Walker kláraði dæmið á TPC San Antonio 29. mars 2015 23:15 Walker getur ekki hætt að sigra. Getty Jimmy Walker sigraði í kvöld á sínu fimmta móti á PGA-mótaröðinni á aðeins 18 mánuðum en hann lék best allra á Valero Texas Open. Walker var í frábærri stöðu fyrir lokahringinn þar sem hann leiddi með fjórum höggum og í kvöld gerði hann engin mistök, kom inn á 70 höggum eða tveimur undir pari og sigraði að lokum með fjórum höggum. Sigurinn var nánast aldrei í hætti en Jordan Spieth nældi sér í annað sætið á samtals sjö höggum undir pari. Billy Horschel endaði einn í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari, heilum sjö höggum á eftir forystusauðnum Walker. Aðstæður á TPC San Antonio vellinum voru með erfiðasta móti um helgina en mikill vindur sá til þess að skor keppenda var í hærra lagi. Augu margra voru á Phil Mickelson og framan af leit út fyrir að hann yrði í baráttu efstu manna en lokahringur upp á 76 högg eða fjóra yfir pari gerði það að verkum að hann hrundi niður skortöfluna og endaði að lokum í 30. sæti. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Shell Houston Open en það er síðasta mótið fyrir fyrsta risamót ársins, sjálft Masters mótið. Golf Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jimmy Walker sigraði í kvöld á sínu fimmta móti á PGA-mótaröðinni á aðeins 18 mánuðum en hann lék best allra á Valero Texas Open. Walker var í frábærri stöðu fyrir lokahringinn þar sem hann leiddi með fjórum höggum og í kvöld gerði hann engin mistök, kom inn á 70 höggum eða tveimur undir pari og sigraði að lokum með fjórum höggum. Sigurinn var nánast aldrei í hætti en Jordan Spieth nældi sér í annað sætið á samtals sjö höggum undir pari. Billy Horschel endaði einn í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari, heilum sjö höggum á eftir forystusauðnum Walker. Aðstæður á TPC San Antonio vellinum voru með erfiðasta móti um helgina en mikill vindur sá til þess að skor keppenda var í hærra lagi. Augu margra voru á Phil Mickelson og framan af leit út fyrir að hann yrði í baráttu efstu manna en lokahringur upp á 76 högg eða fjóra yfir pari gerði það að verkum að hann hrundi niður skortöfluna og endaði að lokum í 30. sæti. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Shell Houston Open en það er síðasta mótið fyrir fyrsta risamót ársins, sjálft Masters mótið.
Golf Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira