Jafnrétti, þekking, víðsýni: Þess vegna styð ég Jón Atla til rektors Brynhildur G. Flóvenz skrifar 19. apríl 2015 14:45 Á morgun fer fram síðari umferð rektorskjörs við Háskóla Íslands. Tveir hæfir einstaklingar eru í framboði og það er í höndum starfsfólks og stúdenta að velja annað þeirra. Fjölmörg atriði skipta máli við mat á því hver er best til þess fallin/n að vera rektor Háskóla Íslands og misjafnt eftir einstaka kjósendum hvaða þættir vega þyngst í því mati. Í mínum huga er það einkum þrennt sem skiptir máli við það mat:Þekking á stöðu og þörfum HÍÍ fyrsta lagi er þekking viðkomandi á þörfum Háskóla Íslands. Ég tel að Jón Atli hafi sýnt mikla þekkingu og mikinn skilning á stöðu og þörfum skólans, starfsmanna hans og ekki síst stúdenta.Jafnrétti, virðing og lýðræðiÍ öðru lagi vil ég nefna framtíðarsýn viðkomandi. Mér hugnast einfaldlega framtíðarsýn Jóns Atla mjög vel. Sem femínista finnst mér áhersla hans á jafnrétti, hvort heldur er jafnrétti kynjanna eða jafnrétti fatlaðs fólks til náms og starfa við skólann, skipta mjög miklu máli. Þá er áhersla hans á mótun fjölskyldustefnu mikilvæg, enda brýnt málefni, ekki síst fyrir ungt fólk við skólann, bæði stúdenta og starfsfólk. Almennt vegur áhersla Jóns Atla á jafnrétti, virðingu og lýðræði mjög þungt í mínu mati.Styrkur, vit og víðsýniÍ þriðja lagi eru það persónulegir eiginleikar viðkomandi, þ.e. hvort og hvernig viðkomandi getur raungert framtíðarsýn sína. Ég tel að Jón Atli hafi sýnt að hann hafi bæði þann styrk og það úthald sem nauðsynlegt er til að berjast fyrir bættum hag skólans, hvort heldur er innan skólans eða út á við. Hann hefur ennfremur bæði vit og víðsýni til að hlusta á hugmyndir og skoðanir annarra sem er nauðsynlegur eiginleiki rektors. Jón Atli er ekki hræddur við gagnrýni og ég held að hann muni verða óhræddur við að taka á þeim vandamálum sem upp kunna að koma hverju sinni í starfsemi skólans. Síðast en ekki síst þá er Jón Atli framúrskarandi fræðimaður sem Háskóla Íslands væri sómi að í embætti rektors. Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Á morgun fer fram síðari umferð rektorskjörs við Háskóla Íslands. Tveir hæfir einstaklingar eru í framboði og það er í höndum starfsfólks og stúdenta að velja annað þeirra. Fjölmörg atriði skipta máli við mat á því hver er best til þess fallin/n að vera rektor Háskóla Íslands og misjafnt eftir einstaka kjósendum hvaða þættir vega þyngst í því mati. Í mínum huga er það einkum þrennt sem skiptir máli við það mat:Þekking á stöðu og þörfum HÍÍ fyrsta lagi er þekking viðkomandi á þörfum Háskóla Íslands. Ég tel að Jón Atli hafi sýnt mikla þekkingu og mikinn skilning á stöðu og þörfum skólans, starfsmanna hans og ekki síst stúdenta.Jafnrétti, virðing og lýðræðiÍ öðru lagi vil ég nefna framtíðarsýn viðkomandi. Mér hugnast einfaldlega framtíðarsýn Jóns Atla mjög vel. Sem femínista finnst mér áhersla hans á jafnrétti, hvort heldur er jafnrétti kynjanna eða jafnrétti fatlaðs fólks til náms og starfa við skólann, skipta mjög miklu máli. Þá er áhersla hans á mótun fjölskyldustefnu mikilvæg, enda brýnt málefni, ekki síst fyrir ungt fólk við skólann, bæði stúdenta og starfsfólk. Almennt vegur áhersla Jóns Atla á jafnrétti, virðingu og lýðræði mjög þungt í mínu mati.Styrkur, vit og víðsýniÍ þriðja lagi eru það persónulegir eiginleikar viðkomandi, þ.e. hvort og hvernig viðkomandi getur raungert framtíðarsýn sína. Ég tel að Jón Atli hafi sýnt að hann hafi bæði þann styrk og það úthald sem nauðsynlegt er til að berjast fyrir bættum hag skólans, hvort heldur er innan skólans eða út á við. Hann hefur ennfremur bæði vit og víðsýni til að hlusta á hugmyndir og skoðanir annarra sem er nauðsynlegur eiginleiki rektors. Jón Atli er ekki hræddur við gagnrýni og ég held að hann muni verða óhræddur við að taka á þeim vandamálum sem upp kunna að koma hverju sinni í starfsemi skólans. Síðast en ekki síst þá er Jón Atli framúrskarandi fræðimaður sem Háskóla Íslands væri sómi að í embætti rektors. Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild HÍ
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar