Fráleitt að til sé „dauðalisti“ 4. september 2012 02:15 Bæði Jón Ásgeir Jóhannesson og Víglundur Þorsteinsson fullyrða að bankinn hafi útbúið svokallaðan dauðalista. Upplýsingafulltrúi bankans þvertekur fyrir það. fréttablaðið/rósa Arion banki segir fráleitt að til sé listi yfir lífvænleg fyrirtæki sem bankinn hafi ákveðið að taka af eigendum þeirra til að laga ójöfnuð milli nýja bankans og þrotabús gamla Kaupþings. Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður hélt því fram í innsendri grein í Fréttablaðinu á laugardag að slíkur listi væri til. Áður hafði Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi eigandi BM Vallár, haldið hinu sama fram. Í svari Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið segir að eini listinn, sem til er, sé sá sem útbúinn var við stofnun Arion banka árið 2008 og nær yfir fjörutíu stærstu skuldunauta hans. „Þessi fjörutíu fyrirtækjalán voru allt frá því að vera mjög góð lán, sem innheimtast að fullu, til lána þar sem líkur á endurheimtum voru takmarkaðar. Hugsanlega er verið að vísa til þess lista. En þessi fyrirtæki voru í engu meðhöndluð með öðrum hætti en önnur. […]Í einhverjum tilvikum var staða fyrirtækja með þeim hætti að ekki var hjá því komist að bankinn tæki félag yfir eða gengi að sínum veðum. Að baki slíkum ákvörðunum lá ávallt ýtarleg greining á stöðu fyrirtækjanna og lífvænleika þeirra.“ Jón Ásgeir og fjölskylda hans voru einn eigenda 1998 ehf. sem skuldaði Arion banka á sjötta tug milljarða króna í árslok 2010. Eina eign félagsins var 95,7 prósenta eign í smásölurisanum Högum. Arion banki ákvað að ganga ekki að endurskipulagningartilboði Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans heldur ganga að veðum sínum og selja Haga til nýrra eigenda. Félagið var síðan skráð á markað í desember 2011. Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er aðaleigandi 365 ehf. sem gefur út Fréttablaðið.- þsj Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Arion banki segir fráleitt að til sé listi yfir lífvænleg fyrirtæki sem bankinn hafi ákveðið að taka af eigendum þeirra til að laga ójöfnuð milli nýja bankans og þrotabús gamla Kaupþings. Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður hélt því fram í innsendri grein í Fréttablaðinu á laugardag að slíkur listi væri til. Áður hafði Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi eigandi BM Vallár, haldið hinu sama fram. Í svari Haraldar Guðna Eiðssonar, upplýsingafulltrúa Arion banka, við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið segir að eini listinn, sem til er, sé sá sem útbúinn var við stofnun Arion banka árið 2008 og nær yfir fjörutíu stærstu skuldunauta hans. „Þessi fjörutíu fyrirtækjalán voru allt frá því að vera mjög góð lán, sem innheimtast að fullu, til lána þar sem líkur á endurheimtum voru takmarkaðar. Hugsanlega er verið að vísa til þess lista. En þessi fyrirtæki voru í engu meðhöndluð með öðrum hætti en önnur. […]Í einhverjum tilvikum var staða fyrirtækja með þeim hætti að ekki var hjá því komist að bankinn tæki félag yfir eða gengi að sínum veðum. Að baki slíkum ákvörðunum lá ávallt ýtarleg greining á stöðu fyrirtækjanna og lífvænleika þeirra.“ Jón Ásgeir og fjölskylda hans voru einn eigenda 1998 ehf. sem skuldaði Arion banka á sjötta tug milljarða króna í árslok 2010. Eina eign félagsins var 95,7 prósenta eign í smásölurisanum Högum. Arion banki ákvað að ganga ekki að endurskipulagningartilboði Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans heldur ganga að veðum sínum og selja Haga til nýrra eigenda. Félagið var síðan skráð á markað í desember 2011. Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er aðaleigandi 365 ehf. sem gefur út Fréttablaðið.- þsj
Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira