Olíuverð hríðfellur: Býst við að bensínverð lækki á ný ingvar haraldsson skrifar 18. mars 2015 12:46 Runólfur á von á því að bensínverð þjónustustöðva lækki á næstunni. vísir/auðunn/afp Skörp lækkun hefur verið á Brent Norðursjávarolíu undanfarna daga. Síðastliðna viku hefur olíuverð fallið um 9,6 prósent. Fimmtudaginn 12. mars fór olíuverð hæst í 59,15 dollara á tunnu en um hádegisbilið í dag stóð olíuverð í 53,44 dollurum á tunnu. Ástæða lækkunarinnar er taldin vera of mikið framboð á olíu. Reuters segir frá því að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist um 10,5 milljónir tunna í 450 milljónir tunna í síðustu viku en greiningaraðilar hafi einungis spáð 3,8 milljón tunna aukningu. Olíuframleiðsla í Líbýu hefur einnig verið að ná sér á strik. Þá gæti framboð á olíu aukist enn frekar verði viðskiptaþvingunum á Írani aflétt. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, býst við því að bensínverð þjónustustöðvanna lækki á næstunni. „Ég á von á því að menn lækki verð á næstu dögum. Venjulega er ekki nema 30 til 40 aura munur á þjónustu- og sjálfsafgreiðslustöðvum en munurinn nú er 2,20 til 2,30 krónur. Það er því líklegra að verð á þjónustustöðvunum fari niður en sjálfsafgreiðslustöðvarnar standi í stað,“ segir Runólfur. Runólfur telur því að hækkanir stóru olíufyrirtækjanna muni því ganga til baka en Olís, N1 og Skeljungur hækkuðu öll verð á bensíni og díselolíu um helgina.Telur álagningu olíufyrirtækjanna hafa lækkað Runólfur segir álagningu olíufyrirtækjanna í febrúar og það sem af er mars vera álíka eða aðeins undir meðalálagningu síðasta árs miðað við útreikninga FÍB. Þessu hafi verið öfugt farið frá haustmánuðum og fram í janúar þegar álagning þeirra var með hæsta móti. Þá segir Runólfur að stærsti áhrifaþátturinn í bensínverði frá áramótum hafi verið hækkun bandaríkjadals. „Dollarinn var í um 125 krónu seinnipartinn í desember en er nú í tæplega 140 krónum,“ segir hann.Á ekki von á því að olíuverð nái sömu hæðum á næstunni Runólfur býst ekki við því að olíuverð nái þeim hæðum sem það var í síðasta ári. Hann segir þó afar erfitt að spá fyrir um hvernig olíuverð muni þróast á næstu misserum. Það velti á ýmsum þáttum á borð við hagvöxt í heiminum og olíuframleiðslu sem geti breyst án fyrirvara. Einnig geti atburðir í heimspólitíkinni haft mikil áhrif. Þar megi nefna efnahagsþvinganir á Rússa í kjölfar aðgerða þeirra í Úkraínu. Tengdar fréttir Telur olíuverð á Íslandi ekki lækka í samræmi við lækkun á heimsmarkaði Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra í sex ár. 15. janúar 2015 11:18 Telja að olían endist í 150 ár hið minnsta Bandaríska olíufélagið ExxonMobil telur að olía haldi áfram að vera mikilvægasti orkugjafi mannkyns næsta aldarfjórðung, að minnsta kosti. 15. mars 2015 14:06 Olíuverð fellur á ný Verð á Brent hráolíu lækkaði um 5,5 prósent í gær. 5. febrúar 2015 10:13 Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
Skörp lækkun hefur verið á Brent Norðursjávarolíu undanfarna daga. Síðastliðna viku hefur olíuverð fallið um 9,6 prósent. Fimmtudaginn 12. mars fór olíuverð hæst í 59,15 dollara á tunnu en um hádegisbilið í dag stóð olíuverð í 53,44 dollurum á tunnu. Ástæða lækkunarinnar er taldin vera of mikið framboð á olíu. Reuters segir frá því að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist um 10,5 milljónir tunna í 450 milljónir tunna í síðustu viku en greiningaraðilar hafi einungis spáð 3,8 milljón tunna aukningu. Olíuframleiðsla í Líbýu hefur einnig verið að ná sér á strik. Þá gæti framboð á olíu aukist enn frekar verði viðskiptaþvingunum á Írani aflétt. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, býst við því að bensínverð þjónustustöðvanna lækki á næstunni. „Ég á von á því að menn lækki verð á næstu dögum. Venjulega er ekki nema 30 til 40 aura munur á þjónustu- og sjálfsafgreiðslustöðvum en munurinn nú er 2,20 til 2,30 krónur. Það er því líklegra að verð á þjónustustöðvunum fari niður en sjálfsafgreiðslustöðvarnar standi í stað,“ segir Runólfur. Runólfur telur því að hækkanir stóru olíufyrirtækjanna muni því ganga til baka en Olís, N1 og Skeljungur hækkuðu öll verð á bensíni og díselolíu um helgina.Telur álagningu olíufyrirtækjanna hafa lækkað Runólfur segir álagningu olíufyrirtækjanna í febrúar og það sem af er mars vera álíka eða aðeins undir meðalálagningu síðasta árs miðað við útreikninga FÍB. Þessu hafi verið öfugt farið frá haustmánuðum og fram í janúar þegar álagning þeirra var með hæsta móti. Þá segir Runólfur að stærsti áhrifaþátturinn í bensínverði frá áramótum hafi verið hækkun bandaríkjadals. „Dollarinn var í um 125 krónu seinnipartinn í desember en er nú í tæplega 140 krónum,“ segir hann.Á ekki von á því að olíuverð nái sömu hæðum á næstunni Runólfur býst ekki við því að olíuverð nái þeim hæðum sem það var í síðasta ári. Hann segir þó afar erfitt að spá fyrir um hvernig olíuverð muni þróast á næstu misserum. Það velti á ýmsum þáttum á borð við hagvöxt í heiminum og olíuframleiðslu sem geti breyst án fyrirvara. Einnig geti atburðir í heimspólitíkinni haft mikil áhrif. Þar megi nefna efnahagsþvinganir á Rússa í kjölfar aðgerða þeirra í Úkraínu.
Tengdar fréttir Telur olíuverð á Íslandi ekki lækka í samræmi við lækkun á heimsmarkaði Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra í sex ár. 15. janúar 2015 11:18 Telja að olían endist í 150 ár hið minnsta Bandaríska olíufélagið ExxonMobil telur að olía haldi áfram að vera mikilvægasti orkugjafi mannkyns næsta aldarfjórðung, að minnsta kosti. 15. mars 2015 14:06 Olíuverð fellur á ný Verð á Brent hráolíu lækkaði um 5,5 prósent í gær. 5. febrúar 2015 10:13 Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
Telur olíuverð á Íslandi ekki lækka í samræmi við lækkun á heimsmarkaði Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra í sex ár. 15. janúar 2015 11:18
Telja að olían endist í 150 ár hið minnsta Bandaríska olíufélagið ExxonMobil telur að olía haldi áfram að vera mikilvægasti orkugjafi mannkyns næsta aldarfjórðung, að minnsta kosti. 15. mars 2015 14:06