Hagfræðingur lætur ráðherra fá það óþvegið: "Á hvaða öld lifum við?“ ingvar haraldsson skrifar 17. mars 2015 16:23 Jón Steinsson segir ívilnunarsamning iðnaðarráðherra við Matorku vera spillingu. vísir/gva „Á hvaða öld lifum við? Iðnaðarráðherra gerir 700 milljón króna „ívilnunarsamning“ við fyrirtæki í sínu kjördæmi sem er í eigu náins frænda fjármálaráðherra,“ segir Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia háskólann í Bandaríkjunum í færslu á Facebook. Færslan er rituð við frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag um ívilnunarsamning ríkisins við Matorku sem er að stórum hluta í eigu Benedikts Einarssonar, frænda Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Sjá einnig: Ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Jón bætir við að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem frændur fjármálaráherra virðist fá sérstaklega góða meðhöndlun hjá ríkinu. „Landsbankinn seldi um daginn öðrum frænda fjármálaráðherra stóran hlut í Borgun í gegnum lokað ferli. Ég ætla að ganga svo langt að kalla þetta spillingu,“ segir Jón.Íslendingar brennt sig á að treysta stjórnarflokkunum Hann segir að Íslendingar hafi of oft farið illa út úr því að treysta Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Að mínu mati er sönnunarbyrðin á stjórnvöldum að sýna að allir hafi setið við sama borð. Stjórnvöld njóta ekki vafans í mínum huga eftir allt sem á undan er gengið. Við höfum brennt okkur allt of oft á því að leyfa þeim sem stjórna Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum að njóta vafans í svona málum,“ segir hann. „Það traust hefur bara leitt til þess að eigur ríkisins og þjóðareigur hafa verið seldar á útsölu til útvalinna aðila og þjóðin situr eftir með sárt ennið“ segir Jón og bætir við að þetta þurfi ekki að vera svona. „En til þess að þetta stoppi þurfa kjósendur að endurskoða afstöðu sína til svona mála,“ segir Jón.Í fyrri útgáfu af fréttinni var ranghermt að Benedikt væri Sveinsson en ekki Einarsson. Tengdar fréttir 700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið. 17. mars 2015 13:14 Reisa 3.000 tonna landeldisstöð í Grindavík Matorka ehf. hyggst byggja þrjú þúsund tonna fiskeldisstöð í Grindavík og hefur vegna verkefnisins gert fjárfestingarsamning við stjórnvöld um ívilnanir til næstu tíu ára að verðmæti 425 milljónir króna. 2. mars 2015 09:45 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Á hvaða öld lifum við? Iðnaðarráðherra gerir 700 milljón króna „ívilnunarsamning“ við fyrirtæki í sínu kjördæmi sem er í eigu náins frænda fjármálaráðherra,“ segir Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia háskólann í Bandaríkjunum í færslu á Facebook. Færslan er rituð við frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag um ívilnunarsamning ríkisins við Matorku sem er að stórum hluta í eigu Benedikts Einarssonar, frænda Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Sjá einnig: Ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Jón bætir við að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem frændur fjármálaráherra virðist fá sérstaklega góða meðhöndlun hjá ríkinu. „Landsbankinn seldi um daginn öðrum frænda fjármálaráðherra stóran hlut í Borgun í gegnum lokað ferli. Ég ætla að ganga svo langt að kalla þetta spillingu,“ segir Jón.Íslendingar brennt sig á að treysta stjórnarflokkunum Hann segir að Íslendingar hafi of oft farið illa út úr því að treysta Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Að mínu mati er sönnunarbyrðin á stjórnvöldum að sýna að allir hafi setið við sama borð. Stjórnvöld njóta ekki vafans í mínum huga eftir allt sem á undan er gengið. Við höfum brennt okkur allt of oft á því að leyfa þeim sem stjórna Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum að njóta vafans í svona málum,“ segir hann. „Það traust hefur bara leitt til þess að eigur ríkisins og þjóðareigur hafa verið seldar á útsölu til útvalinna aðila og þjóðin situr eftir með sárt ennið“ segir Jón og bætir við að þetta þurfi ekki að vera svona. „En til þess að þetta stoppi þurfa kjósendur að endurskoða afstöðu sína til svona mála,“ segir Jón.Í fyrri útgáfu af fréttinni var ranghermt að Benedikt væri Sveinsson en ekki Einarsson.
Tengdar fréttir 700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið. 17. mars 2015 13:14 Reisa 3.000 tonna landeldisstöð í Grindavík Matorka ehf. hyggst byggja þrjú þúsund tonna fiskeldisstöð í Grindavík og hefur vegna verkefnisins gert fjárfestingarsamning við stjórnvöld um ívilnanir til næstu tíu ára að verðmæti 425 milljónir króna. 2. mars 2015 09:45 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið. 17. mars 2015 13:14
Reisa 3.000 tonna landeldisstöð í Grindavík Matorka ehf. hyggst byggja þrjú þúsund tonna fiskeldisstöð í Grindavík og hefur vegna verkefnisins gert fjárfestingarsamning við stjórnvöld um ívilnanir til næstu tíu ára að verðmæti 425 milljónir króna. 2. mars 2015 09:45