Olíuverð hríðfellur: Býst við að bensínverð lækki á ný ingvar haraldsson skrifar 18. mars 2015 12:46 Runólfur á von á því að bensínverð þjónustustöðva lækki á næstunni. vísir/auðunn/afp Skörp lækkun hefur verið á Brent Norðursjávarolíu undanfarna daga. Síðastliðna viku hefur olíuverð fallið um 9,6 prósent. Fimmtudaginn 12. mars fór olíuverð hæst í 59,15 dollara á tunnu en um hádegisbilið í dag stóð olíuverð í 53,44 dollurum á tunnu. Ástæða lækkunarinnar er taldin vera of mikið framboð á olíu. Reuters segir frá því að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist um 10,5 milljónir tunna í 450 milljónir tunna í síðustu viku en greiningaraðilar hafi einungis spáð 3,8 milljón tunna aukningu. Olíuframleiðsla í Líbýu hefur einnig verið að ná sér á strik. Þá gæti framboð á olíu aukist enn frekar verði viðskiptaþvingunum á Írani aflétt. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, býst við því að bensínverð þjónustustöðvanna lækki á næstunni. „Ég á von á því að menn lækki verð á næstu dögum. Venjulega er ekki nema 30 til 40 aura munur á þjónustu- og sjálfsafgreiðslustöðvum en munurinn nú er 2,20 til 2,30 krónur. Það er því líklegra að verð á þjónustustöðvunum fari niður en sjálfsafgreiðslustöðvarnar standi í stað,“ segir Runólfur. Runólfur telur því að hækkanir stóru olíufyrirtækjanna muni því ganga til baka en Olís, N1 og Skeljungur hækkuðu öll verð á bensíni og díselolíu um helgina.Telur álagningu olíufyrirtækjanna hafa lækkað Runólfur segir álagningu olíufyrirtækjanna í febrúar og það sem af er mars vera álíka eða aðeins undir meðalálagningu síðasta árs miðað við útreikninga FÍB. Þessu hafi verið öfugt farið frá haustmánuðum og fram í janúar þegar álagning þeirra var með hæsta móti. Þá segir Runólfur að stærsti áhrifaþátturinn í bensínverði frá áramótum hafi verið hækkun bandaríkjadals. „Dollarinn var í um 125 krónu seinnipartinn í desember en er nú í tæplega 140 krónum,“ segir hann.Á ekki von á því að olíuverð nái sömu hæðum á næstunni Runólfur býst ekki við því að olíuverð nái þeim hæðum sem það var í síðasta ári. Hann segir þó afar erfitt að spá fyrir um hvernig olíuverð muni þróast á næstu misserum. Það velti á ýmsum þáttum á borð við hagvöxt í heiminum og olíuframleiðslu sem geti breyst án fyrirvara. Einnig geti atburðir í heimspólitíkinni haft mikil áhrif. Þar megi nefna efnahagsþvinganir á Rússa í kjölfar aðgerða þeirra í Úkraínu. Tengdar fréttir Telur olíuverð á Íslandi ekki lækka í samræmi við lækkun á heimsmarkaði Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra í sex ár. 15. janúar 2015 11:18 Telja að olían endist í 150 ár hið minnsta Bandaríska olíufélagið ExxonMobil telur að olía haldi áfram að vera mikilvægasti orkugjafi mannkyns næsta aldarfjórðung, að minnsta kosti. 15. mars 2015 14:06 Olíuverð fellur á ný Verð á Brent hráolíu lækkaði um 5,5 prósent í gær. 5. febrúar 2015 10:13 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Skörp lækkun hefur verið á Brent Norðursjávarolíu undanfarna daga. Síðastliðna viku hefur olíuverð fallið um 9,6 prósent. Fimmtudaginn 12. mars fór olíuverð hæst í 59,15 dollara á tunnu en um hádegisbilið í dag stóð olíuverð í 53,44 dollurum á tunnu. Ástæða lækkunarinnar er taldin vera of mikið framboð á olíu. Reuters segir frá því að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist um 10,5 milljónir tunna í 450 milljónir tunna í síðustu viku en greiningaraðilar hafi einungis spáð 3,8 milljón tunna aukningu. Olíuframleiðsla í Líbýu hefur einnig verið að ná sér á strik. Þá gæti framboð á olíu aukist enn frekar verði viðskiptaþvingunum á Írani aflétt. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, býst við því að bensínverð þjónustustöðvanna lækki á næstunni. „Ég á von á því að menn lækki verð á næstu dögum. Venjulega er ekki nema 30 til 40 aura munur á þjónustu- og sjálfsafgreiðslustöðvum en munurinn nú er 2,20 til 2,30 krónur. Það er því líklegra að verð á þjónustustöðvunum fari niður en sjálfsafgreiðslustöðvarnar standi í stað,“ segir Runólfur. Runólfur telur því að hækkanir stóru olíufyrirtækjanna muni því ganga til baka en Olís, N1 og Skeljungur hækkuðu öll verð á bensíni og díselolíu um helgina.Telur álagningu olíufyrirtækjanna hafa lækkað Runólfur segir álagningu olíufyrirtækjanna í febrúar og það sem af er mars vera álíka eða aðeins undir meðalálagningu síðasta árs miðað við útreikninga FÍB. Þessu hafi verið öfugt farið frá haustmánuðum og fram í janúar þegar álagning þeirra var með hæsta móti. Þá segir Runólfur að stærsti áhrifaþátturinn í bensínverði frá áramótum hafi verið hækkun bandaríkjadals. „Dollarinn var í um 125 krónu seinnipartinn í desember en er nú í tæplega 140 krónum,“ segir hann.Á ekki von á því að olíuverð nái sömu hæðum á næstunni Runólfur býst ekki við því að olíuverð nái þeim hæðum sem það var í síðasta ári. Hann segir þó afar erfitt að spá fyrir um hvernig olíuverð muni þróast á næstu misserum. Það velti á ýmsum þáttum á borð við hagvöxt í heiminum og olíuframleiðslu sem geti breyst án fyrirvara. Einnig geti atburðir í heimspólitíkinni haft mikil áhrif. Þar megi nefna efnahagsþvinganir á Rússa í kjölfar aðgerða þeirra í Úkraínu.
Tengdar fréttir Telur olíuverð á Íslandi ekki lækka í samræmi við lækkun á heimsmarkaði Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra í sex ár. 15. janúar 2015 11:18 Telja að olían endist í 150 ár hið minnsta Bandaríska olíufélagið ExxonMobil telur að olía haldi áfram að vera mikilvægasti orkugjafi mannkyns næsta aldarfjórðung, að minnsta kosti. 15. mars 2015 14:06 Olíuverð fellur á ný Verð á Brent hráolíu lækkaði um 5,5 prósent í gær. 5. febrúar 2015 10:13 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Telur olíuverð á Íslandi ekki lækka í samræmi við lækkun á heimsmarkaði Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra í sex ár. 15. janúar 2015 11:18
Telja að olían endist í 150 ár hið minnsta Bandaríska olíufélagið ExxonMobil telur að olía haldi áfram að vera mikilvægasti orkugjafi mannkyns næsta aldarfjórðung, að minnsta kosti. 15. mars 2015 14:06