Hagfræðingur lætur ráðherra fá það óþvegið: "Á hvaða öld lifum við?“ ingvar haraldsson skrifar 17. mars 2015 16:23 Jón Steinsson segir ívilnunarsamning iðnaðarráðherra við Matorku vera spillingu. vísir/gva „Á hvaða öld lifum við? Iðnaðarráðherra gerir 700 milljón króna „ívilnunarsamning“ við fyrirtæki í sínu kjördæmi sem er í eigu náins frænda fjármálaráðherra,“ segir Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia háskólann í Bandaríkjunum í færslu á Facebook. Færslan er rituð við frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag um ívilnunarsamning ríkisins við Matorku sem er að stórum hluta í eigu Benedikts Einarssonar, frænda Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Sjá einnig: Ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Jón bætir við að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem frændur fjármálaráherra virðist fá sérstaklega góða meðhöndlun hjá ríkinu. „Landsbankinn seldi um daginn öðrum frænda fjármálaráðherra stóran hlut í Borgun í gegnum lokað ferli. Ég ætla að ganga svo langt að kalla þetta spillingu,“ segir Jón.Íslendingar brennt sig á að treysta stjórnarflokkunum Hann segir að Íslendingar hafi of oft farið illa út úr því að treysta Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Að mínu mati er sönnunarbyrðin á stjórnvöldum að sýna að allir hafi setið við sama borð. Stjórnvöld njóta ekki vafans í mínum huga eftir allt sem á undan er gengið. Við höfum brennt okkur allt of oft á því að leyfa þeim sem stjórna Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum að njóta vafans í svona málum,“ segir hann. „Það traust hefur bara leitt til þess að eigur ríkisins og þjóðareigur hafa verið seldar á útsölu til útvalinna aðila og þjóðin situr eftir með sárt ennið“ segir Jón og bætir við að þetta þurfi ekki að vera svona. „En til þess að þetta stoppi þurfa kjósendur að endurskoða afstöðu sína til svona mála,“ segir Jón.Í fyrri útgáfu af fréttinni var ranghermt að Benedikt væri Sveinsson en ekki Einarsson. Tengdar fréttir 700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið. 17. mars 2015 13:14 Reisa 3.000 tonna landeldisstöð í Grindavík Matorka ehf. hyggst byggja þrjú þúsund tonna fiskeldisstöð í Grindavík og hefur vegna verkefnisins gert fjárfestingarsamning við stjórnvöld um ívilnanir til næstu tíu ára að verðmæti 425 milljónir króna. 2. mars 2015 09:45 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Á hvaða öld lifum við? Iðnaðarráðherra gerir 700 milljón króna „ívilnunarsamning“ við fyrirtæki í sínu kjördæmi sem er í eigu náins frænda fjármálaráðherra,“ segir Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia háskólann í Bandaríkjunum í færslu á Facebook. Færslan er rituð við frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag um ívilnunarsamning ríkisins við Matorku sem er að stórum hluta í eigu Benedikts Einarssonar, frænda Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Sjá einnig: Ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Jón bætir við að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem frændur fjármálaráherra virðist fá sérstaklega góða meðhöndlun hjá ríkinu. „Landsbankinn seldi um daginn öðrum frænda fjármálaráðherra stóran hlut í Borgun í gegnum lokað ferli. Ég ætla að ganga svo langt að kalla þetta spillingu,“ segir Jón.Íslendingar brennt sig á að treysta stjórnarflokkunum Hann segir að Íslendingar hafi of oft farið illa út úr því að treysta Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Að mínu mati er sönnunarbyrðin á stjórnvöldum að sýna að allir hafi setið við sama borð. Stjórnvöld njóta ekki vafans í mínum huga eftir allt sem á undan er gengið. Við höfum brennt okkur allt of oft á því að leyfa þeim sem stjórna Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum að njóta vafans í svona málum,“ segir hann. „Það traust hefur bara leitt til þess að eigur ríkisins og þjóðareigur hafa verið seldar á útsölu til útvalinna aðila og þjóðin situr eftir með sárt ennið“ segir Jón og bætir við að þetta þurfi ekki að vera svona. „En til þess að þetta stoppi þurfa kjósendur að endurskoða afstöðu sína til svona mála,“ segir Jón.Í fyrri útgáfu af fréttinni var ranghermt að Benedikt væri Sveinsson en ekki Einarsson.
Tengdar fréttir 700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið. 17. mars 2015 13:14 Reisa 3.000 tonna landeldisstöð í Grindavík Matorka ehf. hyggst byggja þrjú þúsund tonna fiskeldisstöð í Grindavík og hefur vegna verkefnisins gert fjárfestingarsamning við stjórnvöld um ívilnanir til næstu tíu ára að verðmæti 425 milljónir króna. 2. mars 2015 09:45 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
700 milljóna ívilnun iðnaðarráðherra við Matorku gagnrýnd Iðnaðarráðherra hefur undirritað ivinlunarsamning upp á 700 milljónir við Matorku með fyrirvara um samþykkt frumvarps en hefur ekki mætt fyrri atvinnuveganefnd til að skýra málið. 17. mars 2015 13:14
Reisa 3.000 tonna landeldisstöð í Grindavík Matorka ehf. hyggst byggja þrjú þúsund tonna fiskeldisstöð í Grindavík og hefur vegna verkefnisins gert fjárfestingarsamning við stjórnvöld um ívilnanir til næstu tíu ára að verðmæti 425 milljónir króna. 2. mars 2015 09:45