Víglundur vill fjóra milljarða í bætur frá Arion banka ingvar haraldsson skrifar 16. apríl 2015 13:29 Víglundur Þorsteinsson vill fjóra milljarða í skaðabætur frá Arion banka. Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Víglundar. vísir/vall/pjetur Víglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi BM Vallár, og Lindarflöt ehf., félag í hans eigu, hafa höfðað tvö dómsmál gegn Arion banka þar sem farið er fram á fjóra milljarða í skaðabætur, auk dráttarvaxta. Samkvæmt því sem fram kemur í ársreikningi Arion banka árið 2014 er stefnan byggð á því að bankinn hafi valdið Víglundi, sem hluthafa í BM Vallá og Fasteignafélaginu Ártúni, tjóni með því að standa í vegi fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna og þar með knúið félögin í gjaldþrot. Víglundur sagði BM Vallá vera á „dauðalista“ BM Vallá fór í greiðslustöðvun snemma á árinu 2010. Arion banki, einn stærsti lánveitandi fyrirtækisins, hafnaði nauðasamningum í maí 2010 og krafðist þess að BM Vallá yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Víglundur hefur haldið því fram í fjölmiðlum að BM Vallá hafi verið á „dauðalista“ hjá Arion banka yfir fyrirtæki sem gera ætti gjaldþrota. Sjá einnig: Erfiður dagur fyrir Víglund eftir ævistarf hjá BM Vallá Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, þvertók fyrir að nokkur slíkur listi væri til í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið árið 2012. Hann sagði að eini listinn sem til væri hefði verið útbúinn við stofnun Arion banka árið 2008 og hafi náð yfir fjörutíu stærstu skuldunauta hans. „Þessi fjörutíu fyrirtækjalán voru allt frá því að vera mjög góð lán, sem innheimtast að fullu, til lána þar sem líkur á endurheimtum voru takmarkaðar. Hugsanlega er verið að vísa til þess lista. En þessi fyrirtæki voru í engu meðhöndluð með öðrum hætti en önnur. […]Í einhverjum tilvikum var staða fyrirtækja með þeim hætti að ekki var hjá því komist að bankinn tæki félag yfir eða gengi að sínum veðum. Að baki slíkum ákvörðunum lá ávallt ýtarleg greining á stöðu fyrirtækjanna og lífvænleika þeirra,“ sagði Haraldur. Sjá einnig: Fráleitt að til sé „dauðalisti“ Arion Banki býst við sýknu Í ársreikningi Arion banka kemur fram að bankinn telji meiri líkur en minni á sýknu í málinu. Því hafi ekki verið sett varúðarfærsla í ársreikninginn þar sem varað er við að bankinn þurfi að borga skaðabætur vegna málsins. Víglundur Þorsteinsson benti á lögmann sinn, Sigurður G. Guðjónsson, þegar viðbragða var leitað vegna málsins. Við beiðni blaðamanns um viðtal fengust þessi svör frá Sigurði G.: „Sæll ég ræði ekki einstök dómsmál við fjölmiðla.“ Fyrirtaka verður í málunum tveimur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. apríl næstkomandi. Tengdar fréttir Lögum breytt vegna BM Vallár Í upphafi aldarinnar voru Víglundur Þorsteinsson og aðrir stjórnendur BM Vallár ákærðir fyrir að trassa að skila ársreikningum. Víglundur hefur alla tíð verið sömu skoðunar og Benedikt; að óeðlilegt sé að einkafyrirtækjum sé gert að skila slíkum reikningum. 20. desember 2012 06:00 „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00 Telur ekkert benda til blekkinga og svika við endurreisn bankanna Brynjar Níelsson alþingismaður telur lítið hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar á glæpsamlegu athæfi stjórnvalda við endurreisn bankakerfisins. 17. