjum sé gert að skila slíkum reikningum. 20. desember 2012 06:00 „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00 Telur ekkert benda til blekkinga og svika við endurreisn bankanna Brynjar Níelsson alþingismaður telur lítið hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar á glæpsamlegu athæfi stjórnvalda við endurreisn bankakerfisins. 17. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Lögum breytt vegna BM Vallár Í upphafi aldarinnar voru Víglundur Þorsteinsson og aðrir stjórnendur BM Vallár ákærðir fyrir að trassa að skila ársreikningum. Víglundur hefur alla tíð verið sömu skoðunar og Benedikt; að óeðlilegt sé að einkafyrirtækjum sé gert að skila slíkum reikningum. 20. desember 2012 06:00
„Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00
Telur ekkert benda til blekkinga og svika við endurreisn bankanna Brynjar Níelsson alþingismaður telur lítið hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar á glæpsamlegu athæfi stjórnvalda við endurreisn bankakerfisins. 17. febrúar 2015 15:00