Segir ekki efnahagslegt svigrúm fyrir kröfur verkalýðsfélaga Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2015 15:02 Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Valli Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að ekki sé efnahagslegt svigrúm til að verða eftir kröfum verkalýðsfélaga. Mögulega sé svigrúm fyrir einn tíunda af kröfunum. Þetta sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í ræðu sinni á ársfundi samtakanna í Hörpu í dag. „Forysta verkalýðsfélaganna stefnir félagsmönnum sínum til verkfalla og telur að þótt kröfurnar fáist samþykktar þá muni það ekki hafa áhrif út fyrir eigin raðir. Kannski telja einhverjir að þetta geti gengið upp hjá fámennum hópum. Að það skiptu engu máli fyrir aðra þótt laun eins hóps hækki hressilega.“ Björgólfur sagði ekkert rými fyrir laumufarþega sem geti rifið sig lausa frá samfélaginu. Allir fylgist með og launahækkun eins hóps leiði óhjákvæmilega til aukinna krafna annarra. „Ég hef áður hvatt til að þess að gætt sé hófs þegar laun stjórnenda fyrirtækja og stjórna þeirra eru ákveðin. Samtök atvinnulífsins hafa markað ákveðna stefnu um launaþróun næstu misserin. Sú stefna á að sjálfsögðu að ná til stjórnenda fyrirtækjanna og stjórna þeirra. Það er ekkert svigrúm nú til að leiðrétta laun þessa hóps frekar en annarra. Þar verða allir að sýna ábyrgð.“ Björgólfur sagði að breyta þyrfti skipulagi vinnumarkaðarins. Að ná þyrfti samkomulagi aðila á almennum og opinberum vinnumarkaði um leikreglur við gerð kjarasamninga og úrræði við að styðja við þær. Hann sagði að kjarasamningar yrðu að byggja á svigrúmi útflutnings- og samkeppnisgreina til launabreytinga og styðja við almenna hagstjórn sem tryggi stöðugleika, lága verðbólgu, hóflega vexti og festu í gengi krónunnar. „Markmiðið verði að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífsins, öflugan hagvöxt, fjölgun starfa og betri lífskjör.“Ný leið í samningum „Samtök atvinnulífsins hafa boðið stéttarfélögunum að fara nýja leið í samningunum. Þess verði freistað að hækka grunnlaun en lækka um leið álagsgreiðslur á laun. Breytingarnar geta leitt til minni yfirvinnu og að dagvinnulaun dugi til framfærslu. Þetta gerist þó ekki í einu vetfangi.“ Björgólfur sagði samtökin stolt af árangri í kjarasamningum síðasta árs. Hann sagði að kaupmáttur hafi aldrei aukist jafn mikið á einu ári, verðbólga hafi verið minni um áratugaskeið og stýrivextir hafi lækkað töluvert á sama tíma. Það sýni að hóflegar launahækkanir séu best til þess fallnar að tryggja aukinn kaupmátt, betri lífskjör og bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja í landinu. „Og með þessu hefur nú þegar myndast innistæða fyrir frekari lækkun vaxta, sem mun hverfa eins og dögg fyrir sólu nái kröfur stéttarfélaganna fram að ganga.“ Tengdar fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins 2015 Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu í dag frá klukkan 14 til 16. 16. apríl 2015 14:30 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að ekki sé efnahagslegt svigrúm til að verða eftir kröfum verkalýðsfélaga. Mögulega sé svigrúm fyrir einn tíunda af kröfunum. Þetta sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í ræðu sinni á ársfundi samtakanna í Hörpu í dag. „Forysta verkalýðsfélaganna stefnir félagsmönnum sínum til verkfalla og telur að þótt kröfurnar fáist samþykktar þá muni það ekki hafa áhrif út fyrir eigin raðir. Kannski telja einhverjir að þetta geti gengið upp hjá fámennum hópum. Að það skiptu engu máli fyrir aðra þótt laun eins hóps hækki hressilega.“ Björgólfur sagði ekkert rými fyrir laumufarþega sem geti rifið sig lausa frá samfélaginu. Allir fylgist með og launahækkun eins hóps leiði óhjákvæmilega til aukinna krafna annarra. „Ég hef áður hvatt til að þess að gætt sé hófs þegar laun stjórnenda fyrirtækja og stjórna þeirra eru ákveðin. Samtök atvinnulífsins hafa markað ákveðna stefnu um launaþróun næstu misserin. Sú stefna á að sjálfsögðu að ná til stjórnenda fyrirtækjanna og stjórna þeirra. Það er ekkert svigrúm nú til að leiðrétta laun þessa hóps frekar en annarra. Þar verða allir að sýna ábyrgð.“ Björgólfur sagði að breyta þyrfti skipulagi vinnumarkaðarins. Að ná þyrfti samkomulagi aðila á almennum og opinberum vinnumarkaði um leikreglur við gerð kjarasamninga og úrræði við að styðja við þær. Hann sagði að kjarasamningar yrðu að byggja á svigrúmi útflutnings- og samkeppnisgreina til launabreytinga og styðja við almenna hagstjórn sem tryggi stöðugleika, lága verðbólgu, hóflega vexti og festu í gengi krónunnar. „Markmiðið verði að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífsins, öflugan hagvöxt, fjölgun starfa og betri lífskjör.“Ný leið í samningum „Samtök atvinnulífsins hafa boðið stéttarfélögunum að fara nýja leið í samningunum. Þess verði freistað að hækka grunnlaun en lækka um leið álagsgreiðslur á laun. Breytingarnar geta leitt til minni yfirvinnu og að dagvinnulaun dugi til framfærslu. Þetta gerist þó ekki í einu vetfangi.“ Björgólfur sagði samtökin stolt af árangri í kjarasamningum síðasta árs. Hann sagði að kaupmáttur hafi aldrei aukist jafn mikið á einu ári, verðbólga hafi verið minni um áratugaskeið og stýrivextir hafi lækkað töluvert á sama tíma. Það sýni að hóflegar launahækkanir séu best til þess fallnar að tryggja aukinn kaupmátt, betri lífskjör og bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja í landinu. „Og með þessu hefur nú þegar myndast innistæða fyrir frekari lækkun vaxta, sem mun hverfa eins og dögg fyrir sólu nái kröfur stéttarfélaganna fram að ganga.“
Tengdar fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins 2015 Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu í dag frá klukkan 14 til 16. 16. apríl 2015 14:30 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins 2015 Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu í dag frá klukkan 14 til 16. 16. apríl 2015 14:30