Enski boltinn

Oxlade-Chamberlain frá í 3-4 vikur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oxlade-Chamberlain lagði upp fyrra mark Arsenal í sigrinum á Manchester United á mánudaginn.
Oxlade-Chamberlain lagði upp fyrra mark Arsenal í sigrinum á Manchester United á mánudaginn. vísir/getty
Alex Oxlade-Chamberlain, leikmaður Arsenal, verður frá keppni næstu 3-4 vikurnar vegna meiðsla aftan í læri.

Oxlade-Chamberlain meiddist í sigrinum á Manchester United í átta-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á mánudaginn.

Oxlade-Chamberlain fór af velli í byrjun seinni hálfleiks og nú er ljóst að hann missir af næstu leikjum Skyttanna.

Stuðningsmenn Arsenal geta þó glaðst yfir því að varnarmaðurinn Gabriel, sem var keyptur frá Villarreal í janúarglugganum, er klár í slaginn á ný eftir meiðsli.

Arsenal tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15:00 á morgun. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Þá verður hægt að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×