Segir ekki efnahagslegt svigrúm fyrir kröfur verkalýðsfélaga Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2015 15:02 Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Valli Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að ekki sé efnahagslegt svigrúm til að verða eftir kröfum verkalýðsfélaga. Mögulega sé svigrúm fyrir einn tíunda af kröfunum. Þetta sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í ræðu sinni á ársfundi samtakanna í Hörpu í dag. „Forysta verkalýðsfélaganna stefnir félagsmönnum sínum til verkfalla og telur að þótt kröfurnar fáist samþykktar þá muni það ekki hafa áhrif út fyrir eigin raðir. Kannski telja einhverjir að þetta geti gengið upp hjá fámennum hópum. Að það skiptu engu máli fyrir aðra þótt laun eins hóps hækki hressilega.“ Björgólfur sagði ekkert rými fyrir laumufarþega sem geti rifið sig lausa frá samfélaginu. Allir fylgist með og launahækkun eins hóps leiði óhjákvæmilega til aukinna krafna annarra. „Ég hef áður hvatt til að þess að gætt sé hófs þegar laun stjórnenda fyrirtækja og stjórna þeirra eru ákveðin. Samtök atvinnulífsins hafa markað ákveðna stefnu um launaþróun næstu misserin. Sú stefna á að sjálfsögðu að ná til stjórnenda fyrirtækjanna og stjórna þeirra. Það er ekkert svigrúm nú til að leiðrétta laun þessa hóps frekar en annarra. Þar verða allir að sýna ábyrgð.“ Björgólfur sagði að breyta þyrfti skipulagi vinnumarkaðarins. Að ná þyrfti samkomulagi aðila á almennum og opinberum vinnumarkaði um leikreglur við gerð kjarasamninga og úrræði við að styðja við þær. Hann sagði að kjarasamningar yrðu að byggja á svigrúmi útflutnings- og samkeppnisgreina til launabreytinga og styðja við almenna hagstjórn sem tryggi stöðugleika, lága verðbólgu, hóflega vexti og festu í gengi krónunnar. „Markmiðið verði að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífsins, öflugan hagvöxt, fjölgun starfa og betri lífskjör.“Ný leið í samningum „Samtök atvinnulífsins hafa boðið stéttarfélögunum að fara nýja leið í samningunum. Þess verði freistað að hækka grunnlaun en lækka um leið álagsgreiðslur á laun. Breytingarnar geta leitt til minni yfirvinnu og að dagvinnulaun dugi til framfærslu. Þetta gerist þó ekki í einu vetfangi.“ Björgólfur sagði samtökin stolt af árangri í kjarasamningum síðasta árs. Hann sagði að kaupmáttur hafi aldrei aukist jafn mikið á einu ári, verðbólga hafi verið minni um áratugaskeið og stýrivextir hafi lækkað töluvert á sama tíma. Það sýni að hóflegar launahækkanir séu best til þess fallnar að tryggja aukinn kaupmátt, betri lífskjör og bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja í landinu. „Og með þessu hefur nú þegar myndast innistæða fyrir frekari lækkun vaxta, sem mun hverfa eins og dögg fyrir sólu nái kröfur stéttarfélaganna fram að ganga.“ Tengdar fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins 2015 Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu í dag frá klukkan 14 til 16. 16. apríl 2015 14:30 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að ekki sé efnahagslegt svigrúm til að verða eftir kröfum verkalýðsfélaga. Mögulega sé svigrúm fyrir einn tíunda af kröfunum. Þetta sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í ræðu sinni á ársfundi samtakanna í Hörpu í dag. „Forysta verkalýðsfélaganna stefnir félagsmönnum sínum til verkfalla og telur að þótt kröfurnar fáist samþykktar þá muni það ekki hafa áhrif út fyrir eigin raðir. Kannski telja einhverjir að þetta geti gengið upp hjá fámennum hópum. Að það skiptu engu máli fyrir aðra þótt laun eins hóps hækki hressilega.“ Björgólfur sagði ekkert rými fyrir laumufarþega sem geti rifið sig lausa frá samfélaginu. Allir fylgist með og launahækkun eins hóps leiði óhjákvæmilega til aukinna krafna annarra. „Ég hef áður hvatt til að þess að gætt sé hófs þegar laun stjórnenda fyrirtækja og stjórna þeirra eru ákveðin. Samtök atvinnulífsins hafa markað ákveðna stefnu um launaþróun næstu misserin. Sú stefna á að sjálfsögðu að ná til stjórnenda fyrirtækjanna og stjórna þeirra. Það er ekkert svigrúm nú til að leiðrétta laun þessa hóps frekar en annarra. Þar verða allir að sýna ábyrgð.“ Björgólfur sagði að breyta þyrfti skipulagi vinnumarkaðarins. Að ná þyrfti samkomulagi aðila á almennum og opinberum vinnumarkaði um leikreglur við gerð kjarasamninga og úrræði við að styðja við þær. Hann sagði að kjarasamningar yrðu að byggja á svigrúmi útflutnings- og samkeppnisgreina til launabreytinga og styðja við almenna hagstjórn sem tryggi stöðugleika, lága verðbólgu, hóflega vexti og festu í gengi krónunnar. „Markmiðið verði að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífsins, öflugan hagvöxt, fjölgun starfa og betri lífskjör.“Ný leið í samningum „Samtök atvinnulífsins hafa boðið stéttarfélögunum að fara nýja leið í samningunum. Þess verði freistað að hækka grunnlaun en lækka um leið álagsgreiðslur á laun. Breytingarnar geta leitt til minni yfirvinnu og að dagvinnulaun dugi til framfærslu. Þetta gerist þó ekki í einu vetfangi.“ Björgólfur sagði samtökin stolt af árangri í kjarasamningum síðasta árs. Hann sagði að kaupmáttur hafi aldrei aukist jafn mikið á einu ári, verðbólga hafi verið minni um áratugaskeið og stýrivextir hafi lækkað töluvert á sama tíma. Það sýni að hóflegar launahækkanir séu best til þess fallnar að tryggja aukinn kaupmátt, betri lífskjör og bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja í landinu. „Og með þessu hefur nú þegar myndast innistæða fyrir frekari lækkun vaxta, sem mun hverfa eins og dögg fyrir sólu nái kröfur stéttarfélaganna fram að ganga.“
Tengdar fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins 2015 Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu í dag frá klukkan 14 til 16. 16. apríl 2015 14:30 Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins 2015 Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu í dag frá klukkan 14 til 16. 16. apríl 2015 14:30