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Víglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi BM Vallár, og Lindarflöt ehf., félag í hans eigu, hafa höfðað tvö dómsmál gegn Arion banka þar sem farið er fram á fjóra milljarða í skaðabætur, auk dráttarvaxta. Samkvæmt því sem fram kemur í ársreikningi Arion banka árið 2014 er stefnan byggð á því að bankinn hafi valdið Víglundi, sem hluthafa í BM Vallá og Fasteignafélaginu Ártúni, tjóni með því að standa í vegi fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna og þar með knúið félögin í gjaldþrot. Víglundur sagði BM Vallá vera á „dauðalista“ BM Vallá fór í greiðslustöðvun snemma á árinu 2010. Arion banki, einn stærsti lánveitandi fyrirtækisins, hafnaði nauðasamningum í maí 2010 og krafðist þess að BM Vallá yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Víglundur hefur haldið því fram í fjölmiðlum að BM Vallá hafi verið á „dauðalista“ hjá Arion banka yfir fyrirtæki sem gera ætti gjaldþrota. Sjá einnig: Erfiður dagur fyrir Víglund eftir ævistarf hjá BM Vallá Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúa Arion banka, þvertók fyrir að nokkur slíkur listi væri til í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið árið 2012. Hann sagði að eini listinn sem til væri hefði verið útbúinn við stofnun Arion banka árið 2008 og hafi náð yfir fjörutíu stærstu skuldunauta hans. „Þessi fjörutíu fyrirtækjalán voru allt frá því að vera mjög góð lán, sem innheimtast að fullu, til lána þar sem líkur á endurheimtum voru takmarkaðar. Hugsanlega er verið að vísa til þess lista. En þessi fyrirtæki voru í engu meðhöndluð með öðrum hætti en önnur. […]Í einhverjum tilvikum var staða fyrirtækja með þeim hætti að ekki var hjá því komist að bankinn tæki félag yfir eða gengi að sínum veðum. Að baki slíkum ákvörðunum lá ávallt ýtarleg greining á stöðu fyrirtækjanna og lífvænleika þeirra,“ sagði Haraldur. Sjá einnig: Fráleitt að til sé „dauðalisti“ Arion Banki býst við sýknu Í ársreikningi Arion banka kemur fram að bankinn telji meiri líkur en minni á sýknu í málinu. Því hafi ekki verið sett varúðarfærsla í ársreikninginn þar sem varað er við að bankinn þurfi að borga skaðabætur vegna málsins. Víglundur Þorsteinsson benti á lögmann sinn, Sigurður G. Guðjónsson, þegar viðbragða var leitað vegna málsins. Við beiðni blaðamanns um viðtal fengust þessi svör frá Sigurði G.: „Sæll ég ræði ekki einstök dómsmál við fjölmiðla.“ Fyrirtaka verður í málunum tveimur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. apríl næstkomandi.
Tengdar fréttir Lögum breytt vegna BM Vallár Í upphafi aldarinnar voru Víglundur Þorsteinsson og aðrir stjórnendur BM Vallár ákærðir fyrir að trassa að skila ársreikningum. Víglundur hefur alla tíð verið sömu skoðunar og Benedikt; að óeðlilegt sé að einkafyrirtækjum sé gert að skila slíkum reikningum. 20. desember 2012 06:00 „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00 Telur ekkert benda til blekkinga og svika við endurreisn bankanna Brynjar Níelsson alþingismaður telur lítið hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar á glæpsamlegu athæfi stjórnvalda við endurreisn bankakerfisins. 17. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Lögum breytt vegna BM Vallár Í upphafi aldarinnar voru Víglundur Þorsteinsson og aðrir stjórnendur BM Vallár ákærðir fyrir að trassa að skila ársreikningum. Víglundur hefur alla tíð verið sömu skoðunar og Benedikt; að óeðlilegt sé að einkafyrirtækjum sé gert að skila slíkum reikningum. 20. desember 2012 06:00
„Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ Víglundur Þorsteinsson hefur aflað gagna og segir að stjórnmálamenn og bankarnir hafi blekkt þjóðina. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, er honum sammála. 23. janúar 2015 12:00
Telur ekkert benda til blekkinga og svika við endurreisn bankanna Brynjar Níelsson alþingismaður telur lítið hæft í ásökunum Víglundar Þorsteinssonar á glæpsamlegu athæfi stjórnvalda við endurreisn bankakerfisins. 17. febrúar 2015 15:00