HIV faraldur gengur yfir Indiana, BNA - neyðaráætlun sett í gang Jón Tryggvi Sveinsson skrifar 30. mars 2015 21:15 Frá seinni hluta janúarmánaðar hafa um 70 manns, aðallega sprautusjúklingar, greinst með HIV smit í Scott County einu fylkja Indiana, með íbúafjölda er á við Reykjavík (um 130.000). Ef ekki tekst að hefta framgang þessa faraldurs mun nýsmit skipta hundruðum í lok árs, og líklega nálgast þúsundið. Menn geta rétt ímyndað sér hver áhrifin eru á heilbrigðiskerfið fylkisins vegna þess, beinn kostnaður við meðferð hvers einstaks einstaklings með HIV smit er talið nema um 160 milljónir IKR (tölur frá 2011). 26. mars lýsti fylkisstjórinn yfir 30 daga neyðarástandi til að reyna með öllu móti að hamla útbreiðslu þessa faraldurs. Til marks um alvarleika málsins þá hefur CDC, sóttvarnamiðstöð BNA, sent fjölda starfsfólks til aðstoðar. Hafin er árvekniherferð til að vekja íbúa fylkisins um hættuna sem þeim stafar af faraldrinum. Þetta eru skelfilegar fréttar, og eru til marks um það hversu mikilvæg öflug fræðsla og forvarnir eru, meðal ALLRA þjóðfélagshópa. Við Íslendingar fengum alvarlega viðvörun á árunum 2010 og 2011 þegar skyndileg aukning varð á HIV-smiti meðal íslenskra sprautufíkla. Sem betur fór tókst þá að koma í veg fyrir að þetta yrði að faraldri hér. Það má þakka öflugu fræðslu- og forvarnarstarfi HIV-Ísland, ásamt skaðaminnkunarverkefni frú Ragnheiðar. Fræðsluverkefni HIV-Íslands, sem samtökin hafa haldið úti sl. 14 ár kostar um 2 milljónir kr. á ári, þar af hefur styrkur Landlæknisembættis til þess numið um 750 þús. Króna. Til samanburðar er kostnaður við lyfjagjöf og meðferð eins HIV+ einstaklings um 3 milljónir á ári. Fræðslunni er haldið úti af félagsmönnum samtakanna, og boðið frítt öllum þeim rúmlega 100 grunnskólum landsins sem eru með kennslu á unglingastigi. Sökum samdráttar í opinberum styrkjum um margra ára skeið er nú hætta á að hún leggist af. Samtökin vilja vekja athygli á að þeim er nauðsyn að fá aukinn fjárhagslegan stuðning frá ríki og landlæknisembætti, til frambúðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Frá seinni hluta janúarmánaðar hafa um 70 manns, aðallega sprautusjúklingar, greinst með HIV smit í Scott County einu fylkja Indiana, með íbúafjölda er á við Reykjavík (um 130.000). Ef ekki tekst að hefta framgang þessa faraldurs mun nýsmit skipta hundruðum í lok árs, og líklega nálgast þúsundið. Menn geta rétt ímyndað sér hver áhrifin eru á heilbrigðiskerfið fylkisins vegna þess, beinn kostnaður við meðferð hvers einstaks einstaklings með HIV smit er talið nema um 160 milljónir IKR (tölur frá 2011). 26. mars lýsti fylkisstjórinn yfir 30 daga neyðarástandi til að reyna með öllu móti að hamla útbreiðslu þessa faraldurs. Til marks um alvarleika málsins þá hefur CDC, sóttvarnamiðstöð BNA, sent fjölda starfsfólks til aðstoðar. Hafin er árvekniherferð til að vekja íbúa fylkisins um hættuna sem þeim stafar af faraldrinum. Þetta eru skelfilegar fréttar, og eru til marks um það hversu mikilvæg öflug fræðsla og forvarnir eru, meðal ALLRA þjóðfélagshópa. Við Íslendingar fengum alvarlega viðvörun á árunum 2010 og 2011 þegar skyndileg aukning varð á HIV-smiti meðal íslenskra sprautufíkla. Sem betur fór tókst þá að koma í veg fyrir að þetta yrði að faraldri hér. Það má þakka öflugu fræðslu- og forvarnarstarfi HIV-Ísland, ásamt skaðaminnkunarverkefni frú Ragnheiðar. Fræðsluverkefni HIV-Íslands, sem samtökin hafa haldið úti sl. 14 ár kostar um 2 milljónir kr. á ári, þar af hefur styrkur Landlæknisembættis til þess numið um 750 þús. Króna. Til samanburðar er kostnaður við lyfjagjöf og meðferð eins HIV+ einstaklings um 3 milljónir á ári. Fræðslunni er haldið úti af félagsmönnum samtakanna, og boðið frítt öllum þeim rúmlega 100 grunnskólum landsins sem eru með kennslu á unglingastigi. Sökum samdráttar í opinberum styrkjum um margra ára skeið er nú hætta á að hún leggist af. Samtökin vilja vekja athygli á að þeim er nauðsyn að fá aukinn fjárhagslegan stuðning frá ríki og landlæknisembætti, til frambúðar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar