Enski boltinn

Pellegrini: Ekki slæm frammistaða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pellegrini niðurlútur á hliðarlínunni í dag.
Pellegrini niðurlútur á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, sagði eftir 1-0 tap sinna manna gegn Burnley að frammistaðan hafi ekki verið alslæm. Með tapinu er City komið í ansi erfiða stöðu að verja Englandsmeistaratitilinn.

„Þetta var venjuleg frammistaða. Burnley skapaði sér ekki mörg færi og við töpuðum á mögnuðu marki. Við sköpuðum ekki nægilega mikið af tækifærum, en mér fannst þetta ekki vera slæm frammistaða,” sagði Pellegrini í leikslok.

Wilfried Bony og Stevan Jovetic komu inná sem varamenn í liði Manchester City. Þeir voru keyptir til City á samtals 50 milljónir punda, en það er sá peningur sem Burnley hefur eytt í leikmannakaup á sinni 137 ára sögu.

„Fótbolti eru ekki bara peningar. Þeir eru mikilvægir, en í ensku úrvalsdeildinni geta öll lið unnið alla. Þú verður að berjast þangað til það er ekki tölfræðilega hægt að vinna titilinn.”

„Öll stig sem við töpum gerir þetta erfiðara fyrir okkur, en það er mikilvægt að bera traust til þess sem þú ert að gera og sjá til svo hvað gerist í lok tímabilsins,” sagði Pellegrini að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×