Hagfræðingur lætur ráðherra fá það óþvegið: "Á hvaða öld lifum við?“ ingvar haraldsson skrifar 17. mars 2015 16:23 Jón Steinsson segir ívilnunarsamning iðnaðarráðherra við Matorku vera spillingu. vísir/gva „Á hvaða öld lifum við? Iðnaðarráðherra gerir 700 milljón króna „ívilnunarsamning“ við fyrirtæki í sínu kjördæmi sem er í eigu náins frænda fjármálaráðherra,“ segir Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia háskólann í Bandaríkjunum í færslu á Facebook. Færslan er rituð við frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag um ívilnunarsamning ríkisins við Matorku sem er að stórum hluta í eigu Benedikts Einarssonar, frænda Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Sjá einnig: Ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Jón bætir við að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem frændur fjármálaráherra virðist fá sérstaklega góða meðhöndlun hjá ríkinu. „Landsbankinn seldi um daginn öðrum frænda fjármálaráðherra stóran hlut í Borgun í gegnum lokað ferli. Ég ætla að ganga svo langt að kalla þetta spillingu,“ segir Jón.Íslendingar brennt sig á að treysta stjórnarflokkunum Hann segir að Íslendingar hafi of oft farið illa út úr því að treysta Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Að mínu mati er sönnunarbyrðin á stjórnvöldum að sýna að allir hafi setið við sama borð. Stjórnvöld njóta ekki vafans í mínum huga eftir allt sem á undan er gengið. Við höfum brennt okkur allt of oft á því að leyfa þeim sem stjórna Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum að njóta vafans í svona málum,“ segir hann. „Það traust hefur bara leitt til þess að eigur ríkisins og þjóðareigur hafa verið seldar á útsölu til útvalinna aðila og þjóðin situr eftir með sárt ennið“ segir Jón og bætir við að þetta þurfi ekki að vera svona. „En til þess að þetta stoppi þurfa kjósendur að endurskoða afstöðu sína til svona mála,“ segir Jón.Í fyrri útgáfu af fréttinni var ranghermt að Benedikt væri Sveinsson en ekki Einarsson. Tengdar fréttir 700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið. 17. mars 2015 13:14 Reisa 3.000 tonna landeldisstöð í Grindavík Matorka ehf. hyggst byggja þrjú þúsund tonna fiskeldisstöð í Grindavík og hefur vegna verkefnisins gert fjárfestingarsamning við stjórnvöld um ívilnanir til næstu tíu ára að verðmæti 425 milljónir króna. 2. mars 2015 09:45 Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
„Á hvaða öld lifum við? Iðnaðarráðherra gerir 700 milljón króna „ívilnunarsamning“ við fyrirtæki í sínu kjördæmi sem er í eigu náins frænda fjármálaráðherra,“ segir Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia háskólann í Bandaríkjunum í færslu á Facebook. Færslan er rituð við frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag um ívilnunarsamning ríkisins við Matorku sem er að stórum hluta í eigu Benedikts Einarssonar, frænda Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Sjá einnig: Ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Jón bætir við að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem frændur fjármálaráherra virðist fá sérstaklega góða meðhöndlun hjá ríkinu. „Landsbankinn seldi um daginn öðrum frænda fjármálaráðherra stóran hlut í Borgun í gegnum lokað ferli. Ég ætla að ganga svo langt að kalla þetta spillingu,“ segir Jón.Íslendingar brennt sig á að treysta stjórnarflokkunum Hann segir að Íslendingar hafi of oft farið illa út úr því að treysta Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Að mínu mati er sönnunarbyrðin á stjórnvöldum að sýna að allir hafi setið við sama borð. Stjórnvöld njóta ekki vafans í mínum huga eftir allt sem á undan er gengið. Við höfum brennt okkur allt of oft á því að leyfa þeim sem stjórna Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum að njóta vafans í svona málum,“ segir hann. „Það traust hefur bara leitt til þess að eigur ríkisins og þjóðareigur hafa verið seldar á útsölu til útvalinna aðila og þjóðin situr eftir með sárt ennið“ segir Jón og bætir við að þetta þurfi ekki að vera svona. „En til þess að þetta stoppi þurfa kjósendur að endurskoða afstöðu sína til svona mála,“ segir Jón.Í fyrri útgáfu af fréttinni var ranghermt að Benedikt væri Sveinsson en ekki Einarsson.
Tengdar fréttir 700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið. 17. mars 2015 13:14 Reisa 3.000 tonna landeldisstöð í Grindavík Matorka ehf. hyggst byggja þrjú þúsund tonna fiskeldisstöð í Grindavík og hefur vegna verkefnisins gert fjárfestingarsamning við stjórnvöld um ívilnanir til næstu tíu ára að verðmæti 425 milljónir króna. 2. mars 2015 09:45 Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið. 17. mars 2015 13:14
Reisa 3.000 tonna landeldisstöð í Grindavík Matorka ehf. hyggst byggja þrjú þúsund tonna fiskeldisstöð í Grindavík og hefur vegna verkefnisins gert fjárfestingarsamning við stjórnvöld um ívilnanir til næstu tíu ára að verðmæti 425 milljónir króna. 2. mars 2015 09:45